Hillur að verða tómar í Færeyjum og ekkert samkomulag í augsýn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 00:00 Verkfall, sem komið er á fjórðu viku, hefur haft mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga Getty Fjórða vika verkfalls fjögurra stéttarfélaga er hafin í Færeyjum, en sáttasemjari segir enn langt í land að samkomulag náist milli stéttarfélaga og atvinnurekenda. Verkfallið hefur mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga. Hillur í matvöruverslunum eru orðnar tómlegar og farið er að bera á eldssneytisskorti. Verkfallið hófst 11. maí síðastliðinn, þegar félagsmenn í Føroya arbeiðarafelagi, Havnar arbeiðarafelagi, Klaksvíkar arbeiðskvinnufelagi og Klaksvíkar arbeiðsmannafelagi lögðu niður allir niður störf. Mikilla áhrifa af verkfallinu er að gæta í færeysku samfélagi. Til dæmis hefur dagvistunarstofnunum verið lokað af því að ræstingarfólk er í verkfalli. Verslanir hafa stytt afgreiðslutíma og hillur þeirra orðnar tómlegar. Mikill eldsneytisskortur er í landinu. Sorphirðumenn hafa lagt niður störf og hefur rusl víða safnast í hauga. Engar laktósalausar vörur Verkfallið hefur leikið konu frá heimili á Eiði þar sem enginn þolir laktósa grátt. Laktósalausar vörur sem fjölskyldan hefur lagt í vana sinn að kaupa koma ekki lengur til landsins. Kringvarpið tók viðtal við konuna. Þá hefur borið á því að verslanir frysti ferskvörur, þíði frystivörur og selji sem slíkar. Slík vinnubrögð eru þó ekki leyfileg, að sögn starfsmanns heilbrigðiseftirlits Færeyja. Ríkissáttasemjari Færeyja, Terji Sigurðsson, sagði að of langt væri milli samningsaðila til að hægt væri að halda áfram með samningaviðræðurnar, í viðtali við Kringvarpið 30. maí síðastliðinn. Hann hefur þó boðað samningsaðila til fundar nú klukkan tíu í fyrramálið, að því er kemur fram í frétt Kringvarpsins klukkan fjögur í dag. Færeyjar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Verkfallið hófst 11. maí síðastliðinn, þegar félagsmenn í Føroya arbeiðarafelagi, Havnar arbeiðarafelagi, Klaksvíkar arbeiðskvinnufelagi og Klaksvíkar arbeiðsmannafelagi lögðu niður allir niður störf. Mikilla áhrifa af verkfallinu er að gæta í færeysku samfélagi. Til dæmis hefur dagvistunarstofnunum verið lokað af því að ræstingarfólk er í verkfalli. Verslanir hafa stytt afgreiðslutíma og hillur þeirra orðnar tómlegar. Mikill eldsneytisskortur er í landinu. Sorphirðumenn hafa lagt niður störf og hefur rusl víða safnast í hauga. Engar laktósalausar vörur Verkfallið hefur leikið konu frá heimili á Eiði þar sem enginn þolir laktósa grátt. Laktósalausar vörur sem fjölskyldan hefur lagt í vana sinn að kaupa koma ekki lengur til landsins. Kringvarpið tók viðtal við konuna. Þá hefur borið á því að verslanir frysti ferskvörur, þíði frystivörur og selji sem slíkar. Slík vinnubrögð eru þó ekki leyfileg, að sögn starfsmanns heilbrigðiseftirlits Færeyja. Ríkissáttasemjari Færeyja, Terji Sigurðsson, sagði að of langt væri milli samningsaðila til að hægt væri að halda áfram með samningaviðræðurnar, í viðtali við Kringvarpið 30. maí síðastliðinn. Hann hefur þó boðað samningsaðila til fundar nú klukkan tíu í fyrramálið, að því er kemur fram í frétt Kringvarpsins klukkan fjögur í dag.
Færeyjar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira