Gerum það! Stefán Hilmarsson skrifar 1. júní 2024 11:01 Mér hefur gramist herferð Morgunblaðsins gegn framboði Höllu Hrundar á liðnum vikum. Í gær slógu þeir ekki slöku við; tveir uppslættir með neikvæðum formerkjum, ofan á annað undanfarið. Maður hefði ætlað að þeir sýndu háttvísi rétt fyrir kjördag. En svo var ekki. Þetta er formlega orðið að einskonar atlögu. Sómakennd virðist litla að finna meðal þeirra sem um þessi mál véla í Hádegismóum. Allt eru þetta óvægnar „smjörklípur“, úlfaldar gerðir úr mýflugum, misvísandi fyrirsagnir eða dylgjur um meint misferli. Þegar Halla Hrund var á dögunum gestur í viðtalsþætti blaðsins, Spursmálum, varð manni það raunar ljóst hvað vakti fyrir forvígsmönnum. Sá þáttur var frekar í ætt við aðför en viðtal, það blasir við þeim sem á horfa. Það sem Höllu Hrund hefur m.a. verið gefið af sök, er að hafa sýnt velvild í garð kollega í Argentínu, með viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf á sviði vistvænnar orkuframleiðslu. Jafnvel þótt frumkvæði hafi verið hennar, þá er langt seilst að teikna það upp sem afglöp að sýna vilja til að deila þekkingu okkar í þessum efnum, nokkuð sem ekki aðeins getur stuðlað að sjálfbærni og dregið úr mengun, heldur einnig opnað dyr fyrir íslenskt hug- og verkvit. Vert er að benda á, að Íslendingar hafa um árabil flutt út þekkingu á þessu sviði og á vegum hérlendra fyrirtækja starfa allmargir við virkjun á jarðvarma erlendis. Ekki er um að ræða kvaðir eða skuldbingu, heldur aðeins vilja til þekkingarmiðlunar, nokkuð sem oft hefur verið gert áður á ýmsum sviðum. Hvað skyldi það nú vera sem Halla Hrund hefur unnið sér til „saka“, sem verðskuldar slíka meðferð af hendi þessa miðils? Skyldi ástæðan vera sú að hún hefur vogað sér að tala máli almennings í orkumálum? Eða varað við sölu jarða og meðfylgjandi auðlinda úr landi? Eða goldið varhug við óheftu sjóeldi? Eða látið í ljós þá skoðun sína, að auðlindir ætti umfram allt að nýta með sjálfbærum hætti? Eða þá að best færi á því að þær yrðu áfram í eigu almennings? Svari hver fyrir sig. Okkur býðst nú tækifæri til að kjósa þessa greindu, vonglöðu og vel þenkjandi konu sem forseta. Gerum það! Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Mér hefur gramist herferð Morgunblaðsins gegn framboði Höllu Hrundar á liðnum vikum. Í gær slógu þeir ekki slöku við; tveir uppslættir með neikvæðum formerkjum, ofan á annað undanfarið. Maður hefði ætlað að þeir sýndu háttvísi rétt fyrir kjördag. En svo var ekki. Þetta er formlega orðið að einskonar atlögu. Sómakennd virðist litla að finna meðal þeirra sem um þessi mál véla í Hádegismóum. Allt eru þetta óvægnar „smjörklípur“, úlfaldar gerðir úr mýflugum, misvísandi fyrirsagnir eða dylgjur um meint misferli. Þegar Halla Hrund var á dögunum gestur í viðtalsþætti blaðsins, Spursmálum, varð manni það raunar ljóst hvað vakti fyrir forvígsmönnum. Sá þáttur var frekar í ætt við aðför en viðtal, það blasir við þeim sem á horfa. Það sem Höllu Hrund hefur m.a. verið gefið af sök, er að hafa sýnt velvild í garð kollega í Argentínu, með viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf á sviði vistvænnar orkuframleiðslu. Jafnvel þótt frumkvæði hafi verið hennar, þá er langt seilst að teikna það upp sem afglöp að sýna vilja til að deila þekkingu okkar í þessum efnum, nokkuð sem ekki aðeins getur stuðlað að sjálfbærni og dregið úr mengun, heldur einnig opnað dyr fyrir íslenskt hug- og verkvit. Vert er að benda á, að Íslendingar hafa um árabil flutt út þekkingu á þessu sviði og á vegum hérlendra fyrirtækja starfa allmargir við virkjun á jarðvarma erlendis. Ekki er um að ræða kvaðir eða skuldbingu, heldur aðeins vilja til þekkingarmiðlunar, nokkuð sem oft hefur verið gert áður á ýmsum sviðum. Hvað skyldi það nú vera sem Halla Hrund hefur unnið sér til „saka“, sem verðskuldar slíka meðferð af hendi þessa miðils? Skyldi ástæðan vera sú að hún hefur vogað sér að tala máli almennings í orkumálum? Eða varað við sölu jarða og meðfylgjandi auðlinda úr landi? Eða goldið varhug við óheftu sjóeldi? Eða látið í ljós þá skoðun sína, að auðlindir ætti umfram allt að nýta með sjálfbærum hætti? Eða þá að best færi á því að þær yrðu áfram í eigu almennings? Svari hver fyrir sig. Okkur býðst nú tækifæri til að kjósa þessa greindu, vonglöðu og vel þenkjandi konu sem forseta. Gerum það! Höfundur er tónlistarmaður
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun