„Ef þú skorar ekki þá áttu ekki skilið að vinna“ Hinrik Wöhler skrifar 11. júní 2024 19:53 Guðni var svekktur með tapið en sagði sitt lið á góðri siglingu. Vísir/Hulda Margrét Guðni Eiríksson, þjálfari FH, þurfti að játa sig sigraðan þegar FH mætti Þór/KA í 8-liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna. Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum og það var Sandra María Jessen sem tryggði Þór/KA farseðilinn í undanúrslit með marki á 48. mínútu. „Spilamennskan var upp og niður, mér fannst fyrri hálfleikurinn allt í lagi. Hann var taktísk skák milli liðanna, út frá því hvernig liðin lögðu leikinn upp. Við fórum aðeins yfir hlutina í hálfleik en ekki betur en svo að við fengum á okkur mark eftir tvær mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki góð byrjun á leiknum,“ sagði Guðni um leikinn í dag. „Við reyndum í seinni hálfleik og sköpuðum okkur ágætis stöður inn á vellinum en mér fannst engu að síður að það vantaði lokasendinguna á síðasta þriðjung. Við fáum vissulega vítaspyrnu og það dugar oftar en ekki til að koma marki í leikinn en við misnotuðum hana og skoruðum ekki mark í leiknum. Ef þú skorar ekki þá áttu ekki skilið að vinna,“ bætti Guðni við. FH er á góðri siglingu Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en Þór/KA komst yfir skömmu eftir hálfleik. FH fékk tækifæri til að jafna leikinn skömmu síðar en Shelby Money í marki Þór/KA varði spyrnu Andreu Hauksdóttur. „Þór/KA lagði leikinn vel upp, þær þvinguðu kantmenn okkar til að fara aftar á völlinn og það þýddi að það var ákveðið bit farið þegar við vinnum boltann. Við ætluðum að laga það í hálfleiknum en svo fáum við mark í andlitið og það breytir leiknum. Mörk breyta leikjum og það gerði það í dag,“ sagði Guðni. Guðni var þó sáttur með varnarleikinn í dag og var frammistaðan talsvert betri en þegar liðin mættust í deildinni í lok apríl en sá leikur endaði með 4-0 sigri Þór/KA. „Mér fannst Þór/KA ekki vera að skapa sér mikið í 90 mínútur, þær fengu ekki mörg færi á móti okkur. Við töpum 4-0 síðast á móti þeim. FH er á góðri siglingu og við náum að tengja góðar frammistöður leik eftir leik og erum ágætis stað í dag. Nú er bikarinn frá og næsti leikur á laugardag í deild og við ætlum okkur sigur þar,“ sagði Guðni að lokum. Mjólkurbikar kvenna FH Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum og það var Sandra María Jessen sem tryggði Þór/KA farseðilinn í undanúrslit með marki á 48. mínútu. „Spilamennskan var upp og niður, mér fannst fyrri hálfleikurinn allt í lagi. Hann var taktísk skák milli liðanna, út frá því hvernig liðin lögðu leikinn upp. Við fórum aðeins yfir hlutina í hálfleik en ekki betur en svo að við fengum á okkur mark eftir tvær mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki góð byrjun á leiknum,“ sagði Guðni um leikinn í dag. „Við reyndum í seinni hálfleik og sköpuðum okkur ágætis stöður inn á vellinum en mér fannst engu að síður að það vantaði lokasendinguna á síðasta þriðjung. Við fáum vissulega vítaspyrnu og það dugar oftar en ekki til að koma marki í leikinn en við misnotuðum hana og skoruðum ekki mark í leiknum. Ef þú skorar ekki þá áttu ekki skilið að vinna,“ bætti Guðni við. FH er á góðri siglingu Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en Þór/KA komst yfir skömmu eftir hálfleik. FH fékk tækifæri til að jafna leikinn skömmu síðar en Shelby Money í marki Þór/KA varði spyrnu Andreu Hauksdóttur. „Þór/KA lagði leikinn vel upp, þær þvinguðu kantmenn okkar til að fara aftar á völlinn og það þýddi að það var ákveðið bit farið þegar við vinnum boltann. Við ætluðum að laga það í hálfleiknum en svo fáum við mark í andlitið og það breytir leiknum. Mörk breyta leikjum og það gerði það í dag,“ sagði Guðni. Guðni var þó sáttur með varnarleikinn í dag og var frammistaðan talsvert betri en þegar liðin mættust í deildinni í lok apríl en sá leikur endaði með 4-0 sigri Þór/KA. „Mér fannst Þór/KA ekki vera að skapa sér mikið í 90 mínútur, þær fengu ekki mörg færi á móti okkur. Við töpum 4-0 síðast á móti þeim. FH er á góðri siglingu og við náum að tengja góðar frammistöður leik eftir leik og erum ágætis stað í dag. Nú er bikarinn frá og næsti leikur á laugardag í deild og við ætlum okkur sigur þar,“ sagði Guðni að lokum.
Mjólkurbikar kvenna FH Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira