„Menn þurfa að gera sér grein fyrir að við erum í botnbaráttu, engu öðru“ Árni Gísli Magnússon skrifar 1. júní 2024 20:01 Hallgrímur hefur þó allavega náð smá lit í dag. Vísir/Anton Brink Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var langt frá því að vera sáttur með lið sitt eftir 3-2 tap gegn ÍA en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Hann var sérstaklega ósáttur með varnarleikinn en KA hefur fengið á sig flest mörk allra liða í deildinni eða 23 talsins. „Bara rosalega svekkjandi en byrjum leikinn og komumst yfir en svo gefum við þeim gjörsamlega mark beint sem er náttúrulega óþægilegt. Síðan er leikurinn bara ping pong og við förum inn í hálfleik í 3-2 og það er bara of mikið að fá á sig þrjú mörk á heimavelli og það er eitthvað sem við þurfum gjöra svo vel að gera okkur grein fyrir í KA að þú vinnur ekki fótboltaleiki með því að fá svona mörg mörk á þig og það er það sem við þurfum að vinna í allir sem einn.“ Það virtist margt fara úrskeiðis hjá KA eftir að þeir skora fyrsta mark leikins en Skagamenn jafna strax í næstu sókn og komast fljótlega yfir. „Kemur náttúrulega bara að varnarmaður ætlar að skalla til baka á markmann en skallar boltann beint fyrir sóknarmanninn sem skorar og það var bara högg, gerist svo sem ekkert meira en það, síðan eigum við hundrað prósent að fá víti í fyrri hálfleik þegar [Birgir Baldvinsson] kemst í boltann og er sparkaður niður og ekkert dæmt, að sama skapi lætur hann þá hafa víti fyrir nákvæmlega eins atriði hinu megin og það hefur bara mikil áhrif á leikinn.“ „Dómarinn hefur því miður bara misst af okkar atriði og það er ekki gott en hins vegar þurfum við að líta í eigin barm, við þurfum að sýna betri varnarleik, við erum að skapa fult af færum, við erum að skora mörk, en við fáum alltaf mörk á okkur.“ Það gekk lítið upp hjá KA á síðasta þriðjungi vallarins í síðari hálfleik þar sem m.a. margar slæmar fyrirgjafir komu úr góðum stöðum. „Það er eins og menn verða stressaðir og við áttum bara að gera betur í fyrirgjafastöðunum, það er bara hárrétt hjá þér.“ „Þetta er bara erfitt, við þurfum bara að sýna úr hverju við erum gerðir, þetta er ekki flókið, menn þurfa að gera sér grein fyrir að við erum í botnbaráttu, engu öðru, og nú þurfum við bara að bæta þá hluti sem við þurfum að gera betur og það er enginn að fara hjálpa okkur úr þessu, það erum bara við sjálfir og við þurfum að standa saman hérna í kringum liðið og allir strákarnir og við þurfum bara að rífa okkur upp varnarlega“, sagði Hallgrímur að lokum. Besta deild karla ÍA KA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
„Bara rosalega svekkjandi en byrjum leikinn og komumst yfir en svo gefum við þeim gjörsamlega mark beint sem er náttúrulega óþægilegt. Síðan er leikurinn bara ping pong og við förum inn í hálfleik í 3-2 og það er bara of mikið að fá á sig þrjú mörk á heimavelli og það er eitthvað sem við þurfum gjöra svo vel að gera okkur grein fyrir í KA að þú vinnur ekki fótboltaleiki með því að fá svona mörg mörk á þig og það er það sem við þurfum að vinna í allir sem einn.“ Það virtist margt fara úrskeiðis hjá KA eftir að þeir skora fyrsta mark leikins en Skagamenn jafna strax í næstu sókn og komast fljótlega yfir. „Kemur náttúrulega bara að varnarmaður ætlar að skalla til baka á markmann en skallar boltann beint fyrir sóknarmanninn sem skorar og það var bara högg, gerist svo sem ekkert meira en það, síðan eigum við hundrað prósent að fá víti í fyrri hálfleik þegar [Birgir Baldvinsson] kemst í boltann og er sparkaður niður og ekkert dæmt, að sama skapi lætur hann þá hafa víti fyrir nákvæmlega eins atriði hinu megin og það hefur bara mikil áhrif á leikinn.“ „Dómarinn hefur því miður bara misst af okkar atriði og það er ekki gott en hins vegar þurfum við að líta í eigin barm, við þurfum að sýna betri varnarleik, við erum að skapa fult af færum, við erum að skora mörk, en við fáum alltaf mörk á okkur.“ Það gekk lítið upp hjá KA á síðasta þriðjungi vallarins í síðari hálfleik þar sem m.a. margar slæmar fyrirgjafir komu úr góðum stöðum. „Það er eins og menn verða stressaðir og við áttum bara að gera betur í fyrirgjafastöðunum, það er bara hárrétt hjá þér.“ „Þetta er bara erfitt, við þurfum bara að sýna úr hverju við erum gerðir, þetta er ekki flókið, menn þurfa að gera sér grein fyrir að við erum í botnbaráttu, engu öðru, og nú þurfum við bara að bæta þá hluti sem við þurfum að gera betur og það er enginn að fara hjálpa okkur úr þessu, það erum bara við sjálfir og við þurfum að standa saman hérna í kringum liðið og allir strákarnir og við þurfum bara að rífa okkur upp varnarlega“, sagði Hallgrímur að lokum.
Besta deild karla ÍA KA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira