„Ótímabært“ að segja til um hvort hún sækist eftir forystu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 7. júní 2024 13:57 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og þingmaður VG. Vísir/Vilhelm Rætt verður um að flýta landsfundi VG á stjórnarfundi flokksins í dag. Svandís Svavarsdóttir segir tímabært að hreyfingin stilli saman strengi í ljósi fylgistaps. Vinstrihreyfingin Grænt framboð mældist með sögulega lágt fylgi í síðasta þjóðarpúlsi Gallup, eða einungis um þrjú prósent og flokkurinn myndi samkvæmt því ekki hljóta þingsæti ef gengið yrði til kosninga í dag. Á stjórnarfundi flokksins sem boðað hefur verið til í dag verður meðal annars rætt um að flýta landsfundi til þess að kjósa megi nýja forystu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ráðherrar og þingflokkur VG verið boðaðir á fundinn. „Það gefur augaleið að þegar okkar formaður snýr til annarra verka hefur það áhrif á okkar störf. Fylgið hefur verið á niðurleið og það er tímabært að við stillum saman strengi og metum okkar stöðu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, aðspurð hvort henni þætti tilefni til þess að flýta landsfundi sem alla jafna er efnt til annað hvert ár. Síðasti fundur var í mars í fyrra og ætti samkvæmt því að fara fram næsta vor. Hún vildi ekki svara því hvort hún myndi sjálf gefa kost á sér í embætti formanns flokksins. „Við skulum bara byrja á því að ákveða tímasetningu á landsfundi og stjórnin gerir það í dag,“ segir Svandís. Hefur verið skorað á þig að gefa kost á þér? „Það er algjörlega ótímabært að tala um það núna. Ég held að við þurfum bara að fá næði til að ákveða tímasetningar og næstu vikur,“ svaraði Svandís. Vinstri græn Tengdar fréttir VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 VG mælist aðeins með þrjú prósent Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent. 3. júní 2024 19:24 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Vinstrihreyfingin Grænt framboð mældist með sögulega lágt fylgi í síðasta þjóðarpúlsi Gallup, eða einungis um þrjú prósent og flokkurinn myndi samkvæmt því ekki hljóta þingsæti ef gengið yrði til kosninga í dag. Á stjórnarfundi flokksins sem boðað hefur verið til í dag verður meðal annars rætt um að flýta landsfundi til þess að kjósa megi nýja forystu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ráðherrar og þingflokkur VG verið boðaðir á fundinn. „Það gefur augaleið að þegar okkar formaður snýr til annarra verka hefur það áhrif á okkar störf. Fylgið hefur verið á niðurleið og það er tímabært að við stillum saman strengi og metum okkar stöðu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, aðspurð hvort henni þætti tilefni til þess að flýta landsfundi sem alla jafna er efnt til annað hvert ár. Síðasti fundur var í mars í fyrra og ætti samkvæmt því að fara fram næsta vor. Hún vildi ekki svara því hvort hún myndi sjálf gefa kost á sér í embætti formanns flokksins. „Við skulum bara byrja á því að ákveða tímasetningu á landsfundi og stjórnin gerir það í dag,“ segir Svandís. Hefur verið skorað á þig að gefa kost á þér? „Það er algjörlega ótímabært að tala um það núna. Ég held að við þurfum bara að fá næði til að ákveða tímasetningar og næstu vikur,“ svaraði Svandís.
Vinstri græn Tengdar fréttir VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 VG mælist aðeins með þrjú prósent Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent. 3. júní 2024 19:24 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13
VG mælist aðeins með þrjú prósent Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent. 3. júní 2024 19:24