„Það sem þú greiðir niður, það kemur aldrei aftur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júní 2024 19:17 Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Vísir/Sigurjón Vaxtastuðningur upp að tvö hundruð þúsund krónum á mann stendur fólki nú til boða, til að bregðast við hækkandi vaxtabyrðum húsnæðislána. Fjármálaráðgjafi segir almennt best að ráðstafa fjármunum beint inn á höfðustól lána. Það sé þó ekki algilt. Vaxtastuðningurinn er hluti af framlagi ríkisins til kjarasamninga og ætlað að koma til móts við fólk sem fundið hefur fyrir aukinni vaxtabyrði. Ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá styrkinn, en hann er reiknaður samkvæmt forsendum sem fyrir liggja í skattframtali, og er ráðstafað í gegnum vefsíðu Skattsins. Í fréttinni í spilaranum hér að neðan er gerð heiðarleg tilraun til þess að útskýra nánar hvernig réttur hvers og eins til vaxtastuðnings er reiknaður út: Stuðningurinn getur mest verið 150 þúsund hjá einstaklingum, 200 þúsund hjá einstæðum foreldrum og 250 þúsund hjá hjónum, en upphæðin tekur mið af tekjum fólks. Fólk í fyrstu tveimur hópunum má hafa haft allt að sex milljónir í laun, áður en frádrátturinn dettur inn. Eftir það dragast fjögur prósent af hverri krónu umfram milljónirnar sex. Fyrir fólkið í síðasta hópnum kemur sami frádráttur inn eftir samanlagðar tekjur upp á 9,6 milljónir. Frádrátturinn tekur einnig mið af eignum fólks, en á vefsíðu Skattsins segir: Frá stofninum dragast 0,5% af nettó eign sem er umfram 18.000.000 kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, en umfram 28.000.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Og, ef frádráttur er svo mikill að stuðningurinn reiknast lægri en fimm þúsund krónur, þá fellur hann niður. Oftast best að borga beint inn á lánið Fjármálaráðgjafi segir fólk standa frammi fyrir vali um hvort stuðningurinn fari beint inn á húsnæðislán, eða í einstaka afborgun. „Ég segi að yfirleitt viljum við nú, ef við fáum einhverja peninga í hendurnar, leggja þá beint inn á höfuðstól láns, til þess að lækka lánið. Það er svo mikill ávinningur í því. Það sem þú greiðir niður, það kemur aldrei aftur. Það sem þú hafðir greitt niður mun aldrei bera neina vexti, aldrei neina verðtryggingu. Það er farið og það er hundrað prósent öruggt,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Hins vegar geti aðstæður kallað á að fólk nýtti stuðninginn frekar í einstaka afborgun. „Erfiður yfirdráttur, slæmar visa-skuldir, slæmar raðgreiðslur; eitthvað sem er mjög erfitt að ná, vegna greiðslu af íbúðaláni. Hugsanlega væri þá hægt að nýta þennan vaxtastuðning inn á afborganir, í þessum eina mánuði, ef samsvarandi upphæð er þá notuð til þess að vinna á ennþá verri lánum.“ Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Vaxtastuðningurinn er hluti af framlagi ríkisins til kjarasamninga og ætlað að koma til móts við fólk sem fundið hefur fyrir aukinni vaxtabyrði. Ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá styrkinn, en hann er reiknaður samkvæmt forsendum sem fyrir liggja í skattframtali, og er ráðstafað í gegnum vefsíðu Skattsins. Í fréttinni í spilaranum hér að neðan er gerð heiðarleg tilraun til þess að útskýra nánar hvernig réttur hvers og eins til vaxtastuðnings er reiknaður út: Stuðningurinn getur mest verið 150 þúsund hjá einstaklingum, 200 þúsund hjá einstæðum foreldrum og 250 þúsund hjá hjónum, en upphæðin tekur mið af tekjum fólks. Fólk í fyrstu tveimur hópunum má hafa haft allt að sex milljónir í laun, áður en frádrátturinn dettur inn. Eftir það dragast fjögur prósent af hverri krónu umfram milljónirnar sex. Fyrir fólkið í síðasta hópnum kemur sami frádráttur inn eftir samanlagðar tekjur upp á 9,6 milljónir. Frádrátturinn tekur einnig mið af eignum fólks, en á vefsíðu Skattsins segir: Frá stofninum dragast 0,5% af nettó eign sem er umfram 18.000.000 kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, en umfram 28.000.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Og, ef frádráttur er svo mikill að stuðningurinn reiknast lægri en fimm þúsund krónur, þá fellur hann niður. Oftast best að borga beint inn á lánið Fjármálaráðgjafi segir fólk standa frammi fyrir vali um hvort stuðningurinn fari beint inn á húsnæðislán, eða í einstaka afborgun. „Ég segi að yfirleitt viljum við nú, ef við fáum einhverja peninga í hendurnar, leggja þá beint inn á höfuðstól láns, til þess að lækka lánið. Það er svo mikill ávinningur í því. Það sem þú greiðir niður, það kemur aldrei aftur. Það sem þú hafðir greitt niður mun aldrei bera neina vexti, aldrei neina verðtryggingu. Það er farið og það er hundrað prósent öruggt,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Hins vegar geti aðstæður kallað á að fólk nýtti stuðninginn frekar í einstaka afborgun. „Erfiður yfirdráttur, slæmar visa-skuldir, slæmar raðgreiðslur; eitthvað sem er mjög erfitt að ná, vegna greiðslu af íbúðaláni. Hugsanlega væri þá hægt að nýta þennan vaxtastuðning inn á afborganir, í þessum eina mánuði, ef samsvarandi upphæð er þá notuð til þess að vinna á ennþá verri lánum.“
Frá stofninum dragast 0,5% af nettó eign sem er umfram 18.000.000 kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, en umfram 28.000.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki.
Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira