Einstakt tækifæri Þóra Valný Yngvadóttir skrifar 31. maí 2024 19:00 Hvað gerir forseti Íslands? Hvers vegna þurfum við forseta? Þetta eru spurningar sem hafa heyrst núna þegar við erum að kjósa okkur nýjan forseta. Starf forseta Íslands er eitt af þessum störfum, þar sem sá sem því gegnir, getur mótað starfið því það býður upp á mikinn sveigjanleika og fjölbreytta nálgun. Þá erum við einmitt komin að þessu einstaka tækifæri. Núna höfum við tækifæri til að fá forseta sem mun starfa í þessu embætti á allt annan hátt en áður hefur verið gert. Nú höfum við forsetaframbjóðanda sem ætlar að vinna að því að sameina þjóðina með samtali. Hennar fyrsta verk verður að bjóða til sín ungt fólk á Bessastaði til að heyra þeirra sýn á framtíðina og það samfélag sem þau vilja búa í. Hún ætlar að eiga samtal við þá sem eldri eru og nýta visku þeirra og reynslu. Hún ætlar einnig að hlusta á alla aldurshópa þarna á milli, til að fá fram hvernig samfélag við viljum búa í og hvaða breytingar við viljum sjá í samfélaginu okkar. Því það er jú þannig að samfélagið okkar mótast með hverju og einu okkar. Það því einstakt tækifæri fyrir okkur öll, að fá á Bessastaði forseta sem hefur bæði hæfileika, þekkingu og reynslu af einmitt svona vinnu. Vinnu við að kalla saman marga ólíka að borðinu og fá fram þeirra sjónarmið og ná fram breytingum. Þetta gerði hún svo framúrskarandi vel, ásamt öðrum, þegar stór hópur, þverskurður íslendinga var kallaður saman í Laugardalshöll árið 2009 til að taka afstöðu til þess hvernig samfélag Íslendingar vilja byggja í framtíðinni. Niðurstaðan voru fimm grunngildi (heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti, ábyrgð) sem sammælst var um að þjóðin vildi nota sem sinn áttavita til framtíðar. Það er einmitt þessi vinna sem hún ætlar að halda áfram með og innleiða þessi gildi í samfélag okkar. Hún hefur unnið með fyrirtækjum að því að breyta áherslum þeirra frá því að vera eingöngu hagnaðardrifin í að vinna að markmiðum um hvernig fyrirtækið getur bætt líf starfsfólksins, lagt samfélaginu lið og skilað umhverfinu betra eða minnsta kosti ekki verra fyrir næstu kynslóðir. Aldrei áður hefur forsetaframbjóðandi boðið okkur svona skýrt upp á það hvað hann ætlar að gera í starfinu og hvernig við, þjóðin, munum njóta góðs af. Aldrei áður hef ég heyrt talað um að fara inn á Bessastaði með þessa vinnu í farteskinu og ákveðið hvernig eigi að halda áfram með mannlegri aðferðafræði, beinu samtali við þá sem skipta máli, samtali við þá sem ráða forsetann til starfsins, beint samtal við okkur þjóðina. Þessu einstaka tækifæri vil ég ekki missa af. Ég vil ekki missa af því að eiga forseta sem gerir hlutina öðruvísi og er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir til þess. Þess vegna hvet ég okkur öll til að vera framsækin eins og við erum fræg fyrir og kjósa nýja tegund af forseta, kjósa Höllu Tómasdóttur sem forseta. Höfundur er markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvað gerir forseti Íslands? Hvers vegna þurfum við forseta? Þetta eru spurningar sem hafa heyrst núna þegar við erum að kjósa okkur nýjan forseta. Starf forseta Íslands er eitt af þessum störfum, þar sem sá sem því gegnir, getur mótað starfið því það býður upp á mikinn sveigjanleika og fjölbreytta nálgun. Þá erum við einmitt komin að þessu einstaka tækifæri. Núna höfum við tækifæri til að fá forseta sem mun starfa í þessu embætti á allt annan hátt en áður hefur verið gert. Nú höfum við forsetaframbjóðanda sem ætlar að vinna að því að sameina þjóðina með samtali. Hennar fyrsta verk verður að bjóða til sín ungt fólk á Bessastaði til að heyra þeirra sýn á framtíðina og það samfélag sem þau vilja búa í. Hún ætlar að eiga samtal við þá sem eldri eru og nýta visku þeirra og reynslu. Hún ætlar einnig að hlusta á alla aldurshópa þarna á milli, til að fá fram hvernig samfélag við viljum búa í og hvaða breytingar við viljum sjá í samfélaginu okkar. Því það er jú þannig að samfélagið okkar mótast með hverju og einu okkar. Það því einstakt tækifæri fyrir okkur öll, að fá á Bessastaði forseta sem hefur bæði hæfileika, þekkingu og reynslu af einmitt svona vinnu. Vinnu við að kalla saman marga ólíka að borðinu og fá fram þeirra sjónarmið og ná fram breytingum. Þetta gerði hún svo framúrskarandi vel, ásamt öðrum, þegar stór hópur, þverskurður íslendinga var kallaður saman í Laugardalshöll árið 2009 til að taka afstöðu til þess hvernig samfélag Íslendingar vilja byggja í framtíðinni. Niðurstaðan voru fimm grunngildi (heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti, ábyrgð) sem sammælst var um að þjóðin vildi nota sem sinn áttavita til framtíðar. Það er einmitt þessi vinna sem hún ætlar að halda áfram með og innleiða þessi gildi í samfélag okkar. Hún hefur unnið með fyrirtækjum að því að breyta áherslum þeirra frá því að vera eingöngu hagnaðardrifin í að vinna að markmiðum um hvernig fyrirtækið getur bætt líf starfsfólksins, lagt samfélaginu lið og skilað umhverfinu betra eða minnsta kosti ekki verra fyrir næstu kynslóðir. Aldrei áður hefur forsetaframbjóðandi boðið okkur svona skýrt upp á það hvað hann ætlar að gera í starfinu og hvernig við, þjóðin, munum njóta góðs af. Aldrei áður hef ég heyrt talað um að fara inn á Bessastaði með þessa vinnu í farteskinu og ákveðið hvernig eigi að halda áfram með mannlegri aðferðafræði, beinu samtali við þá sem skipta máli, samtali við þá sem ráða forsetann til starfsins, beint samtal við okkur þjóðina. Þessu einstaka tækifæri vil ég ekki missa af. Ég vil ekki missa af því að eiga forseta sem gerir hlutina öðruvísi og er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir til þess. Þess vegna hvet ég okkur öll til að vera framsækin eins og við erum fræg fyrir og kjósa nýja tegund af forseta, kjósa Höllu Tómasdóttur sem forseta. Höfundur er markþjálfi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun