Íslenski boltinn

Sjáðu Blikamörkin í Kórnum, Vestra skella Stjörnunni og markaflóðið í Víkinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blikar fagna í Kórnum.
Blikar fagna í Kórnum. vísir/diego

Fimmtán mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Bestu deild karla í fótbolta í gær.

Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Breiðablik vann öruggan sigur á HK, 0-2, í Kópavogsslagnum. Jason Daði Svanþórsson kom Blikum á bragðið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Ísak bætti svo öðru marki við í upphafi seinni hálfleiks.

Klippa: HK 0-2 Breiðablik

Víkingur lenti undir strax á 1. mínútu gegn Fylki en kom til baka og vann 5-2 sigur. Ari Sigurpálsson var í miklum ham í leiknum, skoraði eitt mark og lagði upp þrjú. Aron Elís Þrándarson, Erlingur Agnarsson, Helgi Guðjónsson og Karl Friðleifur Gunnarsson voru einnig á skotskónum á Íslands- og bikarmeisturunum.

Pálmi Rafn Arinbjörnsson (sjálfsmark) og Orri Sveinn Segatta skoruðu mörk Fylkismanna sem eru á botni deildarinnar.

Klippa: Víkingur 5-2 Fylkir

Þá vann Vestri góðan sigur á Stjörnunni á AVIS-vellinum í Laugardalnum, 4-2. Jeppe Gertsen, Johannes Selvén, Silas Dylan Songani og Toby King skoruðu mörk Ísfirðinga. Haukur Örn Brink skoraði bæði mörk Stjörnumanna sem hafa tapað tveimur leikjum í röð og fengið á sig níu mörk í þeim.

Klippa: Vestri 4-2 Stjarnan

Mörkin úr leikjum gærdagsins í Bestu deild karla má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×