Hillur að verða tómar í Færeyjum og ekkert samkomulag í augsýn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 00:00 Verkfall, sem komið er á fjórðu viku, hefur haft mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga Getty Fjórða vika verkfalls fjögurra stéttarfélaga er hafin í Færeyjum, en sáttasemjari segir enn langt í land að samkomulag náist milli stéttarfélaga og atvinnurekenda. Verkfallið hefur mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga. Hillur í matvöruverslunum eru orðnar tómlegar og farið er að bera á eldssneytisskorti. Verkfallið hófst 11. maí síðastliðinn, þegar félagsmenn í Føroya arbeiðarafelagi, Havnar arbeiðarafelagi, Klaksvíkar arbeiðskvinnufelagi og Klaksvíkar arbeiðsmannafelagi lögðu niður allir niður störf. Mikilla áhrifa af verkfallinu er að gæta í færeysku samfélagi. Til dæmis hefur dagvistunarstofnunum verið lokað af því að ræstingarfólk er í verkfalli. Verslanir hafa stytt afgreiðslutíma og hillur þeirra orðnar tómlegar. Mikill eldsneytisskortur er í landinu. Sorphirðumenn hafa lagt niður störf og hefur rusl víða safnast í hauga. Engar laktósalausar vörur Verkfallið hefur leikið konu frá heimili á Eiði þar sem enginn þolir laktósa grátt. Laktósalausar vörur sem fjölskyldan hefur lagt í vana sinn að kaupa koma ekki lengur til landsins. Kringvarpið tók viðtal við konuna. Þá hefur borið á því að verslanir frysti ferskvörur, þíði frystivörur og selji sem slíkar. Slík vinnubrögð eru þó ekki leyfileg, að sögn starfsmanns heilbrigðiseftirlits Færeyja. Ríkissáttasemjari Færeyja, Terji Sigurðsson, sagði að of langt væri milli samningsaðila til að hægt væri að halda áfram með samningaviðræðurnar, í viðtali við Kringvarpið 30. maí síðastliðinn. Hann hefur þó boðað samningsaðila til fundar nú klukkan tíu í fyrramálið, að því er kemur fram í frétt Kringvarpsins klukkan fjögur í dag. Færeyjar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Verkfallið hófst 11. maí síðastliðinn, þegar félagsmenn í Føroya arbeiðarafelagi, Havnar arbeiðarafelagi, Klaksvíkar arbeiðskvinnufelagi og Klaksvíkar arbeiðsmannafelagi lögðu niður allir niður störf. Mikilla áhrifa af verkfallinu er að gæta í færeysku samfélagi. Til dæmis hefur dagvistunarstofnunum verið lokað af því að ræstingarfólk er í verkfalli. Verslanir hafa stytt afgreiðslutíma og hillur þeirra orðnar tómlegar. Mikill eldsneytisskortur er í landinu. Sorphirðumenn hafa lagt niður störf og hefur rusl víða safnast í hauga. Engar laktósalausar vörur Verkfallið hefur leikið konu frá heimili á Eiði þar sem enginn þolir laktósa grátt. Laktósalausar vörur sem fjölskyldan hefur lagt í vana sinn að kaupa koma ekki lengur til landsins. Kringvarpið tók viðtal við konuna. Þá hefur borið á því að verslanir frysti ferskvörur, þíði frystivörur og selji sem slíkar. Slík vinnubrögð eru þó ekki leyfileg, að sögn starfsmanns heilbrigðiseftirlits Færeyja. Ríkissáttasemjari Færeyja, Terji Sigurðsson, sagði að of langt væri milli samningsaðila til að hægt væri að halda áfram með samningaviðræðurnar, í viðtali við Kringvarpið 30. maí síðastliðinn. Hann hefur þó boðað samningsaðila til fundar nú klukkan tíu í fyrramálið, að því er kemur fram í frétt Kringvarpsins klukkan fjögur í dag.
Færeyjar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira