Gerir upp sögu Séð og heyrt: „Þetta er mjög sterkur samfélagsspegill“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júní 2024 21:01 Þorsteinn Joð ætlar að rýna í slúðurblaðið sáluga. vísir „Ég hitti blaðamann, sem hafði unnið á blaðinu og fór að segja mér sögur. Ég hugsaði með mér að ef þetta er ekki sjónvarp, þá er ekkert sjónvarp.“ Þetta segir Þorsteinn Joð sem vinnur nú að heimildarþáttum um slúðurtímaritið Sáluga, Séð og heyrt. Tímaritið kom út á árunum 1996-2016. „Fyrsta tölublaðið fjallaði um Ólaf Ragnar og Dorrit. Síðan þróast blaðið mjög mikið á þessum tuttugu árum. Síðan þróast blaðið mjög mikið á þessum tuttugu árum. Það kemur ný áhersla þegar Birtingur kaupir blaðið árið 2008. Síðan eru síðustu árin erfið þegar netmiðlarnir eru komnir til sögunnar.“ Ætlunin sé því að gera sex heimildarþætti, þar sem fjallað er um einstaka vinkla í hverri mynd. „Ég er búinn að taka viðtöl við allt starfsfólkið sem var þarna og heyra sögur frá þeim. Eins að tengja þetta við sögusvið blaðsins. Við megum ekki gleyma því að Séð og heyrt kemur út á Íslandi árið 1996. Eru fjörutíu raunverulega frægir á Íslandi?“ spyr Þorsteinn Joð sem ræddi þættina í Bítinu í vikunni. „Sögusviðið er Reykjavík City og svo Los Angeles og Hollywood. Sem er alveg galið.“ Þá hafi fólk orðið frægt í gegnum Séð og heyrt sem ekki hafi verið frægt fyrir. Þorsteinn nefnir Fjölni Þorgeirsson sem dæmi. „Hann er í fyrsta blaðinu og er svo bara í öllum blöðunum, nánas. Að byrja með og hætta með.“ Ásdís Rán hafi sömuleiðis verið áberandi. Hún og blaðið hafi í sameiningu búið til Ísdrottninguna svokölluðu. „Þeir leggja upp ásamt ritstjórn að gera lífið skemmtilegra. Tobba Marínós vann um tíma á Séð og heyrt og hún orðaði þetta mjög vel í viðtali. Hún sagði: „í Séð og heyrt voru bara allir æðislegir“. Fyrirsagnir hafi verið á heimsmælikvarða. Þorsteinn Joð vill tengja þættina við lesendur og þá sem fjallað var um. Bæði til að fjalla um það góða og slæma. Því hvetur Þorsteinn fólk til að hafa samband við hann í gegnum samfélagsmiðla. Hann segir Séð og heyrt ansi sterkan samfélagsspegil. „Það er ákveðin mótsögn í því að Séð og heyrt er geymt á Þjóðskjalasafninu. Það er innbundið í svörtum möppum með gylltum kili. Og handritin í næsta herbergi.“ Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Þetta segir Þorsteinn Joð sem vinnur nú að heimildarþáttum um slúðurtímaritið Sáluga, Séð og heyrt. Tímaritið kom út á árunum 1996-2016. „Fyrsta tölublaðið fjallaði um Ólaf Ragnar og Dorrit. Síðan þróast blaðið mjög mikið á þessum tuttugu árum. Síðan þróast blaðið mjög mikið á þessum tuttugu árum. Það kemur ný áhersla þegar Birtingur kaupir blaðið árið 2008. Síðan eru síðustu árin erfið þegar netmiðlarnir eru komnir til sögunnar.“ Ætlunin sé því að gera sex heimildarþætti, þar sem fjallað er um einstaka vinkla í hverri mynd. „Ég er búinn að taka viðtöl við allt starfsfólkið sem var þarna og heyra sögur frá þeim. Eins að tengja þetta við sögusvið blaðsins. Við megum ekki gleyma því að Séð og heyrt kemur út á Íslandi árið 1996. Eru fjörutíu raunverulega frægir á Íslandi?“ spyr Þorsteinn Joð sem ræddi þættina í Bítinu í vikunni. „Sögusviðið er Reykjavík City og svo Los Angeles og Hollywood. Sem er alveg galið.“ Þá hafi fólk orðið frægt í gegnum Séð og heyrt sem ekki hafi verið frægt fyrir. Þorsteinn nefnir Fjölni Þorgeirsson sem dæmi. „Hann er í fyrsta blaðinu og er svo bara í öllum blöðunum, nánas. Að byrja með og hætta með.“ Ásdís Rán hafi sömuleiðis verið áberandi. Hún og blaðið hafi í sameiningu búið til Ísdrottninguna svokölluðu. „Þeir leggja upp ásamt ritstjórn að gera lífið skemmtilegra. Tobba Marínós vann um tíma á Séð og heyrt og hún orðaði þetta mjög vel í viðtali. Hún sagði: „í Séð og heyrt voru bara allir æðislegir“. Fyrirsagnir hafi verið á heimsmælikvarða. Þorsteinn Joð vill tengja þættina við lesendur og þá sem fjallað var um. Bæði til að fjalla um það góða og slæma. Því hvetur Þorsteinn fólk til að hafa samband við hann í gegnum samfélagsmiðla. Hann segir Séð og heyrt ansi sterkan samfélagsspegil. „Það er ákveðin mótsögn í því að Séð og heyrt er geymt á Þjóðskjalasafninu. Það er innbundið í svörtum möppum með gylltum kili. Og handritin í næsta herbergi.“
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira