Þýskur risi í samstarf við ACT4 um gerð Stóra Bróður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júní 2024 10:00 Skúli Sigurðsson höfundur bókarinnar og Ólafur Darri Ólafsson handritshöfundur og leikari. ACT4 Íslenska kvikmyndafyrirtækið ACT4 hefur gert samstarfssamning við þýska dreifingaraðilann ZDF Studios um þróun á sjónvarsþáttaröðinni Stóra Bróður. Þetta kemur fram í tilkynningu en Variety greindi fyrst frá. Þáttaröðin byggir á verðlaunabók Skúla Sigurðssonar. Ólafur Darri Ólafsson, leikari og einn af eigendum ACT4 leiðir handritagerð og þróun þáttanna. Fyrirtækið tryggði sér réttindi að skáldsögunni á síðasta ári. Skúli Sigurðsson vann íslensku glæpsagnaverðlaunin fyrir söguna og var tilnefndur til Glerlykilsins, skandinavísku glæpasagnaverðlaunanna. „Svona samstarf eru risastórar fréttir fyrir félagið okkar. ZDF Studios er svo stór og virtur aðili, svo þetta gerir okkur kleift að setja markið mjög hátt fyrir þetta verkefni,“ segir Jónas Margeir Ingólfsson, framkvæmdastjóri ACT4. Saga um hefnd og réttlæti Stóri Bróðir er saga um hefnd og réttlæti. Á hverju fullu tungli er maður laminn í klessu. Gerandinn virðist sá sami í hvert sinn, svartklædd manneskja sem hverfur út í nóttina líkt og draugur. Fórnarlömbin virðast handahófskennd í fyrstu en svo kemur í ljós að þau eru vandlega valin: kynferðisbrotamenn sem hafa komist undan refsingu. Blaðamaður tekst á við að leysa þessa dularfullu glæpi. Sagan er einnig sögð frá sjónarhorni árásarmannsins, sem lítur á sig sem fulltrúa réttlætis er útdeilir refsingu til kynferðisbrotamanna sem hafa sloppið við refsingu vegna brotalama í réttarkerfi nútímans. „Við erum spennt að vinna með ACT4 að aðlögun á frábærlega unninni skáldsögu Skúla Sigurðssonar. Persónurnar, hvernig frásögnin er sögð frá tveimur mismunandi sjónarhornum og hvernig spennan magnast eftir því sem söguþráðurinn þróast gerir þetta að gæsahúðar-hámhorfs senu,“ er haft eftir Yi Qiao, forstöðumanni leikins efnis hjá ZDF Studios. Ólafur Darri Ólafsson stýrir eins og áður segir handritahöfundarherbergi fyrir þáttaröðina. Í teyminu eru Aníta Briem, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Teitur Magnússon. „Sem glæpasaga er Stóri Bróðir spennuþrungin og brútal frásögn. En svo rís hún hærra því hún setur fram knýjandi spurningu fyrir okkur að kljást við: Réttarkerfið okkar hefur brugðist fórnarlömbum kynferðisbrota. Ef einhver tekur að sér að refsa kynferðisbrotamönnum á harkalegan hátt án dóms og laga, hvort myndum við standa með honum eða þeim sem reyna að handsama hann?“ spyr Ólafur Darri Ólafsson. Bíó og sjónvarp Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Þáttaröðin byggir á verðlaunabók Skúla Sigurðssonar. Ólafur Darri Ólafsson, leikari og einn af eigendum ACT4 leiðir handritagerð og þróun þáttanna. Fyrirtækið tryggði sér réttindi að skáldsögunni á síðasta ári. Skúli Sigurðsson vann íslensku glæpsagnaverðlaunin fyrir söguna og var tilnefndur til Glerlykilsins, skandinavísku glæpasagnaverðlaunanna. „Svona samstarf eru risastórar fréttir fyrir félagið okkar. ZDF Studios er svo stór og virtur aðili, svo þetta gerir okkur kleift að setja markið mjög hátt fyrir þetta verkefni,“ segir Jónas Margeir Ingólfsson, framkvæmdastjóri ACT4. Saga um hefnd og réttlæti Stóri Bróðir er saga um hefnd og réttlæti. Á hverju fullu tungli er maður laminn í klessu. Gerandinn virðist sá sami í hvert sinn, svartklædd manneskja sem hverfur út í nóttina líkt og draugur. Fórnarlömbin virðast handahófskennd í fyrstu en svo kemur í ljós að þau eru vandlega valin: kynferðisbrotamenn sem hafa komist undan refsingu. Blaðamaður tekst á við að leysa þessa dularfullu glæpi. Sagan er einnig sögð frá sjónarhorni árásarmannsins, sem lítur á sig sem fulltrúa réttlætis er útdeilir refsingu til kynferðisbrotamanna sem hafa sloppið við refsingu vegna brotalama í réttarkerfi nútímans. „Við erum spennt að vinna með ACT4 að aðlögun á frábærlega unninni skáldsögu Skúla Sigurðssonar. Persónurnar, hvernig frásögnin er sögð frá tveimur mismunandi sjónarhornum og hvernig spennan magnast eftir því sem söguþráðurinn þróast gerir þetta að gæsahúðar-hámhorfs senu,“ er haft eftir Yi Qiao, forstöðumanni leikins efnis hjá ZDF Studios. Ólafur Darri Ólafsson stýrir eins og áður segir handritahöfundarherbergi fyrir þáttaröðina. Í teyminu eru Aníta Briem, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Teitur Magnússon. „Sem glæpasaga er Stóri Bróðir spennuþrungin og brútal frásögn. En svo rís hún hærra því hún setur fram knýjandi spurningu fyrir okkur að kljást við: Réttarkerfið okkar hefur brugðist fórnarlömbum kynferðisbrota. Ef einhver tekur að sér að refsa kynferðisbrotamönnum á harkalegan hátt án dóms og laga, hvort myndum við standa með honum eða þeim sem reyna að handsama hann?“ spyr Ólafur Darri Ólafsson.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira