Tryggvi Hrafn eftir sigur Vals í Frostaskjóli: „Þetta var hálfpartinn furðulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 21:30 Tryggvi Hrafn kemur sér í skotstöðu. Vísir/Anton Brink „Ég segi bara allt gott, þetta var hálfpartinn furðulegt. Það var 2-0 fyrir þeim eftir 5 mínútur en einhvern veginn endum við á að vera svekktir að vera ekki með meira en tveggja marka forystu í hálfleik,“ sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson eftir ótrúlegan sigur Vals á KR í Bestu deild karla í fótbolta. KR tók á móti Val í stórleik 10. umferðar Bestu deildarinnar. Heimamenn í KR komust 2-0 yfir strax í upphafi leiks en svo ekki söguna meir. Valur skoraði fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 2-4 í hálfleik. „Þeir eru betri í seinni hálfleik en auðvelda þetta fyrir okkur með því að fá rautt,“ sagði Tryggvi Hrafn um síðari hálfleikinn en Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR sá rautt og þar með var leiknum endanlega lokið, lokatölur í Frostaskjóli 3-5. Finnur Tómas sá rautt.Vísir/Anton Brink „Þeir skapa sér samt ekkert og við fáum færin þrátt fyrir að vera ekki að spila vel. Þeir eru síðan ofan á í baráttunni þrátt fyrir að vera manni færri. Við siglum þessu samt heim og ég er mjög sáttur með það.“ „Við vorum að fá fullt af sénsum, sérstaklega með því að fara á bakvið þá og þá töluvert vinstra megin hjá mér. Það er búið að ganga brösuglega í byrjun móts að skora svo ég vill ekki vera of frekur, tek tveimur mörkum og þremur stigum,“ sagði Skagamaðurinn en hann hefði hæglega getað skorað þrennu í kvöld. Þessi snerting hér endaði í netinu.Vísir/Anton Brink Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Jóhannsson voru ekki með Val í kvöld. Tryggvi Hrafn sagði að þar færu tveir af bestu leikmönnum deildarinnar en sigur kvöldsins hefði sýnt hversu mikilvægt það væri að vera með stóran, sterkan og breiðan hóp. „Þetta var engin flugaeldasýning spilalega séð. Við vorum góðir í skyndisóknum, þetta var mikið af löngum boltum og vinna seinni bolta. Eitthvað sem við þurfum að gera þegar við spilum á svona völlum. Við gerðum vel í dag, sóttum hratt á þá og skoruðum fimm.“ Mark í uppsiglingu.Vísir/Anton Brink „Völlurinn er allt í lagi en það er erfitt að reikna með hvert boltinn er að fara þegar hann á jörðinni, getur skoppað upp og því um líkt. Þetta er bara hluti af þessu, maður aðlagar sig að því hvernig völlurinn er. Það er spilaður öðruvísi bolti á grasi en gervigrasi,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum við Gunnlaug Jónsson. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Uppgjör og myndir: KR-Valur 3-5 | Vesturbæingar niðurlægðir í Frostaskjóli Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. 3. júní 2024 21:06 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Sjá meira
KR tók á móti Val í stórleik 10. umferðar Bestu deildarinnar. Heimamenn í KR komust 2-0 yfir strax í upphafi leiks en svo ekki söguna meir. Valur skoraði fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 2-4 í hálfleik. „Þeir eru betri í seinni hálfleik en auðvelda þetta fyrir okkur með því að fá rautt,“ sagði Tryggvi Hrafn um síðari hálfleikinn en Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR sá rautt og þar með var leiknum endanlega lokið, lokatölur í Frostaskjóli 3-5. Finnur Tómas sá rautt.Vísir/Anton Brink „Þeir skapa sér samt ekkert og við fáum færin þrátt fyrir að vera ekki að spila vel. Þeir eru síðan ofan á í baráttunni þrátt fyrir að vera manni færri. Við siglum þessu samt heim og ég er mjög sáttur með það.“ „Við vorum að fá fullt af sénsum, sérstaklega með því að fara á bakvið þá og þá töluvert vinstra megin hjá mér. Það er búið að ganga brösuglega í byrjun móts að skora svo ég vill ekki vera of frekur, tek tveimur mörkum og þremur stigum,“ sagði Skagamaðurinn en hann hefði hæglega getað skorað þrennu í kvöld. Þessi snerting hér endaði í netinu.Vísir/Anton Brink Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Jóhannsson voru ekki með Val í kvöld. Tryggvi Hrafn sagði að þar færu tveir af bestu leikmönnum deildarinnar en sigur kvöldsins hefði sýnt hversu mikilvægt það væri að vera með stóran, sterkan og breiðan hóp. „Þetta var engin flugaeldasýning spilalega séð. Við vorum góðir í skyndisóknum, þetta var mikið af löngum boltum og vinna seinni bolta. Eitthvað sem við þurfum að gera þegar við spilum á svona völlum. Við gerðum vel í dag, sóttum hratt á þá og skoruðum fimm.“ Mark í uppsiglingu.Vísir/Anton Brink „Völlurinn er allt í lagi en það er erfitt að reikna með hvert boltinn er að fara þegar hann á jörðinni, getur skoppað upp og því um líkt. Þetta er bara hluti af þessu, maður aðlagar sig að því hvernig völlurinn er. Það er spilaður öðruvísi bolti á grasi en gervigrasi,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum við Gunnlaug Jónsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Uppgjör og myndir: KR-Valur 3-5 | Vesturbæingar niðurlægðir í Frostaskjóli Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. 3. júní 2024 21:06 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Sjá meira
Uppgjör og myndir: KR-Valur 3-5 | Vesturbæingar niðurlægðir í Frostaskjóli Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. 3. júní 2024 21:06