Emma Hayes vann fyrsta leikinn og Cloé Eyja skoraði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 12:41 Cloé Eyja Lacasse fagnar marki sínu sem var það fimmta hjá henni með A-landsliði Kanada. AP/Graham Hughes Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar vel undir stjórn Emmu Hayes og Cloé Eyja Lacasse var á skotskónum með kanadíska landsliðinu. Bandarísku stelpurnar unnu 4-0 sigur á Suður-Kóreu í fyrsta leik Hayes. Hayes gerði Chelsea að enskum meisturum í vetur en hætti með liðið eftir tímabilið. Hún fær það stóra verkefni að koma bandaríska landsliðinu aftur á toppinn og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað vel. Mallory Swanson skoraði í leiknum sitt fyrsta mark í fimmtán mánuði fyrir landsliðið en hún sleit hnéskeljarsin á síðasta ári og missti af HM 2023. The USWNT defeat Korea Republic 4-0 in Emma Hayes' first game in charge 🇺🇸 pic.twitter.com/oDNc8xLxfg— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Swanson opnaði markareikninginn á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Sophiu Smith. Hún skoraði einnig fjórða markið á 74. mínútu en þá eftir sendingu frá Rose Lavelle. Tvö mörk í frábærri endurkomu hennar. Miðvörðurinn Tierna Davidson skoraði einnig tvö mörk í leiknum og í bæði skiptin með skalla eftir hornspyrnu. Catarina Macario og Swanson lögðu upp mörk hennar, það fyrra á 38. mínútu og það síðasta á 48. mínútu. Liðin mætast aftur á þriðjudagskvöldið en Hayes mun í framhaldinu líklegast velja átján manna hóp fyrir Ólympíuleikana í París. Eftir það mun liðið síðan spila vináttulandsleiki við Mexíkó og Kosta Ríka í júlí. Mallory Swanson scores the first goal of the Emma Hayes era 🇺🇸Watch USA vs. Korea Republic on TNT, TruTV and Max 📺 pic.twitter.com/zkVYgBeWkK— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Hin kanadíska-íslenska Cloé Eyja Lacasse skoraði seinna mark Kanada í 2-0 sigri á Mexíkó. Þetta var hennar fimmta landsliðsmark fyrir Kanada. Lacasse kom inn á sem varamaður á 57. mínútu í stöðunni 0-0. Adriana Leon skoraði fyrra markið á 73. mínútu og Cloé það síðara á 86. mínútu. Hún slapp þá í gegn og skoraði af öryggi eins og sjá má hér fyrir neðan. Evelyne Viens, fyrrum leikmaður Íslendingaliðsins Kristianstad, lagði upp bæði mörkin. GOAL🍁🍁Cloé Lacasse doubles Canada's lead over Mexico with a patient finish after another perfect pass from Evelyne Viens🔴Watch the #CanWNT LIVE on OneSoccer pic.twitter.com/jp1qG60QCP— OneSoccer (@onesoccer) June 1, 2024 Bandaríski fótboltinn Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Bandarísku stelpurnar unnu 4-0 sigur á Suður-Kóreu í fyrsta leik Hayes. Hayes gerði Chelsea að enskum meisturum í vetur en hætti með liðið eftir tímabilið. Hún fær það stóra verkefni að koma bandaríska landsliðinu aftur á toppinn og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað vel. Mallory Swanson skoraði í leiknum sitt fyrsta mark í fimmtán mánuði fyrir landsliðið en hún sleit hnéskeljarsin á síðasta ári og missti af HM 2023. The USWNT defeat Korea Republic 4-0 in Emma Hayes' first game in charge 🇺🇸 pic.twitter.com/oDNc8xLxfg— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Swanson opnaði markareikninginn á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Sophiu Smith. Hún skoraði einnig fjórða markið á 74. mínútu en þá eftir sendingu frá Rose Lavelle. Tvö mörk í frábærri endurkomu hennar. Miðvörðurinn Tierna Davidson skoraði einnig tvö mörk í leiknum og í bæði skiptin með skalla eftir hornspyrnu. Catarina Macario og Swanson lögðu upp mörk hennar, það fyrra á 38. mínútu og það síðasta á 48. mínútu. Liðin mætast aftur á þriðjudagskvöldið en Hayes mun í framhaldinu líklegast velja átján manna hóp fyrir Ólympíuleikana í París. Eftir það mun liðið síðan spila vináttulandsleiki við Mexíkó og Kosta Ríka í júlí. Mallory Swanson scores the first goal of the Emma Hayes era 🇺🇸Watch USA vs. Korea Republic on TNT, TruTV and Max 📺 pic.twitter.com/zkVYgBeWkK— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Hin kanadíska-íslenska Cloé Eyja Lacasse skoraði seinna mark Kanada í 2-0 sigri á Mexíkó. Þetta var hennar fimmta landsliðsmark fyrir Kanada. Lacasse kom inn á sem varamaður á 57. mínútu í stöðunni 0-0. Adriana Leon skoraði fyrra markið á 73. mínútu og Cloé það síðara á 86. mínútu. Hún slapp þá í gegn og skoraði af öryggi eins og sjá má hér fyrir neðan. Evelyne Viens, fyrrum leikmaður Íslendingaliðsins Kristianstad, lagði upp bæði mörkin. GOAL🍁🍁Cloé Lacasse doubles Canada's lead over Mexico with a patient finish after another perfect pass from Evelyne Viens🔴Watch the #CanWNT LIVE on OneSoccer pic.twitter.com/jp1qG60QCP— OneSoccer (@onesoccer) June 1, 2024
Bandaríski fótboltinn Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira