Við heyrum í honum, sjáum bandaríska ferðamenn forða sér úr Bláa lóninu og magnaðar myndir af eldsumbrotum. Þá kemur Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur í heimsókn og rýnir í kortin og stöðu mála.
Forstjóri Icelandair útskýrir hópuppsögn hjá fyrirtækinu en rúmlega áttatíu manns misstu vinnuna hjá flugfélaginu í dag. Við göngum á matvælaráðherra varðandi ákvörðun um leyfi til hvalveiða, heyrum í forsetaframbjóðendum á lokasprettinum og tökum púlsinn fyrir stærsta leik ársins í körfuboltanum þar sem Valsmenn taka á móti Grindvíkingum.
Þá má ekki gleyma Íslandi í dag þar sem Sindri Sindrason kíkir í morgunkaffi til reynsluboltans í forsetakosningum, Ástþórs Magnússonar.
Allt í opinni dagskrá klukkan 18:30.