Ætlar að bæta öðru belti í safnið: „Get ekki farið að gefa krökkunum séns“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2024 16:01 Elmar Gauti á titil að verja á ICEBOX. Vísir/Stöð 2 Sport Í kvöld fer fram stærsta hnefaleikakvöld á Íslandi í Kaplakrika. ICEBOX. Þar mætir til leiks Elmar Gauti Halldórsson, tvöfaldur meistari á mótinu en sýnt verður frá ICEBOX í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. „Tilfinningin er frábær. Þetta er bara það besta sem ég geri, að stíga þarna upp í hringinn í Kaplakrika fyrir framan 1000-1500 manns. Þetta er bara frábært,“ sagði Elmar Gauti í samtali við Stöð 2 Sport. „Þú bara zone-ar út. Síðast var ég með Alexander Jarl að synga þegar ég labbaði inn og það var frábært. Maður bara lifir sig inn í þetta og svo stígur maður inn í hring og þá heyrir maður nákvæmlega ekki neitt. “ Í ár mun ICEBOX fara þannig fram að íslenskt hnefaleikafólk mætir hnefaleikafólki frá Noregi og Elmar segir það öðruvísi tilfinningu þegar hann stígur inn í hringinn að vita það að hann sé að einhverju leyti fulltrúi Íslands. „Í mars mætti ég besta boxara Noregs í mínum þyngdaflokki. Ég tapaði reyndar, en þetta er ekki sá gæi. Ég held að ég eigi mjög góða möguleika á móti þessum gæja.“ Æfði með þjálfara Conor McGregor Elmar segir að undirbúningurinn fyrir stóra kvöldið hafi kannski ekki verið eins og best verður á kosið, en hann hafi þó fengið góð ráð frá afar færum þjálfara. „Ég er alltaf að æfa og er alltaf tilbúinn, en ég fékk þennan bardaga samt með stuttum fyrirvara. Ég var búinn að sætta mig við að vera ekki að berjast en fékk svo þennan bardaga rétt áður en ég hoppaði út til Írlands fyrir tveimur vikum. Þannig að aðalundirbúningurinn var eiginlega bara úti í Írlandi.“ „Ég var svo með ansi þekktum hnefaleikaþjálfara, Phil Sutcliffe, þjálfaranum hans Conor McGregor.“ „Það er klárlega mjög gott að geta æft með öðrum. Við erum alltaf að æfa með þeim sömu hérna heima þannig að fara svona út er bara frábært.“ Klippa: Ætlar að bæta öðru belti í safnið: „Get ekki farið að gefa krökkunum séns“ Á titil að verja Elmar hefur fagnað sigri á ICEBOX síðastliðin tvö ár og í fyrra var bardagi hans gegn Aleksandr Baranovs valinn besti bardagi kvöldsins. Að launum hlaut Elmar veglegt belti, eins og venjan er í boxheiminum. „Mér finnst ennþá mjög skrýtin tilfinning að fá belti á Íslandi. En þetta var frábær tilfinning. Davíð þjálfari var búinn að segja við mig að ef ég myndi klára þennan bardaga þá myndi ég fá þetta belti og einhvernveginn í þriðju lotunni náði ég geggjuðu höggi og náði að klára bardagann. Það er eiginlega ólýsanlegt að fá að eiga svona belti.“ Markmið kvöldsins er þó skýrt. Að bæta nýju belti í safnið. „Ég get ekki farið að gefa krökkunum séns þannig ég ætla að gera mitt besta til að fá næsta belti líka.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Elmar í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Sýnt verður frá aðalhluta ICEBOX hnefaleikakvöldsins í Kaplakrika í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan níu í kvöld. Box Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira
„Tilfinningin er frábær. Þetta er bara það besta sem ég geri, að stíga þarna upp í hringinn í Kaplakrika fyrir framan 1000-1500 manns. Þetta er bara frábært,“ sagði Elmar Gauti í samtali við Stöð 2 Sport. „Þú bara zone-ar út. Síðast var ég með Alexander Jarl að synga þegar ég labbaði inn og það var frábært. Maður bara lifir sig inn í þetta og svo stígur maður inn í hring og þá heyrir maður nákvæmlega ekki neitt. “ Í ár mun ICEBOX fara þannig fram að íslenskt hnefaleikafólk mætir hnefaleikafólki frá Noregi og Elmar segir það öðruvísi tilfinningu þegar hann stígur inn í hringinn að vita það að hann sé að einhverju leyti fulltrúi Íslands. „Í mars mætti ég besta boxara Noregs í mínum þyngdaflokki. Ég tapaði reyndar, en þetta er ekki sá gæi. Ég held að ég eigi mjög góða möguleika á móti þessum gæja.“ Æfði með þjálfara Conor McGregor Elmar segir að undirbúningurinn fyrir stóra kvöldið hafi kannski ekki verið eins og best verður á kosið, en hann hafi þó fengið góð ráð frá afar færum þjálfara. „Ég er alltaf að æfa og er alltaf tilbúinn, en ég fékk þennan bardaga samt með stuttum fyrirvara. Ég var búinn að sætta mig við að vera ekki að berjast en fékk svo þennan bardaga rétt áður en ég hoppaði út til Írlands fyrir tveimur vikum. Þannig að aðalundirbúningurinn var eiginlega bara úti í Írlandi.“ „Ég var svo með ansi þekktum hnefaleikaþjálfara, Phil Sutcliffe, þjálfaranum hans Conor McGregor.“ „Það er klárlega mjög gott að geta æft með öðrum. Við erum alltaf að æfa með þeim sömu hérna heima þannig að fara svona út er bara frábært.“ Klippa: Ætlar að bæta öðru belti í safnið: „Get ekki farið að gefa krökkunum séns“ Á titil að verja Elmar hefur fagnað sigri á ICEBOX síðastliðin tvö ár og í fyrra var bardagi hans gegn Aleksandr Baranovs valinn besti bardagi kvöldsins. Að launum hlaut Elmar veglegt belti, eins og venjan er í boxheiminum. „Mér finnst ennþá mjög skrýtin tilfinning að fá belti á Íslandi. En þetta var frábær tilfinning. Davíð þjálfari var búinn að segja við mig að ef ég myndi klára þennan bardaga þá myndi ég fá þetta belti og einhvernveginn í þriðju lotunni náði ég geggjuðu höggi og náði að klára bardagann. Það er eiginlega ólýsanlegt að fá að eiga svona belti.“ Markmið kvöldsins er þó skýrt. Að bæta nýju belti í safnið. „Ég get ekki farið að gefa krökkunum séns þannig ég ætla að gera mitt besta til að fá næsta belti líka.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Elmar í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Sýnt verður frá aðalhluta ICEBOX hnefaleikakvöldsins í Kaplakrika í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan níu í kvöld.
Box Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira