Gerum það! Stefán Hilmarsson skrifar 1. júní 2024 11:01 Mér hefur gramist herferð Morgunblaðsins gegn framboði Höllu Hrundar á liðnum vikum. Í gær slógu þeir ekki slöku við; tveir uppslættir með neikvæðum formerkjum, ofan á annað undanfarið. Maður hefði ætlað að þeir sýndu háttvísi rétt fyrir kjördag. En svo var ekki. Þetta er formlega orðið að einskonar atlögu. Sómakennd virðist litla að finna meðal þeirra sem um þessi mál véla í Hádegismóum. Allt eru þetta óvægnar „smjörklípur“, úlfaldar gerðir úr mýflugum, misvísandi fyrirsagnir eða dylgjur um meint misferli. Þegar Halla Hrund var á dögunum gestur í viðtalsþætti blaðsins, Spursmálum, varð manni það raunar ljóst hvað vakti fyrir forvígsmönnum. Sá þáttur var frekar í ætt við aðför en viðtal, það blasir við þeim sem á horfa. Það sem Höllu Hrund hefur m.a. verið gefið af sök, er að hafa sýnt velvild í garð kollega í Argentínu, með viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf á sviði vistvænnar orkuframleiðslu. Jafnvel þótt frumkvæði hafi verið hennar, þá er langt seilst að teikna það upp sem afglöp að sýna vilja til að deila þekkingu okkar í þessum efnum, nokkuð sem ekki aðeins getur stuðlað að sjálfbærni og dregið úr mengun, heldur einnig opnað dyr fyrir íslenskt hug- og verkvit. Vert er að benda á, að Íslendingar hafa um árabil flutt út þekkingu á þessu sviði og á vegum hérlendra fyrirtækja starfa allmargir við virkjun á jarðvarma erlendis. Ekki er um að ræða kvaðir eða skuldbingu, heldur aðeins vilja til þekkingarmiðlunar, nokkuð sem oft hefur verið gert áður á ýmsum sviðum. Hvað skyldi það nú vera sem Halla Hrund hefur unnið sér til „saka“, sem verðskuldar slíka meðferð af hendi þessa miðils? Skyldi ástæðan vera sú að hún hefur vogað sér að tala máli almennings í orkumálum? Eða varað við sölu jarða og meðfylgjandi auðlinda úr landi? Eða goldið varhug við óheftu sjóeldi? Eða látið í ljós þá skoðun sína, að auðlindir ætti umfram allt að nýta með sjálfbærum hætti? Eða þá að best færi á því að þær yrðu áfram í eigu almennings? Svari hver fyrir sig. Okkur býðst nú tækifæri til að kjósa þessa greindu, vonglöðu og vel þenkjandi konu sem forseta. Gerum það! Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Mér hefur gramist herferð Morgunblaðsins gegn framboði Höllu Hrundar á liðnum vikum. Í gær slógu þeir ekki slöku við; tveir uppslættir með neikvæðum formerkjum, ofan á annað undanfarið. Maður hefði ætlað að þeir sýndu háttvísi rétt fyrir kjördag. En svo var ekki. Þetta er formlega orðið að einskonar atlögu. Sómakennd virðist litla að finna meðal þeirra sem um þessi mál véla í Hádegismóum. Allt eru þetta óvægnar „smjörklípur“, úlfaldar gerðir úr mýflugum, misvísandi fyrirsagnir eða dylgjur um meint misferli. Þegar Halla Hrund var á dögunum gestur í viðtalsþætti blaðsins, Spursmálum, varð manni það raunar ljóst hvað vakti fyrir forvígsmönnum. Sá þáttur var frekar í ætt við aðför en viðtal, það blasir við þeim sem á horfa. Það sem Höllu Hrund hefur m.a. verið gefið af sök, er að hafa sýnt velvild í garð kollega í Argentínu, með viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf á sviði vistvænnar orkuframleiðslu. Jafnvel þótt frumkvæði hafi verið hennar, þá er langt seilst að teikna það upp sem afglöp að sýna vilja til að deila þekkingu okkar í þessum efnum, nokkuð sem ekki aðeins getur stuðlað að sjálfbærni og dregið úr mengun, heldur einnig opnað dyr fyrir íslenskt hug- og verkvit. Vert er að benda á, að Íslendingar hafa um árabil flutt út þekkingu á þessu sviði og á vegum hérlendra fyrirtækja starfa allmargir við virkjun á jarðvarma erlendis. Ekki er um að ræða kvaðir eða skuldbingu, heldur aðeins vilja til þekkingarmiðlunar, nokkuð sem oft hefur verið gert áður á ýmsum sviðum. Hvað skyldi það nú vera sem Halla Hrund hefur unnið sér til „saka“, sem verðskuldar slíka meðferð af hendi þessa miðils? Skyldi ástæðan vera sú að hún hefur vogað sér að tala máli almennings í orkumálum? Eða varað við sölu jarða og meðfylgjandi auðlinda úr landi? Eða goldið varhug við óheftu sjóeldi? Eða látið í ljós þá skoðun sína, að auðlindir ætti umfram allt að nýta með sjálfbærum hætti? Eða þá að best færi á því að þær yrðu áfram í eigu almennings? Svari hver fyrir sig. Okkur býðst nú tækifæri til að kjósa þessa greindu, vonglöðu og vel þenkjandi konu sem forseta. Gerum það! Höfundur er tónlistarmaður
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun