Viktor Gísli lagðist undir hnífinn: „Best að klára þetta núna þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júní 2024 08:31 Viktor Gísli Hallgrímsson hefur ekki spilað handbolta síðan í lok febrúar þegar liðband í olnboganum rifnaði. Hann er nú laus úr spelku eftir aðgerð og farinn að æfa í lyftingasalnum. VÍSIR/VILHELM Landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, Viktor Gísli Hallgrímsson, gekkst undir aðgerð vegna meiðsla sem hafa plagað hann undanfarin tvö ár. Hann stefnir nú á að spila handbolta á ný, laus við alla verki. Viktor hefur verið að glíma við eymsli í olnboga undanfarin tvö ár, allt frá því hann gekk til liðs við franska félagið Nantes. „Bara á annarri æfingunni með Nantes sem þetta gerðist í fyrsta skipti. Þá alltaf on/off í tvö ár. Maður spilaði með spelku en það kom aldrei alveg í veg fyrir yfirspennuna sem var vandamálið. Þetta var á innanverðum olnboganum, rifa í liðbandi.“ Í mars síðastliðnum þurfti Viktor að draga sig úr landsliðshópi Íslands fyrir leiki gegn Grikklandi. Eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga ákvað hann svo að gangast undir aðgerð. Aðgerðin gekk vel og Viktor er farinn að æfa í lyftingasalnum verkjalaus. „Var að losna úr spelku og er bara góður núna finnst mér, byrjaður að nota höndina alveg eðlilega. Nota hana í lyftingasalnum, ekkert vesen og enginn verkur.“ Missti af lokasprettinum Þrátt fyrir það var auðvitað gríðarlega svekkjandi að hafa misst af síðasta hluta tímabilsins með Nantes, sem varð franskur bikarmeistari, endaði í 2. sæti deildarinnar og komst í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. „Það var alveg smá súrt að vera á hliðarlínunni að horfa á, sérstaklega leikinn á móti Fusche Berlin [í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar]. Það eru leikirnir sem maður vill mest spila en ég ákvað að það yrði best að klára þetta núna þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana.“ Lagðist undir hnífinn eftir að ÓL-draumurinn var úti Íslenska landsliðið missti einmitt af sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Næsta stórmót hjá strákunum okkar er Heimsmeistaramótið í janúar á næsta ári. Þar verður Ísland í riðli með Kúbu, Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Slóvenarnir eru með gott lið, mikið af leikmönnum sem spila í stærstu deildum Evrópu. Það verður stærsti leikurinn en maður fer ekki að vanmeta hin liðin, þau eru tricky og spila öðruvísi handbolta en maður er vanur. Menn eru bara bjartsýnir, seinasta mót var svekkjandi en mér fannst við gera marga góða hluti. Erum með geggjaðan hóp, geggjaða leikmenn og eigum séns á að fara langt, það er markmiðið.“ Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Viktor hefur verið að glíma við eymsli í olnboga undanfarin tvö ár, allt frá því hann gekk til liðs við franska félagið Nantes. „Bara á annarri æfingunni með Nantes sem þetta gerðist í fyrsta skipti. Þá alltaf on/off í tvö ár. Maður spilaði með spelku en það kom aldrei alveg í veg fyrir yfirspennuna sem var vandamálið. Þetta var á innanverðum olnboganum, rifa í liðbandi.“ Í mars síðastliðnum þurfti Viktor að draga sig úr landsliðshópi Íslands fyrir leiki gegn Grikklandi. Eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga ákvað hann svo að gangast undir aðgerð. Aðgerðin gekk vel og Viktor er farinn að æfa í lyftingasalnum verkjalaus. „Var að losna úr spelku og er bara góður núna finnst mér, byrjaður að nota höndina alveg eðlilega. Nota hana í lyftingasalnum, ekkert vesen og enginn verkur.“ Missti af lokasprettinum Þrátt fyrir það var auðvitað gríðarlega svekkjandi að hafa misst af síðasta hluta tímabilsins með Nantes, sem varð franskur bikarmeistari, endaði í 2. sæti deildarinnar og komst í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. „Það var alveg smá súrt að vera á hliðarlínunni að horfa á, sérstaklega leikinn á móti Fusche Berlin [í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar]. Það eru leikirnir sem maður vill mest spila en ég ákvað að það yrði best að klára þetta núna þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana.“ Lagðist undir hnífinn eftir að ÓL-draumurinn var úti Íslenska landsliðið missti einmitt af sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Næsta stórmót hjá strákunum okkar er Heimsmeistaramótið í janúar á næsta ári. Þar verður Ísland í riðli með Kúbu, Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Slóvenarnir eru með gott lið, mikið af leikmönnum sem spila í stærstu deildum Evrópu. Það verður stærsti leikurinn en maður fer ekki að vanmeta hin liðin, þau eru tricky og spila öðruvísi handbolta en maður er vanur. Menn eru bara bjartsýnir, seinasta mót var svekkjandi en mér fannst við gera marga góða hluti. Erum með geggjaðan hóp, geggjaða leikmenn og eigum séns á að fara langt, það er markmiðið.“
Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira