Kona á níræðisaldri úr Grindavík segir ekki hægt að lýsa atburðunum hinn 10.nóvember með orðum. Við hittum Grindvíking sem dreymir um að komast aftur heim þrátt fyrir allt.
Stúkan við Laugardalslaug er talin óviðgerðarhæf. Við skoðum stúkuna og hittum fastagest sem harmar það að viðhaldi hafi ekki verið sinnt.
Þá verðum við í beinni frá Hvalasafninu þar sem hvalavinir koma saman í kvöld, hittum pepsíunnanda til margra ára sem er verulega ósáttur við að sykri hafi verið skipt út fyrir sætuefni í drykknum og hittum tónlistarmanninn Patrik Atlason í beinni – en hann efnir í kvöld til ókeypis útitónleika.
Í Sportpakkanum kíkjum við síðan á Wembley þar sem gríðarleg spenna ríkir fyrir leik kvöldsins gegn Englandi.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.