Auður í krafti karla Halla Tómasdóttir skrifar 30. maí 2024 11:30 Fyrir 25 árum fór ég fyrir verkefninu Auður í krafti kvenna, átaki til að valdefla konur og virkja frumkvæði þeirra og kraft til efnahags- og samfélagslegra framfara. Til urðu tugir fyrirtækja og hundruð nýrra starfa á meðan á átakinu stóð. Ávextir verkefnisins blómstra enn í dag í rekstri fyrirtækjanna sem urðu til, í tengslanetum kvenna frá þessum árum og síðast en ekki síst í krafti þeirra ungu stúlkna sem tóku þátt í FramtíðarAuðar hluta verkefnisins og deginum Dæturnar með í vinnuna. Mikilvægust finnst mér þó viðhorfsbreytingin sem varð með tilkomu þessa verkefnis. Fleiri áttuðu sig á því að virkjun kvenkraftsins er einfaldlega efnahagslegt framfaramál fyrir okkur öll. Ég trúi á kynjajafnvægi og tel að markmið okkar eigi að vera að virkja alla okkar krafta til gagns og góðra verka. Það er lykillinn að velsæld, friðsæld og sjálfbærri þróun samfélaga. Við eigum enn langt í land með að ná kynjajafnvægi í forystu fyrirtækja og þjóða, og megum ekki missa sjónar af því mikilvæga markmiði. En nú er jafnframt brýnt að beina sjónum að stöðu drengja og karla í okkar samfélagi þar sem ákveðinn vandi virðist vera kynbundinn. Rannsóknir sýna að 700-800 drengir ljúka grunnskólanámi á ári án þess að verða þokkalega læsir. Þeir geta jafnvel ekki parað saman myndir eða setningar. Þriðjungur fimmtán ára drengja er í þessari stöðu í dag, og er það tvöfalt hærra en hjá stúlkum í sama árgangi og hefur farið hækkandi síðustu ár. Brotthvarf ungra karla á aldrinum 18-24 ára úr námi og starfsþjálfun er mest hér á landi meðal Evrópuþjóða, eða um 22%. Þrír af hverjum tíu drengjum hætta í framhaldsskóla án þess að ljúka námi og einungis þriðjungur brautskrifaðra úr háskólum eru karlar. Sú staðreynd að brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi sé 100% meira en að meðaltali í ESB ríkjum hefur þó ekki haft þau áhrif á að málið sé tekið föstum tökum. Við virðumst líka eiga Evrópumet í greiningum og notkun hegðunarlyfja og þriðjungur drengja og ungra karla horfir á klám á hverjum degi, 40% þeirra teljast stórneytendur. Áhyggjur af aukinni þátttöku ungra drengja í fjárhættuspilun hafa verið að koma fram, ekki síst hjá íþróttahreyfingunni. Hvað verður um þennan hóp drengja, hvar eru þeir og hver er staða þeirra? Ég tel mikilvægt að þessi mál séu krufinn til mergjar. Það gengur ekki að svo margir drengir finni sig ekki í þeim kerfum sem talið er að séu búin til og sniðin að þörfum þeirra. Það er hætta á að hluti þessa hóps muni upplifa sig jaðarsetta og finni ekki leiðina til þess að tilheyra íslensku samfélagi, leiti jafnvel í neyslu vímuefna, glæpa og vanvirkni. Því verður að afstýra. Margir ungir menn hafa á undanförnum árum látist um aldur fram vegna ofskömmtunar ýmissa vímuefna. Þar má minna á ópíóíðafaraldurinn, sem hefur ekki farið mjúkum höndum um íslenskt samfélag. Tölur sýna að 90% þeirra sem sitja í fangelsum á Íslandi eru karlmenn, um 70% þeirra sem fara í meðferð vegna áfengis og vímuefnavanda hjá SÁÁ eru karlmenn. Á Íslandi eru sjálfsvíg ungra karla tíð og þó nokkuð algengari en annars staðar á vesturlöndum. Hvers vegna eru svo margir ungir karlar svona illa staddir og hvað er til ráða? Slæm staða drengja veldur mér miklu hugarangri og gæti orðið eitt af stóru vandamálunum sem íslenskt samfélag þarf að takast á við á næstu árum. Hætt er við að mörg þúsund einstaklingar sem ljúka grunnskóla á næstu árum muni eiga erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi. Afleiðingarnar eru alvarlegar og margvíslegar, fyrir drengina sjálfa, ástvini þeirra og samfélagið allt. Við þurfum að greina ástæður þess að drengirnir okkar virðast í vaxandi mæli hvorki finna sig innan né utan skólakerfisins. Við getum ekki beðið endalaust og nú skiptir mestu að horfast í augu við staðreyndir og koma saman til að ræða stöðuna og leita lausna. Forseti getur sett slíkt mál á dagskrá. Nái ég kjöri mun ég gera það. Andleg heilsa og velferð hvers og eins eru forsenda heilbrigðs samfélags. Það er mér hjartans mál og ég vil leggja mitt af mörkum. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Jafnréttismál Halla Tómasdóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 25 árum fór ég fyrir verkefninu Auður í krafti kvenna, átaki til að valdefla konur og virkja frumkvæði þeirra og kraft til efnahags- og samfélagslegra framfara. Til urðu tugir fyrirtækja og hundruð nýrra starfa á meðan á átakinu stóð. Ávextir verkefnisins blómstra enn í dag í rekstri fyrirtækjanna sem urðu til, í tengslanetum kvenna frá þessum árum og síðast en ekki síst í krafti þeirra ungu stúlkna sem tóku þátt í FramtíðarAuðar hluta verkefnisins og deginum Dæturnar með í vinnuna. Mikilvægust finnst mér þó viðhorfsbreytingin sem varð með tilkomu þessa verkefnis. Fleiri áttuðu sig á því að virkjun kvenkraftsins er einfaldlega efnahagslegt framfaramál fyrir okkur öll. Ég trúi á kynjajafnvægi og tel að markmið okkar eigi að vera að virkja alla okkar krafta til gagns og góðra verka. Það er lykillinn að velsæld, friðsæld og sjálfbærri þróun samfélaga. Við eigum enn langt í land með að ná kynjajafnvægi í forystu fyrirtækja og þjóða, og megum ekki missa sjónar af því mikilvæga markmiði. En nú er jafnframt brýnt að beina sjónum að stöðu drengja og karla í okkar samfélagi þar sem ákveðinn vandi virðist vera kynbundinn. Rannsóknir sýna að 700-800 drengir ljúka grunnskólanámi á ári án þess að verða þokkalega læsir. Þeir geta jafnvel ekki parað saman myndir eða setningar. Þriðjungur fimmtán ára drengja er í þessari stöðu í dag, og er það tvöfalt hærra en hjá stúlkum í sama árgangi og hefur farið hækkandi síðustu ár. Brotthvarf ungra karla á aldrinum 18-24 ára úr námi og starfsþjálfun er mest hér á landi meðal Evrópuþjóða, eða um 22%. Þrír af hverjum tíu drengjum hætta í framhaldsskóla án þess að ljúka námi og einungis þriðjungur brautskrifaðra úr háskólum eru karlar. Sú staðreynd að brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi sé 100% meira en að meðaltali í ESB ríkjum hefur þó ekki haft þau áhrif á að málið sé tekið föstum tökum. Við virðumst líka eiga Evrópumet í greiningum og notkun hegðunarlyfja og þriðjungur drengja og ungra karla horfir á klám á hverjum degi, 40% þeirra teljast stórneytendur. Áhyggjur af aukinni þátttöku ungra drengja í fjárhættuspilun hafa verið að koma fram, ekki síst hjá íþróttahreyfingunni. Hvað verður um þennan hóp drengja, hvar eru þeir og hver er staða þeirra? Ég tel mikilvægt að þessi mál séu krufinn til mergjar. Það gengur ekki að svo margir drengir finni sig ekki í þeim kerfum sem talið er að séu búin til og sniðin að þörfum þeirra. Það er hætta á að hluti þessa hóps muni upplifa sig jaðarsetta og finni ekki leiðina til þess að tilheyra íslensku samfélagi, leiti jafnvel í neyslu vímuefna, glæpa og vanvirkni. Því verður að afstýra. Margir ungir menn hafa á undanförnum árum látist um aldur fram vegna ofskömmtunar ýmissa vímuefna. Þar má minna á ópíóíðafaraldurinn, sem hefur ekki farið mjúkum höndum um íslenskt samfélag. Tölur sýna að 90% þeirra sem sitja í fangelsum á Íslandi eru karlmenn, um 70% þeirra sem fara í meðferð vegna áfengis og vímuefnavanda hjá SÁÁ eru karlmenn. Á Íslandi eru sjálfsvíg ungra karla tíð og þó nokkuð algengari en annars staðar á vesturlöndum. Hvers vegna eru svo margir ungir karlar svona illa staddir og hvað er til ráða? Slæm staða drengja veldur mér miklu hugarangri og gæti orðið eitt af stóru vandamálunum sem íslenskt samfélag þarf að takast á við á næstu árum. Hætt er við að mörg þúsund einstaklingar sem ljúka grunnskóla á næstu árum muni eiga erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi. Afleiðingarnar eru alvarlegar og margvíslegar, fyrir drengina sjálfa, ástvini þeirra og samfélagið allt. Við þurfum að greina ástæður þess að drengirnir okkar virðast í vaxandi mæli hvorki finna sig innan né utan skólakerfisins. Við getum ekki beðið endalaust og nú skiptir mestu að horfast í augu við staðreyndir og koma saman til að ræða stöðuna og leita lausna. Forseti getur sett slíkt mál á dagskrá. Nái ég kjöri mun ég gera það. Andleg heilsa og velferð hvers og eins eru forsenda heilbrigðs samfélags. Það er mér hjartans mál og ég vil leggja mitt af mörkum. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun