Flæmskur aðskilnaðarflokkur sækir í sig veðrið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2024 15:12 Tom van Grieken, formaður Vlaams Belang, hefur lýst Belgíu sem „þvingaðri giftingu“ Flæmingja og Vallóna. EPA/Olivier Hoslet Í dag ganga Belgar til þingkosninga ásamt því að kjósa til Evrópuþingsins. Skoðanakannanir benda til þess að flokkur sem berst fyrir því að leysa landið upp muni bæta talsverðu við sig. Í Flæmingjalandi er flokknum Vlaams Belang að vaxa ásmegin. Í fyrsta sinn stefnir í það að hann hljóti fleiri sæti en Nýja flæmska bandalagið sem hefur í gegnum tíðina verið vinælasti flokkur flæmskra íhaldsmanna. Helstu stefnumál flokksins er sjálfstætt Flæmingjaland ásamt strangri innflytjendastefnu. Guardian greinir frá. Tom van Grieken, formaður flokksins, vill stofna flæmskt lýðveldi og hefur áður lýst Belgíu sem „þvingaðri giftingu.“ Flokkurinn er með ríflega 27 prósenta fylgi í skoðanakönnunum sem er umtalsverð aukning frá síðustu þingkosningum þar sem hann hlaut 18 prósent flæmskra atkvæða. Stórsigur í kosningunum myndi þó ekki endilega duga til að koma flokknum í ríkisstjórn vegna langvarandi samkomulagi milli hinna flokkanna í landinu um að útiloka Vlaams Belang úr ríkisstjórnarmyndunarumræðum. Þetta samstarfsbann sem Belgar kalla „cordon sanitaire“ var sett á fyrirrennara flokksins vegna stefnu þess í innflytjendamálum sem var sögð stríða gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Svipað samvinnubann gildir einnig um jaðarhægri flokka í Evrópuþinginu. Vlaams Belang hefur aldrei verið í sveita- eða ríkisstjórn vegna bannsins sem sett var fyrir þremur áratugum síðan. Hljóti Vlaams Belang og Nýja flæmska bandalagið meirihluta atkvæði í flæmska þinginu gæti blað verið brotið í sögu belgískra stjórnmála. Belgía Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Í Flæmingjalandi er flokknum Vlaams Belang að vaxa ásmegin. Í fyrsta sinn stefnir í það að hann hljóti fleiri sæti en Nýja flæmska bandalagið sem hefur í gegnum tíðina verið vinælasti flokkur flæmskra íhaldsmanna. Helstu stefnumál flokksins er sjálfstætt Flæmingjaland ásamt strangri innflytjendastefnu. Guardian greinir frá. Tom van Grieken, formaður flokksins, vill stofna flæmskt lýðveldi og hefur áður lýst Belgíu sem „þvingaðri giftingu.“ Flokkurinn er með ríflega 27 prósenta fylgi í skoðanakönnunum sem er umtalsverð aukning frá síðustu þingkosningum þar sem hann hlaut 18 prósent flæmskra atkvæða. Stórsigur í kosningunum myndi þó ekki endilega duga til að koma flokknum í ríkisstjórn vegna langvarandi samkomulagi milli hinna flokkanna í landinu um að útiloka Vlaams Belang úr ríkisstjórnarmyndunarumræðum. Þetta samstarfsbann sem Belgar kalla „cordon sanitaire“ var sett á fyrirrennara flokksins vegna stefnu þess í innflytjendamálum sem var sögð stríða gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Svipað samvinnubann gildir einnig um jaðarhægri flokka í Evrópuþinginu. Vlaams Belang hefur aldrei verið í sveita- eða ríkisstjórn vegna bannsins sem sett var fyrir þremur áratugum síðan. Hljóti Vlaams Belang og Nýja flæmska bandalagið meirihluta atkvæði í flæmska þinginu gæti blað verið brotið í sögu belgískra stjórnmála.
Belgía Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira