Klæðir sig oft óbeint í stíl við dóttur sína Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. júní 2024 11:31 Tískuáhugakonan Selma Lind er viðmælandi í Tískutali. Aðsend Tískuáhugakonan og ofurskvísan Selma Lind er með einstakan stíl og hefur saumað skemmtilegar flíkur á sjálfa sig. Í fyrra eignaðist Selma sitt fyrsta barn og segist hún nú vera að finna sinn stíl upp á nýtt eftir meðgönguna. Hún er viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Selma Lind hefur í gegnum tíðina haft mjög gaman að litríkum flíkum.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er orðin persónuleg. Mér finnst hver og einn vera með sinn stíl og setja sitt einkenni á tískuna. Fólk er meira að eltast við ákveðinn stíl eða ákveðnar víbrur í dag frekar en einhverja ákveðna flík eða hlut. Selma segist frekar leita í ákveðinn stíl en í ákveðnar flíkur. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á mér margar uppáhalds flíkur og skiptast þær á að vera í fyrsta sæti. Flíkin sem ég styðst kannski mest við undanfarið eru svartar víðar suit buxur, það er svo létt að dressa þær upp og niður. Svörtu buxurnar eru í uppáhaldi hjá Selmu um þessar mundir.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já, alltof miklum tíma. Tíska og outfit hugmyndir eru alltaf í undirmeðvitundinni hjá mér. Ég er oftast búin að hugsa í hverju ég ætla að vera kvöldinu áður til þess að spara mér tíma á morgnana. Ég nýt þess alltaf að klæða mig upp og það er gott og gaman að labba sátt út um dyrnar með egóið mögulega á hundrað þegar maður fílar sig vel í því sem maður klæðist. Selma nýtur þess alltaf að klæða sig upp og var mjög dugleg að því á meðgöngunni.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég held að ég sé svolítið að finna minn stíl upp á nýtt eftir barneignir og er það ákveðin áskorun sem ég hef gaman að en að einhverju leyti finnst mér stíllinn minn hafa þroskast. Í dag pæli ég meira í fylgihlutum heldur en flíkinni og að nýta það sem ég á til að vera í takt við tískuna frekar en að taka þátt í hraðtísku (e. fast fashion). Selma hefur gaman að því að finna stílinn sinn eftir meðgöngu.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Algjörlega, stíllinn minn hefur breyst mikið bara síðastliðið ár og er búinn að fara í allar áttir. Ég var rosalega litaglöð fyrir óléttuna og var í öllum regnboganslitum. Stíll Selmu hefur þróast og breyst og farið í allar áttir síðastliðið ár.Aðsend Svo þegar ég var ólett þá klæddist ég nánast bara maga bolum og pilsum og leyfði kúlunni að njóta sín. Eftir fæðingu lifði ég á alls konar settum og síðum gollum ásamt stórum þægilegum buxum og rosalega mikið af grunn flíkum sem ég lífgað upp á með fylgihlutum. Selma klæddist gjarnan magabolum á meðgöngunni og leyfði kúlunni að njóta sín.Aðsend Núna er ég svona hægt og rólega að krydda outfittin mín aftur upp með kannski jakka í lit eða stóru áberandi belti. Nýturðu þess að klæða þig upp? Svo sannarlega, fyrir mér skiptir það sjúklega miklu máli og er partur af því að líða vel. Ég finn það bara að ef ég er í outfiti sem ég fíla mig í að þá er allt skemmtilegra við daginn. Selma finnur vellíðan í því að klæða sig upp.Aðsend Þetta er uppáhalds partur dagsins að dressa sig upp ásamt því að klæða dóttir mína. Reyndar er það alls ekki í uppáhaldi hjá henni. Ég finn mig oft í því að vinna í kringum outfit dóttur minnar og þá oftast að vera óbeint í stíl eða í svipuðum víbrum. Selma elskar að klæða sig og dóttur sína upp.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Alls staðar, aðallega frá fólkinu í kringum mig en kannski undanfarið finn ég mig sækja mikinn innblástur til mæðra og áhrifavalda eins og alexandraraguerain, mecahwirht og venedaacarter á Instagram. Svo er ég ný komin heim frá Danmörku og er full af innblæstri frá þeirri ferð. Selma sækir tískuinnblástur meðal annars til vina sinna og á Instagram.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég er búin að komast af því að það er ekkert bannað þar sem allt getur komið í tísku á morgun. Ég var ekki mikill áðdáandi kvartbuxna en nú eru þær eitt það heitasta í dag og er ég hægt og rólega að taka þær í sátt. Ef það er eitthvað sem ég mun aldrei klæðast sama hvað þá eru það galaxy leggings sem voru vinsælar árið 2010. Selma er ekki fyrir boð og bönn í tískunni en myndi þó aldrei klæðast galaxy leggings.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Örugglega silfurlitaði kjóllinn minn sem ég saumaði fyrir vælið 2021. Hann gekk á milli vinkvennanna og var mjög eftirsóttur sem gerði hann einstakan. Ég saumaði líka mini útgáfu af honum á litlu systur mína sem var þá fimm ára. Selma stórglæsileg í silfurkjólnum sem hún saumaði.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Sjálfstraustið og vellíðan er besta outfitið. Um leið og maður er ánægður í því sem maður klæðist þá margfaldast lúkkið. Sjálfsöryggi og vellíðan spila veigamikið hlutverk í stílnum hjá Selmu.Aðsend Selmu finnst stíll sinn aðeins hafa þroskast undanfarið.Aðsend Hér má fylgjast með Selmu Lind á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Barnalán Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Selma Lind hefur í gegnum tíðina haft mjög gaman að litríkum flíkum.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er orðin persónuleg. Mér finnst hver og einn vera með sinn stíl og setja sitt einkenni á tískuna. Fólk er meira að eltast við ákveðinn stíl eða ákveðnar víbrur í dag frekar en einhverja ákveðna flík eða hlut. Selma segist frekar leita í ákveðinn stíl en í ákveðnar flíkur. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á mér margar uppáhalds flíkur og skiptast þær á að vera í fyrsta sæti. Flíkin sem ég styðst kannski mest við undanfarið eru svartar víðar suit buxur, það er svo létt að dressa þær upp og niður. Svörtu buxurnar eru í uppáhaldi hjá Selmu um þessar mundir.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já, alltof miklum tíma. Tíska og outfit hugmyndir eru alltaf í undirmeðvitundinni hjá mér. Ég er oftast búin að hugsa í hverju ég ætla að vera kvöldinu áður til þess að spara mér tíma á morgnana. Ég nýt þess alltaf að klæða mig upp og það er gott og gaman að labba sátt út um dyrnar með egóið mögulega á hundrað þegar maður fílar sig vel í því sem maður klæðist. Selma nýtur þess alltaf að klæða sig upp og var mjög dugleg að því á meðgöngunni.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég held að ég sé svolítið að finna minn stíl upp á nýtt eftir barneignir og er það ákveðin áskorun sem ég hef gaman að en að einhverju leyti finnst mér stíllinn minn hafa þroskast. Í dag pæli ég meira í fylgihlutum heldur en flíkinni og að nýta það sem ég á til að vera í takt við tískuna frekar en að taka þátt í hraðtísku (e. fast fashion). Selma hefur gaman að því að finna stílinn sinn eftir meðgöngu.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Algjörlega, stíllinn minn hefur breyst mikið bara síðastliðið ár og er búinn að fara í allar áttir. Ég var rosalega litaglöð fyrir óléttuna og var í öllum regnboganslitum. Stíll Selmu hefur þróast og breyst og farið í allar áttir síðastliðið ár.Aðsend Svo þegar ég var ólett þá klæddist ég nánast bara maga bolum og pilsum og leyfði kúlunni að njóta sín. Eftir fæðingu lifði ég á alls konar settum og síðum gollum ásamt stórum þægilegum buxum og rosalega mikið af grunn flíkum sem ég lífgað upp á með fylgihlutum. Selma klæddist gjarnan magabolum á meðgöngunni og leyfði kúlunni að njóta sín.Aðsend Núna er ég svona hægt og rólega að krydda outfittin mín aftur upp með kannski jakka í lit eða stóru áberandi belti. Nýturðu þess að klæða þig upp? Svo sannarlega, fyrir mér skiptir það sjúklega miklu máli og er partur af því að líða vel. Ég finn það bara að ef ég er í outfiti sem ég fíla mig í að þá er allt skemmtilegra við daginn. Selma finnur vellíðan í því að klæða sig upp.Aðsend Þetta er uppáhalds partur dagsins að dressa sig upp ásamt því að klæða dóttir mína. Reyndar er það alls ekki í uppáhaldi hjá henni. Ég finn mig oft í því að vinna í kringum outfit dóttur minnar og þá oftast að vera óbeint í stíl eða í svipuðum víbrum. Selma elskar að klæða sig og dóttur sína upp.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Alls staðar, aðallega frá fólkinu í kringum mig en kannski undanfarið finn ég mig sækja mikinn innblástur til mæðra og áhrifavalda eins og alexandraraguerain, mecahwirht og venedaacarter á Instagram. Svo er ég ný komin heim frá Danmörku og er full af innblæstri frá þeirri ferð. Selma sækir tískuinnblástur meðal annars til vina sinna og á Instagram.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég er búin að komast af því að það er ekkert bannað þar sem allt getur komið í tísku á morgun. Ég var ekki mikill áðdáandi kvartbuxna en nú eru þær eitt það heitasta í dag og er ég hægt og rólega að taka þær í sátt. Ef það er eitthvað sem ég mun aldrei klæðast sama hvað þá eru það galaxy leggings sem voru vinsælar árið 2010. Selma er ekki fyrir boð og bönn í tískunni en myndi þó aldrei klæðast galaxy leggings.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Örugglega silfurlitaði kjóllinn minn sem ég saumaði fyrir vælið 2021. Hann gekk á milli vinkvennanna og var mjög eftirsóttur sem gerði hann einstakan. Ég saumaði líka mini útgáfu af honum á litlu systur mína sem var þá fimm ára. Selma stórglæsileg í silfurkjólnum sem hún saumaði.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Sjálfstraustið og vellíðan er besta outfitið. Um leið og maður er ánægður í því sem maður klæðist þá margfaldast lúkkið. Sjálfsöryggi og vellíðan spila veigamikið hlutverk í stílnum hjá Selmu.Aðsend Selmu finnst stíll sinn aðeins hafa þroskast undanfarið.Aðsend Hér má fylgjast með Selmu Lind á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Barnalán Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira