Liðið er staðsett í höfuðstöðvum Adidas í Bæjaralandi og þar er svo sannarlega allt til alls.
Æfingaaðstaða upp á tíu og svo sofa leikmenn í huggulegum, litlum sumarbústöðum þar sem er pláss fyrir allt að fjóra í hverju húsi.
Þýska knattspyrnusambandið ákvað síðan að minnka kolefnissporið sitt og fljúga ekki í neina leiki. Allir leikstaðir Þjóðverja eru innan við 250 kílómetra frá æfingabúðunum þannig að liðið getur keyrt í alla leiki.
Hér að neðan má sjá smá innslag um aðstöðu þýska liðsins.
Germany's #EURO2024 HQ 😍 pic.twitter.com/Wp1KSN2zqt
— DW Sports (@dw_sports) June 9, 2024