Varar við þenslu á byggingamarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. júní 2024 14:01 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir hagkerfið að kólna en á meðan sé byggingageirinn í örum vexti. Það geti reynst hættulegt fyrir geirann í slíku ástandi. Vísir/Berghildur Þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu er verðbólga ekki að láta undan að sögn Seðlabankastjóra. Og það þrátt fyrir að stýrivaxtahækkanir bankans hafi sérstaklega verið beint að henni. Hann segir byggingariðnað í miklum vexti sem geti reynst varasamt á meðan hagkerfið kólnar. Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum.Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig. Vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Fjármálastöðugleikanefndar frá því í morgun. Hætta á meiri erfiðleikumhjaðni verðbólga ekki Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir að háum stýrivöxtum sé beint að verðbólgunni sé hún ekki að láta undan. „Við munum lækka vexti um leið og verðbólga gengur niður. Síðasta verðbólgumæling var ekki nógu góð og verðbólgan jókst aðeins. Við sjáum hvernig þróunin verður í sumar. Auðvitað væri heppilegast að verðbólga væri að ganga niður samfara því sem hagkerfið kólnar, það er það sem við viljum sjá. Vonandi fer þetta að ganga í takt. Ef ekki þá getur það þýtt aðeins meiri erfiðleika,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur síðustu kjarasamninga skýra aukna verðbólgu. „Það var verið að skrifa undir nýja kjarasamninga. Við óttuðumst að þegar launahækkanir kæmu inn samfara þeim myndi það auka verðbólgu. Og það mögulega hefur komið fram í síðust mælingu En við bindum vonir við að við séum að ná þessu niður,“ segir Ásgeir. Varar við þenslu á byggingamarkaði Þrátt fyrir að sérfræðingar HMS hafi sagt í síðustu viku að uppbygging húsnæðis væri ekki að uppfylla fyrirliggjandi þörf segir Ásgeir byggingageirann ein af fáum atvinnugreinum sem sé að vaxa hratt um þessar mundir og jafnvel of hratt. „Það hefur verið of lítið byggt síðustu tíu til fimmtán ár. Við sjáum hins vegar byggingageirann núna í örum vexti. Einu fyrirtækin sem eru að sækja um lán hjá fjármálastofnunum eru byggingafyrirtæki og fasteignafélög. Við sjáum líka að fólki í byggingariðnaði er að fjölga. Þannig að við sjáum að byggingageirinn er á fullum krafti og í miklum vexti. Það er alltaf þessi hætta sem byggingageirinn stendur frammi fyrir því ef það byrjar að hægja á öllu öðru og allir aðrir geirar að fara í vörn þá getur verið hættulegt fyrir byggingageirann að hlaupa einn fram eins og mögulega er verið að gera,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Byggingariðnaður Efnahagsmál Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum.Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig. Vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Fjármálastöðugleikanefndar frá því í morgun. Hætta á meiri erfiðleikumhjaðni verðbólga ekki Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir að háum stýrivöxtum sé beint að verðbólgunni sé hún ekki að láta undan. „Við munum lækka vexti um leið og verðbólga gengur niður. Síðasta verðbólgumæling var ekki nógu góð og verðbólgan jókst aðeins. Við sjáum hvernig þróunin verður í sumar. Auðvitað væri heppilegast að verðbólga væri að ganga niður samfara því sem hagkerfið kólnar, það er það sem við viljum sjá. Vonandi fer þetta að ganga í takt. Ef ekki þá getur það þýtt aðeins meiri erfiðleika,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur síðustu kjarasamninga skýra aukna verðbólgu. „Það var verið að skrifa undir nýja kjarasamninga. Við óttuðumst að þegar launahækkanir kæmu inn samfara þeim myndi það auka verðbólgu. Og það mögulega hefur komið fram í síðust mælingu En við bindum vonir við að við séum að ná þessu niður,“ segir Ásgeir. Varar við þenslu á byggingamarkaði Þrátt fyrir að sérfræðingar HMS hafi sagt í síðustu viku að uppbygging húsnæðis væri ekki að uppfylla fyrirliggjandi þörf segir Ásgeir byggingageirann ein af fáum atvinnugreinum sem sé að vaxa hratt um þessar mundir og jafnvel of hratt. „Það hefur verið of lítið byggt síðustu tíu til fimmtán ár. Við sjáum hins vegar byggingageirann núna í örum vexti. Einu fyrirtækin sem eru að sækja um lán hjá fjármálastofnunum eru byggingafyrirtæki og fasteignafélög. Við sjáum líka að fólki í byggingariðnaði er að fjölga. Þannig að við sjáum að byggingageirinn er á fullum krafti og í miklum vexti. Það er alltaf þessi hætta sem byggingageirinn stendur frammi fyrir því ef það byrjar að hægja á öllu öðru og allir aðrir geirar að fara í vörn þá getur verið hættulegt fyrir byggingageirann að hlaupa einn fram eins og mögulega er verið að gera,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Byggingariðnaður Efnahagsmál Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira