Leitaði ráða hjá Rio Ferdinand áður en hann tók flugið til Ísafjarðar Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2024 15:13 Toby King og Rio Ferdinand er nánir vinir í gegnum tengsl fjölskyldna sinna. King, sem leikur nú með Bestu deildar liði Vestra getur leitað hvenær sem er til Rio til að fá ráð varðandi sinn feril Vísir/Samsett mynd Það vakti gífurlega athygli þegar að Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins setti inn athugasemd við myndband sem að Besta deildin setti inn á Instagram af marki Toby King, leikmanns Vestra gegn Stjörnunni á dögunum. Ferdinand er náinn fjölskylduvinur Toby og hefur hann geta leitað ráða hjá honum í gegnum sinn feril í fótboltanum. „Hann er mjög náinn fjölskylduvinur. Ég hef þekkt hann síðan að ég var átta ára gamall,“ segir Toby King aðspurður um tengsl sín við Rio Ferdinand. „Hann hefur alltaf sýnt mér mikinn stuðning á mínum knattspyrnuferli. Er alltaf til í að gefa mér ráð. Hann á náttúrulega sjálfur að baki ansi magnaðan feril á toppi knattspyrnuheimsins. Ég gæti eiginlega ekki geta beðið um betri mann til þess að leita til.“ Þegar að Rio Ferdinand setti inn athugasemd við myndband Bestu deildarinnar af marki King fyrir Vestra gegn Stjörnunni um daginn tengdu einhverjir saman tvo og tvo. Þeir báðir hafa á einum tímapunkti síns ferils verið á mála hjá West Ham United en tenging þeirra er ekki tilkomin vegna félagsins. Rio Ferdinand náði hæstu hæðum á sínum atvinnumannaferli í fótbolta. Hér er hann með Englandsmeistaratitilinn sem leikmaður Manchester United á Old TraffordVísir/Getty „Það er bara tilviljun að við skyldum hefja okkar feril á svipuðum nótum hjá West Ham. Við þekkjumst bara í gegnum vinabönd fjölskyldna okkar. Þetta hefur ekkert að gera með West Ham en þó fránært að hann eigi sjálfur að baki farsælan feril og að ég geti leitað til hans.“ King hefur sjálfur þurft að ganga í gegnum krefjandi tíma þar sem að meiðsli hafa sett strik í reikninginn á hans ferli. Á þannig stundum hefur hann notið góðra ráða frá Rio. „Ég má hafa samband við hann hvenær sem ég vil og get alltaf treyst á að fá góð og ítarleg ráð frá honum til baka. Sama hvort um er að ræða aðstæður innan eða utan vallar. Hann gefur sér alltaf tíma til að hjálpa mér. Hann hefur hjálpað mér mikið á mínum ferli og ég að sjálfsögðu tek mark á því sem að hann segir. Rio hefur séð allt á sínum atvinnumannaferli og náði þvílíkum árangri. Það hjálpar mér gífurlega að geta leitað til hans.“° Það sé gulls ígildi að geta leitað til fyrrverandi atvinnumanns eins og Rio. „Það er fyndið að hugsa til þess. Rio er svo jarðbundinn einstaklingur að maður gleymir því stundum hversu háum tindum hann náði á sínum ferli. Það eru mikil forréttindi fyrir mig að geta fengið ráð frá honum varðandi minn feril.“ Toby gekk til liðs við Vestra í annað sinn á sínum ferli fyrir yfirstandandi tímabil. Hann var áður leikmaður félagsins tímabilið 2022. Eftir að hafa gengið í gegnum krefjandi meiðslatímabil fékk Toby ráð frá Rio áður en hann tók stökkið á nýjan leik til Vestra á Ísafirði. „Áður en ég hélt til Íslands aftur, í febrúar nánar tiltekið átti ég samtal við hann. Þá hafði ég gengið í gegnum heilt tímabil þjakaður af meiðslum. Hann gaf mér ráð varðandi alls konar hluti sem ég gæti gert til þess að halda mér heilum. Hlutir sem ég gæti gert í kringum æfingar til þess að geta komið mér aftur á þann stað sem að ég var á fyrir meiðslin.“ Vestri Besta deild karla Enski boltinn Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
„Hann er mjög náinn fjölskylduvinur. Ég hef þekkt hann síðan að ég var átta ára gamall,“ segir Toby King aðspurður um tengsl sín við Rio Ferdinand. „Hann hefur alltaf sýnt mér mikinn stuðning á mínum knattspyrnuferli. Er alltaf til í að gefa mér ráð. Hann á náttúrulega sjálfur að baki ansi magnaðan feril á toppi knattspyrnuheimsins. Ég gæti eiginlega ekki geta beðið um betri mann til þess að leita til.“ Þegar að Rio Ferdinand setti inn athugasemd við myndband Bestu deildarinnar af marki King fyrir Vestra gegn Stjörnunni um daginn tengdu einhverjir saman tvo og tvo. Þeir báðir hafa á einum tímapunkti síns ferils verið á mála hjá West Ham United en tenging þeirra er ekki tilkomin vegna félagsins. Rio Ferdinand náði hæstu hæðum á sínum atvinnumannaferli í fótbolta. Hér er hann með Englandsmeistaratitilinn sem leikmaður Manchester United á Old TraffordVísir/Getty „Það er bara tilviljun að við skyldum hefja okkar feril á svipuðum nótum hjá West Ham. Við þekkjumst bara í gegnum vinabönd fjölskyldna okkar. Þetta hefur ekkert að gera með West Ham en þó fránært að hann eigi sjálfur að baki farsælan feril og að ég geti leitað til hans.“ King hefur sjálfur þurft að ganga í gegnum krefjandi tíma þar sem að meiðsli hafa sett strik í reikninginn á hans ferli. Á þannig stundum hefur hann notið góðra ráða frá Rio. „Ég má hafa samband við hann hvenær sem ég vil og get alltaf treyst á að fá góð og ítarleg ráð frá honum til baka. Sama hvort um er að ræða aðstæður innan eða utan vallar. Hann gefur sér alltaf tíma til að hjálpa mér. Hann hefur hjálpað mér mikið á mínum ferli og ég að sjálfsögðu tek mark á því sem að hann segir. Rio hefur séð allt á sínum atvinnumannaferli og náði þvílíkum árangri. Það hjálpar mér gífurlega að geta leitað til hans.“° Það sé gulls ígildi að geta leitað til fyrrverandi atvinnumanns eins og Rio. „Það er fyndið að hugsa til þess. Rio er svo jarðbundinn einstaklingur að maður gleymir því stundum hversu háum tindum hann náði á sínum ferli. Það eru mikil forréttindi fyrir mig að geta fengið ráð frá honum varðandi minn feril.“ Toby gekk til liðs við Vestra í annað sinn á sínum ferli fyrir yfirstandandi tímabil. Hann var áður leikmaður félagsins tímabilið 2022. Eftir að hafa gengið í gegnum krefjandi meiðslatímabil fékk Toby ráð frá Rio áður en hann tók stökkið á nýjan leik til Vestra á Ísafirði. „Áður en ég hélt til Íslands aftur, í febrúar nánar tiltekið átti ég samtal við hann. Þá hafði ég gengið í gegnum heilt tímabil þjakaður af meiðslum. Hann gaf mér ráð varðandi alls konar hluti sem ég gæti gert til þess að halda mér heilum. Hlutir sem ég gæti gert í kringum æfingar til þess að geta komið mér aftur á þann stað sem að ég var á fyrir meiðslin.“
Vestri Besta deild karla Enski boltinn Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira