Hvar er Conor McGregor? | „Vil ekki vera boðberi slæmra frétta“ Aron Guðmundsson skrifar 5. júní 2024 13:31 Bardagi Conor McGregor við Michael Chandler á að marka endurkomu hans í bardagabúrið. Vísir/Getty Lítið hefur sést til írska vélbyssukjaftsins Conor McGregor, bardagakappa UFC, undanfarna daga og þykir það mjög svo óvenjulegt. Sér í lagi þar sem að aðeins nokkrar vikur eru í endurkomu hans í bardagabúrið. Blaðamannafundi hans og verðandi andstæðings hans í búrinu, Michael Chandler var aflýst með mjög svo skömmum fyrirvara í upphafi vikunnar og hafa miklar getgátur farið af stað um ástæðu þess. Flestar þeirra beinast að hinum skrautlega Conor McGregor. Málið, fjarvera Conor McGregor, var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Good Guy/Bad Guy en þangað voru mættir Daniel Cormier og Chael Sonnen, báðir þekkt nöfn og fyrrverandi bardagakappar í sögu UFC. McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirra undir lok júnímánaðarVísir Einhverjir hafa fleygt því fram að blaðamannafundi McGregor og Chandler hafi verið aflýst vegna þess að McGregor sé að glíma við smávægileg meiðsli og að UFC sé að leita að öðrum andstæðingi fyrir Chandler. Sonnen telur þetta hins vegar ekki vera stöðuna. McGregor hafi kúplað sig frá öllum fjölmiðlaviðburðum fyrir bardagann vegna þess að hann vill einbeita sér að undirbúningi fyrir bardagann. Bardagi McGregor við Chandler markar endurkomu þess írska í búrið en hann barðist síðast í júlí árið 2021 gegn Dustin Poirier. Sá bardagi fór ekki vel fyrir McGregor sem fótbrotnaði. Óhætt er að segja að McGregor sé stærsta nafn UFC frá upphafi og því töluvert sem er undir í bardaganum fyrir UFC. „Ég trúi ekki þeim orðrómum sem hafa verið á kreiki undanfarið,“ sagði Sonnen í Good Guy/Bad Guy. „Ég held að kannski í fyrsta sinn á sínum ferli sé McGregor með fulla einbeitingu á bardaganum framundan. Með því á ég við að hann er farinn að segja nei við fullt af hlutum. Það var ekki bara blaðamannafundinum sem var aflýst. Heldur einnig öllum fjölmiðlaviðburðum Conor McGregor. Það fær mig til þess að halda að Írinn sé mjög einbeittur.“ Hefur áhyggjur Daniel Cormier, sem háð hefur marga bardagana hjá UFC, er ekki á sama máli og Sonnen. Cormier hefur áhyggjur af komandi bardaga milli McGregor og Chandler og hvort að hann muni yfir höfuð eiga sér stað. „Ég vil ekki vera boðberi slæmra frétta en ég get sagt ykkur svolítið um UFC. Dana White, forseti sambandsins, á ekki erfitt með það að öskra og vera leiðinlegur við blaðamenn og hann á ekki erfitt með að valda fjölmiðlum vonbrigðum.“ „Hins vegar er Dana White ekki hrifinn af því að bregðast stuðningsmönnum og áhugafólki um UFC. Þegar að blaðamannafundinum var aflýst sá maður stuðningsfólk UFC verða reitt á samfélagsmiðlum. Það eru vonbrigði fyrir White. Ég hef haft samband við marga innan UFC og reynt að komast að því hvað er að eiga sér stað. Þar halda allir spilunum þétt að sér. Það segir mér að fólk sé áhyggjufullt.“ UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport. MMA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
Málið, fjarvera Conor McGregor, var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Good Guy/Bad Guy en þangað voru mættir Daniel Cormier og Chael Sonnen, báðir þekkt nöfn og fyrrverandi bardagakappar í sögu UFC. McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirra undir lok júnímánaðarVísir Einhverjir hafa fleygt því fram að blaðamannafundi McGregor og Chandler hafi verið aflýst vegna þess að McGregor sé að glíma við smávægileg meiðsli og að UFC sé að leita að öðrum andstæðingi fyrir Chandler. Sonnen telur þetta hins vegar ekki vera stöðuna. McGregor hafi kúplað sig frá öllum fjölmiðlaviðburðum fyrir bardagann vegna þess að hann vill einbeita sér að undirbúningi fyrir bardagann. Bardagi McGregor við Chandler markar endurkomu þess írska í búrið en hann barðist síðast í júlí árið 2021 gegn Dustin Poirier. Sá bardagi fór ekki vel fyrir McGregor sem fótbrotnaði. Óhætt er að segja að McGregor sé stærsta nafn UFC frá upphafi og því töluvert sem er undir í bardaganum fyrir UFC. „Ég trúi ekki þeim orðrómum sem hafa verið á kreiki undanfarið,“ sagði Sonnen í Good Guy/Bad Guy. „Ég held að kannski í fyrsta sinn á sínum ferli sé McGregor með fulla einbeitingu á bardaganum framundan. Með því á ég við að hann er farinn að segja nei við fullt af hlutum. Það var ekki bara blaðamannafundinum sem var aflýst. Heldur einnig öllum fjölmiðlaviðburðum Conor McGregor. Það fær mig til þess að halda að Írinn sé mjög einbeittur.“ Hefur áhyggjur Daniel Cormier, sem háð hefur marga bardagana hjá UFC, er ekki á sama máli og Sonnen. Cormier hefur áhyggjur af komandi bardaga milli McGregor og Chandler og hvort að hann muni yfir höfuð eiga sér stað. „Ég vil ekki vera boðberi slæmra frétta en ég get sagt ykkur svolítið um UFC. Dana White, forseti sambandsins, á ekki erfitt með það að öskra og vera leiðinlegur við blaðamenn og hann á ekki erfitt með að valda fjölmiðlum vonbrigðum.“ „Hins vegar er Dana White ekki hrifinn af því að bregðast stuðningsmönnum og áhugafólki um UFC. Þegar að blaðamannafundinum var aflýst sá maður stuðningsfólk UFC verða reitt á samfélagsmiðlum. Það eru vonbrigði fyrir White. Ég hef haft samband við marga innan UFC og reynt að komast að því hvað er að eiga sér stað. Þar halda allir spilunum þétt að sér. Það segir mér að fólk sé áhyggjufullt.“ UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
MMA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira