„Verður að virða myrkraöfl knattspyrnunnar“ Atli Arason skrifar 8. júní 2024 17:12 John Andrews fannst sínir leikmenn fara full mikið út úr leikplaninu. vísir/hulda margrét John Andrews, þjálfari Víkings, var ósáttur við tap sinna kvenna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna en kvaðst þó ánægður með frammistöðuna. Hann biðlar til leikmanna sinna virða myrkaöfl knattspyrnunnar, þegar andstæðingurinn reynir að hægja á leiknum. „Keflavík er gott lið og þær eru vel þjálfaðar. Þær gerðu svosem ekkert sem kom okkur á óvart, það var frekar að við komum okkur sjálfum á óvart með spilamennskunni. Hins vegar, þegar þú ert einu marki yfir á útivelli þá er eðlilegt að liðið hægir á leiknum. Það kallast að stjórna leiknum, þessi myrkaöfl knattspyrnunnar. Maður verður að virða það. Þetta er toppfótbolti í efstu deild og stelpurnar verða að aðlagast þessu,,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi eftir leik. „Við þjörmuðum að þeim og reyndum okkar besta, það gekk upp í síðasta leik gegn FH en það gekk ekki í dag. Við erum öll mjög stolt af frammistöðu liðsins í dag en því miður skilaði það engu.“ Aðspurður taldi Andrews að sínir leikmenn hafi gleymt á köflum hvert leikplanið fyrir leik var. „Mér fannst við setja leikinn vel upp en við fórum aðeins of langt frá leikplaninu. Við viljum almennt teygja á andstæðingum okkar og nota plássið sem myndast í kjölfarið en við gerðum það ekki vel í dag. Nú þurfum við bara að snúa okkur aftur að teikniborðinu og undirbúa okkur betur fyrir næsta leik gegn Tindastól á sunnudag,“ svaraði Andrews, sem gat þó tekið jákvæða punkta úr tapinu í dag inn í næsta leik gegn Tindastól. „Við verðum að færast aftur nær okkar eigin leik til að eiga möguleika á því að sigra Tindastól. Við trúum því að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild og höfum sýnt að við getum það þegar við spilum við stærri liðin. Fyrir næsta leik verðum við þó að sýna hærra orkustig og meira sjálfstraust. Við verðum að fara norður á sunnudag og virkilega setja pressu á Tindastól. Það hefur virkað fyrir okkur til lengri tíma og við verðum að sýna það aftur,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, að endingu. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Keflavík er gott lið og þær eru vel þjálfaðar. Þær gerðu svosem ekkert sem kom okkur á óvart, það var frekar að við komum okkur sjálfum á óvart með spilamennskunni. Hins vegar, þegar þú ert einu marki yfir á útivelli þá er eðlilegt að liðið hægir á leiknum. Það kallast að stjórna leiknum, þessi myrkaöfl knattspyrnunnar. Maður verður að virða það. Þetta er toppfótbolti í efstu deild og stelpurnar verða að aðlagast þessu,,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi eftir leik. „Við þjörmuðum að þeim og reyndum okkar besta, það gekk upp í síðasta leik gegn FH en það gekk ekki í dag. Við erum öll mjög stolt af frammistöðu liðsins í dag en því miður skilaði það engu.“ Aðspurður taldi Andrews að sínir leikmenn hafi gleymt á köflum hvert leikplanið fyrir leik var. „Mér fannst við setja leikinn vel upp en við fórum aðeins of langt frá leikplaninu. Við viljum almennt teygja á andstæðingum okkar og nota plássið sem myndast í kjölfarið en við gerðum það ekki vel í dag. Nú þurfum við bara að snúa okkur aftur að teikniborðinu og undirbúa okkur betur fyrir næsta leik gegn Tindastól á sunnudag,“ svaraði Andrews, sem gat þó tekið jákvæða punkta úr tapinu í dag inn í næsta leik gegn Tindastól. „Við verðum að færast aftur nær okkar eigin leik til að eiga möguleika á því að sigra Tindastól. Við trúum því að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild og höfum sýnt að við getum það þegar við spilum við stærri liðin. Fyrir næsta leik verðum við þó að sýna hærra orkustig og meira sjálfstraust. Við verðum að fara norður á sunnudag og virkilega setja pressu á Tindastól. Það hefur virkað fyrir okkur til lengri tíma og við verðum að sýna það aftur,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, að endingu.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira