Reglur um samskipti við fjölmiðla ekki tilraun til þöggunar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júní 2024 15:00 Andri Ólafsson samskiptastjóri segir nýjar reglur um samskipti starfsfólks við fjölmiðla ekki vera tilraun til þöggunar. Aðsend Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna gerir athugasemdir við nýjar reglur um samskipti starfsmanna Landspítalans við fjölmiðla. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, vísar athugasemdum hans á bug og segir reglurnar löngu tímabærar. Tilgangurinn með þeim sé að skýra verklag á mikilvægu starfssviði Landspítalans, nefnilega upplýsingagjöf. Theódór birti reglurnar á síðu sinni á Facebook í gær og ýjar að því að þær jaðri við tilraun til þöggunar. Með færslunni fylgdi mynd af honum þar sem krotað var yfir munninn til að líkjast einhvers konar múlbandi. Hann segist hvetja lækna til þess að tjá sig sem fyrr um fagleg málefni er varða öryggi og hagsmuni sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Reglurnar kveða á um að starfsfólk Landspítala megi koma fram undir merkjum Landspítala þegar það ræðir opinberlega um störf sín á spítalanum en að sé það til viðtals vegna annarra starfa eða af öðrum ástæðum sé það ekki heimilt nema með leyfi samskiptateymisins. Þá er einnig mælst til þess að starfsfólk tjái sig ekki með beinum hætti um málefni spítalans eða einstakra starfseininga hans nema í samráði við næsta yfirmann eða, eftir atviku, við samskiptateymi. Þá er átt við málefni eins og aðbúnað, rekstur, mönnun og fleira slíkt. Hvetur starfsfólk til að taka þátt í umræðu Andri segir þó ekkert í nýju reglunum takmarka tjáningafrelsi lækna né annarra starfsmanna heldur hvetji Landspítalinn beinlínis starfsfólk til að taka virkan þátt í opinberri umræðu. Hins vegar sé nauðsynlegt að skýr rammi sé utan um samskipti starfsfólks við fjölmiðla, fyrst og fremst til að auðvelda því lífið. „Á hverri viku veitir starfsfólk spítalans nokkra tugi viðtala í fjölmiðlum. Þær upplýsingar sem við veitum til fjölmiðla eru svo gríðarlega miklar að það er hálfævintýralegt. Það er fullkomlega eðlilegt að það sé einhvers konar rammi utan um öll þessi samskipti. Þessi rammi snýst bara um það að fólk beri saman bækur áður en það tjái sig opinberlega, til að það sé örugglega með réttar upplýsingar og sé ekki með úreltar upplýsingar. Þetta snýst ekki um annað en það,“ segir Andri í samtali við fréttastofu. Andri segir umfang fjölmiðlasamskipta á Landspítalanum meira en gengur og gerist hjá íslenskum stofnunum og fyrirtækjum og að starfsfólk spítalans veiti gríðarlega mörg viðtöl. „Fólk hefur verið að tjá sig mjög réttilega og fengið athugasemdir við eitthvað sem var fullkomlega réttlætanlegt að tjá sig um. Stundum hefur fólk svo verið að tjá sig án þess að hafa réttar upplýsingar,“ segir Andri. Víðtækt samráð við gerð reglanna Hann segir reglurnar hafa verið í undirbúningi í meira en ár og að víðtækt samráð hafi verið við starfsfólk spítalans í gegnum allt ferlið. Því skjóti þessar athugasemdir Theódórs skökku við. „Það var mjög víðtækt samráð um þessar leiðbeiningar. Allt starfsfólk fékk þessar leiðbeiningar kynntar og þá gátu allir kynnt sér efni leiðbeininganna fyrirfram. Þetta er búið að vera meira en ár í undirbúningi og í rauninni orðið löngu tímabært,“ segir Andri. „Ef koma fram einhverjar ábendingar um að eitthvað mætti betur fara í þessum leiðbeiningum þá er alveg sjálfsagt að skoða það, endurskoða og uppfæra. Við munum skoða allar ábendingar með opnum hug,“ segir Andri að lokum. Ekki náðist í Theódór Skúla Sigurðsson við vinnslu fréttarinnar. Landspítalinn Fjölmiðlar Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Theódór birti reglurnar á síðu sinni á Facebook í gær og ýjar að því að þær jaðri við tilraun til þöggunar. Með færslunni fylgdi mynd af honum þar sem krotað var yfir munninn til að líkjast einhvers konar múlbandi. Hann segist hvetja lækna til þess að tjá sig sem fyrr um fagleg málefni er varða öryggi og hagsmuni sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Reglurnar kveða á um að starfsfólk Landspítala megi koma fram undir merkjum Landspítala þegar það ræðir opinberlega um störf sín á spítalanum en að sé það til viðtals vegna annarra starfa eða af öðrum ástæðum sé það ekki heimilt nema með leyfi samskiptateymisins. Þá er einnig mælst til þess að starfsfólk tjái sig ekki með beinum hætti um málefni spítalans eða einstakra starfseininga hans nema í samráði við næsta yfirmann eða, eftir atviku, við samskiptateymi. Þá er átt við málefni eins og aðbúnað, rekstur, mönnun og fleira slíkt. Hvetur starfsfólk til að taka þátt í umræðu Andri segir þó ekkert í nýju reglunum takmarka tjáningafrelsi lækna né annarra starfsmanna heldur hvetji Landspítalinn beinlínis starfsfólk til að taka virkan þátt í opinberri umræðu. Hins vegar sé nauðsynlegt að skýr rammi sé utan um samskipti starfsfólks við fjölmiðla, fyrst og fremst til að auðvelda því lífið. „Á hverri viku veitir starfsfólk spítalans nokkra tugi viðtala í fjölmiðlum. Þær upplýsingar sem við veitum til fjölmiðla eru svo gríðarlega miklar að það er hálfævintýralegt. Það er fullkomlega eðlilegt að það sé einhvers konar rammi utan um öll þessi samskipti. Þessi rammi snýst bara um það að fólk beri saman bækur áður en það tjái sig opinberlega, til að það sé örugglega með réttar upplýsingar og sé ekki með úreltar upplýsingar. Þetta snýst ekki um annað en það,“ segir Andri í samtali við fréttastofu. Andri segir umfang fjölmiðlasamskipta á Landspítalanum meira en gengur og gerist hjá íslenskum stofnunum og fyrirtækjum og að starfsfólk spítalans veiti gríðarlega mörg viðtöl. „Fólk hefur verið að tjá sig mjög réttilega og fengið athugasemdir við eitthvað sem var fullkomlega réttlætanlegt að tjá sig um. Stundum hefur fólk svo verið að tjá sig án þess að hafa réttar upplýsingar,“ segir Andri. Víðtækt samráð við gerð reglanna Hann segir reglurnar hafa verið í undirbúningi í meira en ár og að víðtækt samráð hafi verið við starfsfólk spítalans í gegnum allt ferlið. Því skjóti þessar athugasemdir Theódórs skökku við. „Það var mjög víðtækt samráð um þessar leiðbeiningar. Allt starfsfólk fékk þessar leiðbeiningar kynntar og þá gátu allir kynnt sér efni leiðbeininganna fyrirfram. Þetta er búið að vera meira en ár í undirbúningi og í rauninni orðið löngu tímabært,“ segir Andri. „Ef koma fram einhverjar ábendingar um að eitthvað mætti betur fara í þessum leiðbeiningum þá er alveg sjálfsagt að skoða það, endurskoða og uppfæra. Við munum skoða allar ábendingar með opnum hug,“ segir Andri að lokum. Ekki náðist í Theódór Skúla Sigurðsson við vinnslu fréttarinnar.
Landspítalinn Fjölmiðlar Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira