Samherjar Hafþór Reynisson skrifar 31. maí 2024 21:00 Nú göngum við íslendingar að kjörklefunum. Það er stór hópur sem hefur ákveðið að gefa kost á sér til forseta Íslands og öll hafa þau ýmislegt til brunns að bera, sama hvernig maður lítur á það. Það hefur orðið ljóst að slagurinn um atkvæði er orðinn ansi hávær og ganga mætti svo langt að segja að hann sé orðinn að leðjuslag. Ég ætlaði upphaflega að skrifa skoðanapistil þar sem ég myndi taka fram að “þitt atkvæði er þitt” og að skoðanakannanir og stærri og betur fjármagnaðar auglýsingaherferðir ættu að lúta í lægra haldi fyrir okkar einlægu tilfinningu fyrir því hver er best til þess fallin/n að gegna embætti forseta. Nú er ég ekki svo viss. Það sem hefur einkennt þessa kosningabaráttu síðan eitt tiltekið framboð kom fram, er aðför að andstæðingnum. Vinnubrögð sem markast af því að “hjóla í manninn”. Þetta er svo sem þekkt í pólitík, en svona groddaraleg vinnubrögð hafa yfirleitt ekki borið árangur í forsetakosningum hér á landi. Í þessum tilfellum er skítkast (jafnvel bókstaflega) og ímyndar-hernaður notaður til að rægja ímynd annarra frambjóðenda. Og þarna virðast tvær ólíkar fylkingar hafa sig mest í frammi, sameinaðar á bak við eitt og hið sama framboð. Þessar tvær ólíku, og pólitísku, fylkingar virðast vinna sem samherjar að því takmarki að skrímsla-væða andstæðinga sína. Þetta upphófst við fyrstu skoðanakönnun og var þá spjótum beint að þeim sem voru líklegastir keppinautar ákveðins frambjóðanda. Það sem hryggir mig er að þessi aðför að einstaklingum og þeirra fyrri gjörðum og skoðunum einskorðast ekki við frambjóðendur lengur. Almennir kjósendur og stuðningsmenn þessa framboðs hafa spilað sama leik gagnvart öllum þeim sem hafa dirfst að opinbera skoðun sína á framboðinu. Nú er lesendum sennilega orðið ljóst að ég er að tala um framboð Katrínar Jakobsdóttur og það fólk og þau öfl sem styðja hennar framboð. Það er gríðarlega sterkur stuðningur á bak við Katrínu, en því miður virðist þetta vera tónninn sem hefur verið settur af fylgjendum hennar. Nú hef ég bæði orðið vitni að sem og lesið um tilfelli þar sem fólk er beðið um að fjarlægja skrif sín sem eru gagnrýnin á framboð Katrínar, af stuðningsfólki hennar. Þetta hefur gengið svo langt að fólki er ýtt í „félagslegan skammarkrók“ vegna skoðanna sinna og gert er lítið úr þeim í ákveðnum hópum. Er það ekki þöggun? Annað sem þessi hópur stuðningsmanna Katrínar hefur gert er að halda því fram að það sé „karllægt“ að gagnrýna hana. Þannig sé gagnrýni á Katrínu, sem snýr m.a. að stöðu hennar sem fyrrum forsætisráðherra í sitjandi ríkisstjórn, jafnvel merki um kvenhatur. Forsetakosningar hafa aldrei snúist jafn lítið um kyn og nú, enda eru sex konur og sex karlmenn á kjörseðlinum. Þar af eru þær allra sigurstranglegustu konur. Það er því engin árás feðraveldisins hér á ferð, þvert á móti mætti færa rök fyrir hinu andstæða. Komum aftur að minni skoðun, „Þitt atkvæði er þitt“. Ég stend við það, ef allir myndu kjósa af heilindum og eigin sannfæringu og Katrín Jakobsdóttir stæði uppi sem forseti þá væri hún líka minn forseti. En ef slagurinn á Bessastaði á að vinnast á þennan hátt, blóðugt, drullugt og án nokkurs þokka, verður það forsetaembættinu hvorki til fegrunar eða framdráttar og minni líkur eru á að sátt verði um Katrínu sem forseta, ef hún sigrar. Þegar við veitum atkvæði okkar skulum við ekki bara spyrja okkur að því hvern við viljum sjá sem forseta Íslands heldur líka hvernig við viljum velja okkar forseta. Því tónninn sem við setjum nú ákvarðar hvernig við, sem þjóð, höldum fram á við eftir kosningarnar. Höfundur er Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú göngum við íslendingar að kjörklefunum. Það er stór hópur sem hefur ákveðið að gefa kost á sér til forseta Íslands og öll hafa þau ýmislegt til brunns að bera, sama hvernig maður lítur á það. Það hefur orðið ljóst að slagurinn um atkvæði er orðinn ansi hávær og ganga mætti svo langt að segja að hann sé orðinn að leðjuslag. Ég ætlaði upphaflega að skrifa skoðanapistil þar sem ég myndi taka fram að “þitt atkvæði er þitt” og að skoðanakannanir og stærri og betur fjármagnaðar auglýsingaherferðir ættu að lúta í lægra haldi fyrir okkar einlægu tilfinningu fyrir því hver er best til þess fallin/n að gegna embætti forseta. Nú er ég ekki svo viss. Það sem hefur einkennt þessa kosningabaráttu síðan eitt tiltekið framboð kom fram, er aðför að andstæðingnum. Vinnubrögð sem markast af því að “hjóla í manninn”. Þetta er svo sem þekkt í pólitík, en svona groddaraleg vinnubrögð hafa yfirleitt ekki borið árangur í forsetakosningum hér á landi. Í þessum tilfellum er skítkast (jafnvel bókstaflega) og ímyndar-hernaður notaður til að rægja ímynd annarra frambjóðenda. Og þarna virðast tvær ólíkar fylkingar hafa sig mest í frammi, sameinaðar á bak við eitt og hið sama framboð. Þessar tvær ólíku, og pólitísku, fylkingar virðast vinna sem samherjar að því takmarki að skrímsla-væða andstæðinga sína. Þetta upphófst við fyrstu skoðanakönnun og var þá spjótum beint að þeim sem voru líklegastir keppinautar ákveðins frambjóðanda. Það sem hryggir mig er að þessi aðför að einstaklingum og þeirra fyrri gjörðum og skoðunum einskorðast ekki við frambjóðendur lengur. Almennir kjósendur og stuðningsmenn þessa framboðs hafa spilað sama leik gagnvart öllum þeim sem hafa dirfst að opinbera skoðun sína á framboðinu. Nú er lesendum sennilega orðið ljóst að ég er að tala um framboð Katrínar Jakobsdóttur og það fólk og þau öfl sem styðja hennar framboð. Það er gríðarlega sterkur stuðningur á bak við Katrínu, en því miður virðist þetta vera tónninn sem hefur verið settur af fylgjendum hennar. Nú hef ég bæði orðið vitni að sem og lesið um tilfelli þar sem fólk er beðið um að fjarlægja skrif sín sem eru gagnrýnin á framboð Katrínar, af stuðningsfólki hennar. Þetta hefur gengið svo langt að fólki er ýtt í „félagslegan skammarkrók“ vegna skoðanna sinna og gert er lítið úr þeim í ákveðnum hópum. Er það ekki þöggun? Annað sem þessi hópur stuðningsmanna Katrínar hefur gert er að halda því fram að það sé „karllægt“ að gagnrýna hana. Þannig sé gagnrýni á Katrínu, sem snýr m.a. að stöðu hennar sem fyrrum forsætisráðherra í sitjandi ríkisstjórn, jafnvel merki um kvenhatur. Forsetakosningar hafa aldrei snúist jafn lítið um kyn og nú, enda eru sex konur og sex karlmenn á kjörseðlinum. Þar af eru þær allra sigurstranglegustu konur. Það er því engin árás feðraveldisins hér á ferð, þvert á móti mætti færa rök fyrir hinu andstæða. Komum aftur að minni skoðun, „Þitt atkvæði er þitt“. Ég stend við það, ef allir myndu kjósa af heilindum og eigin sannfæringu og Katrín Jakobsdóttir stæði uppi sem forseti þá væri hún líka minn forseti. En ef slagurinn á Bessastaði á að vinnast á þennan hátt, blóðugt, drullugt og án nokkurs þokka, verður það forsetaembættinu hvorki til fegrunar eða framdráttar og minni líkur eru á að sátt verði um Katrínu sem forseta, ef hún sigrar. Þegar við veitum atkvæði okkar skulum við ekki bara spyrja okkur að því hvern við viljum sjá sem forseta Íslands heldur líka hvernig við viljum velja okkar forseta. Því tónninn sem við setjum nú ákvarðar hvernig við, sem þjóð, höldum fram á við eftir kosningarnar. Höfundur er Íslendingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun