„Að fara í slag við þessa risa er nánast ómögulegt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. júní 2024 13:02 Bergdís Björk Bæringsdóttir, sérfræðingur í teymi efnamála hjá Umhverfisstofnun, segir erfitt að höfða mál gegn verslunarrisum á borð við Temu vegna þess að þau hafa ekki endilega aðsetur, höfuðstöðvar eða málsvara innan ESB. AP/Aðsend Umhverfisstofnun hefur lagt fram lista yfir vöruflokka sem stofnunin ráðleggur neytendum að forðast að versla á verslunarrisanum Temu. Í þeim geti leynst skaðleg efni sem ógni öryggi neytenda. Þar á meðal eru vörur fyrir börn, textílvörur og raftæki. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir stofnunina lítið geta gert. Úttektina má finna í heild sinni á vef umhverfisstofnunar, en þar segir að vörur í eftirfarandi vöruflokkum eigi það sameiginlegt að líklegt er að þær innihaldi skaðleg efni og ógni öryggi neytenda. Því gildi um þær sérstök lög innan evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem líklegt sé að séu ekki uppfyllt í netverslunum utan álfunnar. Bergdís Björk Bæringsdóttir, sérfræðingur í teymi efnamála hjá Umhverfisstofnun, ræddi við fréttastofu um málið. Hún segir að vegna þess hve stór verslunarrisinn Temu sé geti stofnunin lítið gert til þess að stöðva hann. „Hendurnar okkar eru svo bundnar. Við erum í eftirliti og fylgjumst mikið með verslunum sem eru hér á landi og innan Evrópu. Og að fara í slag við þessa risa er nánast ómögulegt,“ segir Bergdís. Þau reyni því að fara hina leiðina með því að fræða, svo fólk geti sjálft metið og ákveðið hvort það treysti sér til að skipta við þær verslanir. Aðstæður við framleiðslu ókunnar Aðspurð hvort tilkoma Temu og annarra netverslana hér á landi sé skref til baka í loftslagsbaráttunni segir Bergdís svo vera. „Bæði því þetta hefur umhverfisáhrif, kemur langar leiðir og það er alls konar framleiðsla,“ segir Bergdís. „Og eins og fólk hefur verið að benda á vitum við ekki við hvaða aðstæður þetta [vörurnar] er búið til, við vitum ekki hvernig framleiðslan er eða hver er að vinna við þetta. Þetta er rosalega óljóst í öllu ferlinu. Maður er svolítið leiður yfir stöðunni.“ Bergdís segir óskandi að yfirvöld myndu grípa inn í en erfitt sé að eiga við verslanir af þessu tagi. „Eins og er, eru þessi fyrirtæki ekki með aðsetur, höfuðstöðvar eða málsvara innan ESB, þannig að við getum ekki höfðað mál gagnvart þeim,“ segir Bergdís. Séu þau beðin um að fjarlægja eitthvað af síðunni sinni velti á hentisemi hvort þau geri það. Fjöldi vara innihaldi skaðleg efni Vörur fyrir börn er einn nokkurra vöruflokka sem stofnunin ráðleggur fólki frá að versla á umræddum verslunarrisum. Fram kemur að mesta efnaáhættan sé í mjúkum plastleikföngum og rafmagnsleikföngum en í þeim sé algengt að finnist hormónaraskandi efni og þungmálmar í of miklu magni. Vísað er í rannsókn sem samtök leikfangaframleiðenda í Evrópu lét framkvæma á leikföngum keyptum á Temu. „Ekkert þeirra uppfyllti að fullu kröfur Evrópusambandsins um öryggi og efnainnihald slíkra vara. 18 af 19 leikföngum sem prófuð voru sýndu fram á verulega hættu fyrir börn sem leika með þau, m.a. hættu á skurði, kyrkingu og stungu, köfnunarhættu og efnahættu,“ segir í úttektinni. Þá segir að eitt slímsett hafi innihaldið ellefu sinnum meira bór en leyfilegt sé í leikföngum samkvæmt Evrópuregluverki. Hátt magn bórs geti framkallað ælu, niðurgang, útbrot og mikinn höfuðverk auk þess sem það geti valdið skaða á fóstri í móðurkviði. Samkvæmt þessu ættu þessi leikföng að vera bönnuð á evrópska efnahagssvæðinu. Neytendur forðist alfarið snyrtivörur Í úttektinni segir að neytendur ættu alfarið að forðast kaup á snyrti og hreinlætisvörum frá Temu, þar sem þær komast í beina snertingu við húðina og eru í einhverjum tilfellum innbyrtar, til að mynda þær sem bornar eru á varirnar. Samkvæmt rannsókn sem ítölsku neytendasamtökin framkvæmdu á þrettán snyrtivörum á Temu voru níu með ófullnægjandi eða engan lista yfir innihaldefni. Innan EES svæðisins er skylda að hafa innihaldslista efna á umbúðum snyrtivara í lækkandi styrk eins og þekkist hjá matvælum. „Þetta þýðir að vörurnar geta innihaldið skaðleg eða jafnvel ólögleg efni án þess að neytendur hafir nokkurn möguleika á að vita það.“ Sama sagan með föt og á Shein Eldhúsáhöld og raftæki eru að auki vöruflokkar sem neytendum er mælt gegn því að versla. „Við vitum ekki með vissu hvort eldhúsáhöld og aðrar vörur sem ætlaðar eru til matargerðar frá Temu standist fyrrnefndar kröfur um efnainnihald og því er öruggast að sleppa kaupum á þeim.“ Á heimasíðu Temu sé ekki hægt að ganga úr skugga um hvort raf- og rafeindatæki uppfylli evrópskar öryggiskröfur sem lágmarka hættu á bruna og raflosti eða hvort þau innihaldi ólögleg skaðleg efni á borð við blý, króm eða kvikasilfur. Niðurstöður samnorræns eftirlitsverkefni á vörum sem seldar eru á hinum ýmsu netverslunum og var framkvæmt árið 2020 leiddu í ljós að flestu frávikin frá efnalöggjöfinni voru vegna raftækja eða 57% frávika og í öðru sæti voru leikföng með 23% frávika. Textíll er enn einn vöruflokkurinn sem neytendum er ráðlagt að versla ekki á Temu og sambærilegum síðum. „Yfirleitt eru ódýr og léleg hráefni notuð í textíl eins og fatnað og rúmföt frá netverslunum utan EES, einkum þeirra sem eru með gyllitilboð. Fundist hafa skaðleg efni í miklu magni í fötum frá Shein, til að mynda blý og þalöt. Þessi efni eru takmörkuð eða bönnuð í textíl innan EES og myndu því ekki vera lögleg í sölu hér á landi,“ segir í úttektinni. Þá eru neytendur hvattir til að vera gagnrýnir á textíl frá netverslunum þar sem lágt verð sé oft tengt við léleg hráefni,“ segir í úttektinni. Loks hvetur stofnunin til meðvitaðra innkaupa, þar sem kaup á óþarfa er sleppt verndum við náttúruna. „Stuðlum að betri heilsu og vellíðan okkar og annarra og búum betur í haginn fyrir komandi kynslóðir.“ Verslun Umhverfismál Tengdar fréttir Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Úttektina má finna í heild sinni á vef umhverfisstofnunar, en þar segir að vörur í eftirfarandi vöruflokkum eigi það sameiginlegt að líklegt er að þær innihaldi skaðleg efni og ógni öryggi neytenda. Því gildi um þær sérstök lög innan evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem líklegt sé að séu ekki uppfyllt í netverslunum utan álfunnar. Bergdís Björk Bæringsdóttir, sérfræðingur í teymi efnamála hjá Umhverfisstofnun, ræddi við fréttastofu um málið. Hún segir að vegna þess hve stór verslunarrisinn Temu sé geti stofnunin lítið gert til þess að stöðva hann. „Hendurnar okkar eru svo bundnar. Við erum í eftirliti og fylgjumst mikið með verslunum sem eru hér á landi og innan Evrópu. Og að fara í slag við þessa risa er nánast ómögulegt,“ segir Bergdís. Þau reyni því að fara hina leiðina með því að fræða, svo fólk geti sjálft metið og ákveðið hvort það treysti sér til að skipta við þær verslanir. Aðstæður við framleiðslu ókunnar Aðspurð hvort tilkoma Temu og annarra netverslana hér á landi sé skref til baka í loftslagsbaráttunni segir Bergdís svo vera. „Bæði því þetta hefur umhverfisáhrif, kemur langar leiðir og það er alls konar framleiðsla,“ segir Bergdís. „Og eins og fólk hefur verið að benda á vitum við ekki við hvaða aðstæður þetta [vörurnar] er búið til, við vitum ekki hvernig framleiðslan er eða hver er að vinna við þetta. Þetta er rosalega óljóst í öllu ferlinu. Maður er svolítið leiður yfir stöðunni.“ Bergdís segir óskandi að yfirvöld myndu grípa inn í en erfitt sé að eiga við verslanir af þessu tagi. „Eins og er, eru þessi fyrirtæki ekki með aðsetur, höfuðstöðvar eða málsvara innan ESB, þannig að við getum ekki höfðað mál gagnvart þeim,“ segir Bergdís. Séu þau beðin um að fjarlægja eitthvað af síðunni sinni velti á hentisemi hvort þau geri það. Fjöldi vara innihaldi skaðleg efni Vörur fyrir börn er einn nokkurra vöruflokka sem stofnunin ráðleggur fólki frá að versla á umræddum verslunarrisum. Fram kemur að mesta efnaáhættan sé í mjúkum plastleikföngum og rafmagnsleikföngum en í þeim sé algengt að finnist hormónaraskandi efni og þungmálmar í of miklu magni. Vísað er í rannsókn sem samtök leikfangaframleiðenda í Evrópu lét framkvæma á leikföngum keyptum á Temu. „Ekkert þeirra uppfyllti að fullu kröfur Evrópusambandsins um öryggi og efnainnihald slíkra vara. 18 af 19 leikföngum sem prófuð voru sýndu fram á verulega hættu fyrir börn sem leika með þau, m.a. hættu á skurði, kyrkingu og stungu, köfnunarhættu og efnahættu,“ segir í úttektinni. Þá segir að eitt slímsett hafi innihaldið ellefu sinnum meira bór en leyfilegt sé í leikföngum samkvæmt Evrópuregluverki. Hátt magn bórs geti framkallað ælu, niðurgang, útbrot og mikinn höfuðverk auk þess sem það geti valdið skaða á fóstri í móðurkviði. Samkvæmt þessu ættu þessi leikföng að vera bönnuð á evrópska efnahagssvæðinu. Neytendur forðist alfarið snyrtivörur Í úttektinni segir að neytendur ættu alfarið að forðast kaup á snyrti og hreinlætisvörum frá Temu, þar sem þær komast í beina snertingu við húðina og eru í einhverjum tilfellum innbyrtar, til að mynda þær sem bornar eru á varirnar. Samkvæmt rannsókn sem ítölsku neytendasamtökin framkvæmdu á þrettán snyrtivörum á Temu voru níu með ófullnægjandi eða engan lista yfir innihaldefni. Innan EES svæðisins er skylda að hafa innihaldslista efna á umbúðum snyrtivara í lækkandi styrk eins og þekkist hjá matvælum. „Þetta þýðir að vörurnar geta innihaldið skaðleg eða jafnvel ólögleg efni án þess að neytendur hafir nokkurn möguleika á að vita það.“ Sama sagan með föt og á Shein Eldhúsáhöld og raftæki eru að auki vöruflokkar sem neytendum er mælt gegn því að versla. „Við vitum ekki með vissu hvort eldhúsáhöld og aðrar vörur sem ætlaðar eru til matargerðar frá Temu standist fyrrnefndar kröfur um efnainnihald og því er öruggast að sleppa kaupum á þeim.“ Á heimasíðu Temu sé ekki hægt að ganga úr skugga um hvort raf- og rafeindatæki uppfylli evrópskar öryggiskröfur sem lágmarka hættu á bruna og raflosti eða hvort þau innihaldi ólögleg skaðleg efni á borð við blý, króm eða kvikasilfur. Niðurstöður samnorræns eftirlitsverkefni á vörum sem seldar eru á hinum ýmsu netverslunum og var framkvæmt árið 2020 leiddu í ljós að flestu frávikin frá efnalöggjöfinni voru vegna raftækja eða 57% frávika og í öðru sæti voru leikföng með 23% frávika. Textíll er enn einn vöruflokkurinn sem neytendum er ráðlagt að versla ekki á Temu og sambærilegum síðum. „Yfirleitt eru ódýr og léleg hráefni notuð í textíl eins og fatnað og rúmföt frá netverslunum utan EES, einkum þeirra sem eru með gyllitilboð. Fundist hafa skaðleg efni í miklu magni í fötum frá Shein, til að mynda blý og þalöt. Þessi efni eru takmörkuð eða bönnuð í textíl innan EES og myndu því ekki vera lögleg í sölu hér á landi,“ segir í úttektinni. Þá eru neytendur hvattir til að vera gagnrýnir á textíl frá netverslunum þar sem lágt verð sé oft tengt við léleg hráefni,“ segir í úttektinni. Loks hvetur stofnunin til meðvitaðra innkaupa, þar sem kaup á óþarfa er sleppt verndum við náttúruna. „Stuðlum að betri heilsu og vellíðan okkar og annarra og búum betur í haginn fyrir komandi kynslóðir.“
Verslun Umhverfismál Tengdar fréttir Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38