Pylsuvagninn á Selfossi er 40 ára í dag: Fríar pylsur og kók Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2024 12:15 Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundardóttir, sem fagna 40 ára afmæli Pylsuvagnsins á Selfossi í dag, 9. júní. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Selfossi og næsta nágrenni þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir í dag því Pylsuvagninn býður upp á fríar pylsur og kók frá klukkan 14:00 til 16:00. Ástæðan er 40 ára afmæli pylsuvagnsins, sem hefur verið með um eitt þúsund starfsmenn í þessi 40 ára. Pylsuvagninn á Selfossi er einn af allra vinsælustu stöðunum á staðnum þegar kemur að því að fá sér eitthvað gott í gogginn. Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir, sem stofnaði vagninn fyrir 40 árum og Þórdís Sólmundardóttir hafa rekið vagnin saman síðustu ár. Starfsmennirnir eru 36 í dag, allt stelpur. „Pylsuvagninn hefur ekki rekið sig svona vel í 40 ár nema þökk sé starfsfólkinu mínu, það er bara yndislegt starfsfólk, við höfum verið svo heppin, þetta eru svo flottar stelpur allt,“ segir Ingunn alsæl með daginn. Um þúsund starfsmenn hafa unnið í Pylsuvagninum í þessi 40 ár, þar af bara þrír karlmenn en þeim var öllum sagt upp því þeir stóðu sig ekki í þrifum í vagninum. En það stendur mikið til í dag 9. júní í pylsuvagninum, sem er akkúrat 40 ára afmælisdagurinn. „Það verður 40 prósent afsláttur hérna allan daginn. Svo verðum við með fríar pylsur og kók úti við vagninn á milli 14:00 og 16:00 og gefa og BMX brós ætlar að sýna listir sínar,“ segir Þórdís.´ Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundardóttir, sem fagna 40 ára afmæli Pylsuvagnsins á Selfossi í dag, 9. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru breytingar hjá mæðgunum því þær hafa ákveðið að selja Pylsuvagninn. „Já, við erum búnar að hugsa þetta lengi og við erum báðar rosalega sáttar og við erum alveg tilbúnar að láta þetta frá okkur og leyfa einhverjum öðrum að taka við,“ segir Þórdís. Ingunn, áttu ekki eftir að gráta í koddann þegar þú hættir hérna? „Nei, ég er orðin það gömul, þannig að ég ætla bara að fara að njóta núna eftir 40 ár.“ Pylsuvagninn er nú komin á sölu og það verður því spennandi að sjá hver eða hverjir verða nýir eigendur vagnsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Veitingastaðir Tímamót Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Pylsuvagninn á Selfossi er einn af allra vinsælustu stöðunum á staðnum þegar kemur að því að fá sér eitthvað gott í gogginn. Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir, sem stofnaði vagninn fyrir 40 árum og Þórdís Sólmundardóttir hafa rekið vagnin saman síðustu ár. Starfsmennirnir eru 36 í dag, allt stelpur. „Pylsuvagninn hefur ekki rekið sig svona vel í 40 ár nema þökk sé starfsfólkinu mínu, það er bara yndislegt starfsfólk, við höfum verið svo heppin, þetta eru svo flottar stelpur allt,“ segir Ingunn alsæl með daginn. Um þúsund starfsmenn hafa unnið í Pylsuvagninum í þessi 40 ár, þar af bara þrír karlmenn en þeim var öllum sagt upp því þeir stóðu sig ekki í þrifum í vagninum. En það stendur mikið til í dag 9. júní í pylsuvagninum, sem er akkúrat 40 ára afmælisdagurinn. „Það verður 40 prósent afsláttur hérna allan daginn. Svo verðum við með fríar pylsur og kók úti við vagninn á milli 14:00 og 16:00 og gefa og BMX brós ætlar að sýna listir sínar,“ segir Þórdís.´ Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundardóttir, sem fagna 40 ára afmæli Pylsuvagnsins á Selfossi í dag, 9. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru breytingar hjá mæðgunum því þær hafa ákveðið að selja Pylsuvagninn. „Já, við erum búnar að hugsa þetta lengi og við erum báðar rosalega sáttar og við erum alveg tilbúnar að láta þetta frá okkur og leyfa einhverjum öðrum að taka við,“ segir Þórdís. Ingunn, áttu ekki eftir að gráta í koddann þegar þú hættir hérna? „Nei, ég er orðin það gömul, þannig að ég ætla bara að fara að njóta núna eftir 40 ár.“ Pylsuvagninn er nú komin á sölu og það verður því spennandi að sjá hver eða hverjir verða nýir eigendur vagnsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Veitingastaðir Tímamót Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira