„Erum á ákveðinni vegferð” Árni Gísli Magnússon skrifar 1. júní 2024 19:30 Arnór í leik gegn Stjörnunni Vísir/Pawel Arnór Smárason, hinn þaulreyndi fyrirliði ÍA, var kampakátur í viðtali eftir 3-2 útisigur gegn KA í 9. umferð bestu deildarinnar þar sem öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Arnór skoraði þriðja mark leiksins af vítapunktinum. „Bara liðsheildin hjá okkur. Mér fannst við sérstaklega í seinni hálfeik vera að þjást mjög vel, gerðum það sem lið, bæði þeir sem byrjuðu leikinn og svo þessi strákar sem komu inn í hann, allir voru að leggja sig 110% fram þannig það var liðsheildin sem að sannarlega skóp þennan sigur.” KA kemst yfir snemma leiks en ÍA jafnaði strax í næstu sókn. Fannst Arnóri eitthvað breytast við fyrsta mark leiksins? „Við sýnum mjög góðan karakter, gerum slæm mistök í fyrsta markinu, en svörum strax til baka og mér finnst það sýna ákveðinn karakter sem býr í þessu liði og við komumst inn í seinni hálfleikinn og vitum að KA er bara með gott lið, eru búnir að vera óheppnir í sumar og vissum að þeir myndu aðeins pressa á okkur og við þurftum að vera þéttir og vinna vel saman og við gerðum það svo sannarlega. Það er mjög sterkt að koma norður og taka þrjú stig þannig við erum ótrúlega sáttir.” ÍA er nýliði í efstu deid og liðið hefur sótt 13 stig úr fyrstu 9 leikjum tímabilsins og situr í 6. sæti. En eru meiri væntingar um góðan árangur hjá ÍA sem nýliðum en öðrum nýliðum vegna sögu félagsins? „Við þekkjum allir söguna og vitum allir hvar ég vil vera en við erum á ákveðinni vegferð og erum bara á leiðinni þangað sem við viljum vera og það eru allir að leggja sig gríðarlega vel fram og við erum að sigla í rétta átt saman og mér finnst það einkenna þennan hóp og þetta lið akkúrat núna og við erum eins liðsheild og það bara skilar sér í svona leikjum eins og í dag.” Er búinn að vera stígandi í liðinu? „Já klárlega og mér finnst við búnir að vera þokkalega solid í allt sumar. Auðvitað er þetta ekki alveg búið að detta með okkur hér og þar og er alveg búið að vera smá rót á liðinu, menn búnir að vera í banni og í meiðslum þannig bara stoltur af þeim sem hafa komið inn í þetta. Þetta eru skagamenn og margir spilað nokkur tímabil í Kára og taka skrefið upp í meistaraflokk og þetta er alveg svona leið sem við skagamenn viljum sjá. Sjáið bara Hilmar (Elís Hilmarsson) í dag, kemur inn í þetta, fyrsti leikur hans í efstu deild og stendur sig bara alveg eins og hetja. Ég get nefnt fleiri, Guffa (Guðfinn Þór Leósson) sem kemur inn í þetta og marga aðra en er mest stoltur af þessu.” Árni Salvar Heimisson stýrði fagnaðarlátum skagamanna á vellinum eftir leik fyrir framan stuðningsmenn liðsins og nýtti röddina til hins ítrasta áður en samherjar hans tóku undir og því ekki úr vegi að spurja hvort að Árni sé ekki með viskírödd það sem eftir lifi kvölds? „Árni Salvar er náttúrulega einstakur karakter og værum alveg til í að hafa fleiri Árna í okkar hóp en hann er orðinn vanur þessu, við unnum marga leiki í Lengjunni í fyrra og ætlum okkur bara að halda því afram.” Besta deild karla KA ÍA Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Sjá meira
„Bara liðsheildin hjá okkur. Mér fannst við sérstaklega í seinni hálfeik vera að þjást mjög vel, gerðum það sem lið, bæði þeir sem byrjuðu leikinn og svo þessi strákar sem komu inn í hann, allir voru að leggja sig 110% fram þannig það var liðsheildin sem að sannarlega skóp þennan sigur.” KA kemst yfir snemma leiks en ÍA jafnaði strax í næstu sókn. Fannst Arnóri eitthvað breytast við fyrsta mark leiksins? „Við sýnum mjög góðan karakter, gerum slæm mistök í fyrsta markinu, en svörum strax til baka og mér finnst það sýna ákveðinn karakter sem býr í þessu liði og við komumst inn í seinni hálfleikinn og vitum að KA er bara með gott lið, eru búnir að vera óheppnir í sumar og vissum að þeir myndu aðeins pressa á okkur og við þurftum að vera þéttir og vinna vel saman og við gerðum það svo sannarlega. Það er mjög sterkt að koma norður og taka þrjú stig þannig við erum ótrúlega sáttir.” ÍA er nýliði í efstu deid og liðið hefur sótt 13 stig úr fyrstu 9 leikjum tímabilsins og situr í 6. sæti. En eru meiri væntingar um góðan árangur hjá ÍA sem nýliðum en öðrum nýliðum vegna sögu félagsins? „Við þekkjum allir söguna og vitum allir hvar ég vil vera en við erum á ákveðinni vegferð og erum bara á leiðinni þangað sem við viljum vera og það eru allir að leggja sig gríðarlega vel fram og við erum að sigla í rétta átt saman og mér finnst það einkenna þennan hóp og þetta lið akkúrat núna og við erum eins liðsheild og það bara skilar sér í svona leikjum eins og í dag.” Er búinn að vera stígandi í liðinu? „Já klárlega og mér finnst við búnir að vera þokkalega solid í allt sumar. Auðvitað er þetta ekki alveg búið að detta með okkur hér og þar og er alveg búið að vera smá rót á liðinu, menn búnir að vera í banni og í meiðslum þannig bara stoltur af þeim sem hafa komið inn í þetta. Þetta eru skagamenn og margir spilað nokkur tímabil í Kára og taka skrefið upp í meistaraflokk og þetta er alveg svona leið sem við skagamenn viljum sjá. Sjáið bara Hilmar (Elís Hilmarsson) í dag, kemur inn í þetta, fyrsti leikur hans í efstu deild og stendur sig bara alveg eins og hetja. Ég get nefnt fleiri, Guffa (Guðfinn Þór Leósson) sem kemur inn í þetta og marga aðra en er mest stoltur af þessu.” Árni Salvar Heimisson stýrði fagnaðarlátum skagamanna á vellinum eftir leik fyrir framan stuðningsmenn liðsins og nýtti röddina til hins ítrasta áður en samherjar hans tóku undir og því ekki úr vegi að spurja hvort að Árni sé ekki með viskírödd það sem eftir lifi kvölds? „Árni Salvar er náttúrulega einstakur karakter og værum alveg til í að hafa fleiri Árna í okkar hóp en hann er orðinn vanur þessu, við unnum marga leiki í Lengjunni í fyrra og ætlum okkur bara að halda því afram.”
Besta deild karla KA ÍA Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Sjá meira