„Við tökum vel á móti öllum sem vilja gera sér ferð norður“ Hinrik Wöhler skrifar 11. júní 2024 20:12 Það var létt yfir þjálfara liðsins, Jóhanni Kristni Gunnarssyni, eftir sigurinn í dag. vísir/Hulda Margrét Þór/KA tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna þegar liðið sigraði FH með einu marki gegn engu í Hafnarfirði í dag. Það var létt yfir þjálfara liðsins, Jóhanni Kristni Gunnarssyni, eftir sigurinn í dag. „Þetta er bara það sem við komum til að gera og 1-0 dugar. Hrikalega ánægður með að vera kominn áfram,“ sagði Jóhann Kristinn skömmu eftir leik. Stutt síðan síðast og stelpurnar til fyrirmyndar Fyrri hálfleikur var afar rólegur og liðin voru ekki að skapa sér mörg færi. Jóhann var þó alls ekki ósáttur með frammistöðuna framan af. „Það var margt sem við sáum og hefðum viljað gera betur. Ég er þó fullmeðvitaður úr hvaða verkefni við erum að koma. Á laugardaginn síðasta spiluðum við mjög erfiðan leik og keyrum svo í þennan leik örfáum dögum seinna. Mér fannst til fyrirmyndar hvernig stelpurnar afgreiddu þennan leik í dag. Ég dáist af þeim hvernig þær tækluðu þennan dag og þennan leik.“ „Þó það var eitthvað sem mátti betur fara í fyrri hálfleik þá gerðu þær nákvæmlega það sem við vildum, við vildum ekki hafa leikinn of opinn. FH er lið sem vill opna leikinn og sprengja þetta upp en við vildum halda þessu lokuðu og við gerðum það. Við vorum ekki að fá mörg færi á okkur og allt hrós í heimi á stelpurnar hvernig þær afgreiddu þetta í dag,“ sagði Jóhann um frammistöðu liðsins. Snögg að segja til sín Markahæsti leikmaður liðsins, Sandra María Jessen, byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik. Hún var ekki lengi að láta að sér kveða og skoraði eina mark leiksins eftir að hafa verið inn á í rúmlega tvær mínútur. „Það var plan hjá okkur að hvíla því að hún er að koma úr svakalegri törn með landsliðinu á meðan aðrar fengu að hvíla. Hún spilar seinni leikinn þar í nær 90 mínútur og það var ekki í boði að hún myndi taka 90 mínútur á þungum velli á móti Breiðabliki á laugardaginn og koma svo í þennan að taka hann allan líka. Þetta var plan sem gekk fullkomlega upp og nú er bara að hvíla og ná í orku fyrir næsta leik,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður út í þetta útspil. „Sandra er eitt af þessum stóru trompum í þessum blessaða bolta og það held ég sást alveg. Það verður ekki tekið af hinum í liðinu, þó að hún eins og oft áður hirðir fyrirsagnirnar. Þetta var mjög fagmannlega gert hjá stelpunum, við gerum ein mistök og fáum víti á okkur. Það var varið og það var frábærlega gert af okkar markmanni,“ bætti Jóhann við. Þór/KA er komið í undanúrslit en það er engin óskamótherji samkvæmt Jóhanni og hann hefur aðeins eina ósk, það er að bjóða mótherjum sínum norður. „Fjarlægur draumur Þór/KA er að fá heimaleik og ég veit ekki hvenær það gerðist síðast í þessari keppni. Við tökum vel á móti öllum sem vilja gera sér ferð norður, það er ekki spurning. Ég væri til að fá heimaleik, það er bara klisja á móti,“ sagði Jóhann léttur í bragði að lokum. Mjólkurbikar kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
„Þetta er bara það sem við komum til að gera og 1-0 dugar. Hrikalega ánægður með að vera kominn áfram,“ sagði Jóhann Kristinn skömmu eftir leik. Stutt síðan síðast og stelpurnar til fyrirmyndar Fyrri hálfleikur var afar rólegur og liðin voru ekki að skapa sér mörg færi. Jóhann var þó alls ekki ósáttur með frammistöðuna framan af. „Það var margt sem við sáum og hefðum viljað gera betur. Ég er þó fullmeðvitaður úr hvaða verkefni við erum að koma. Á laugardaginn síðasta spiluðum við mjög erfiðan leik og keyrum svo í þennan leik örfáum dögum seinna. Mér fannst til fyrirmyndar hvernig stelpurnar afgreiddu þennan leik í dag. Ég dáist af þeim hvernig þær tækluðu þennan dag og þennan leik.“ „Þó það var eitthvað sem mátti betur fara í fyrri hálfleik þá gerðu þær nákvæmlega það sem við vildum, við vildum ekki hafa leikinn of opinn. FH er lið sem vill opna leikinn og sprengja þetta upp en við vildum halda þessu lokuðu og við gerðum það. Við vorum ekki að fá mörg færi á okkur og allt hrós í heimi á stelpurnar hvernig þær afgreiddu þetta í dag,“ sagði Jóhann um frammistöðu liðsins. Snögg að segja til sín Markahæsti leikmaður liðsins, Sandra María Jessen, byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik. Hún var ekki lengi að láta að sér kveða og skoraði eina mark leiksins eftir að hafa verið inn á í rúmlega tvær mínútur. „Það var plan hjá okkur að hvíla því að hún er að koma úr svakalegri törn með landsliðinu á meðan aðrar fengu að hvíla. Hún spilar seinni leikinn þar í nær 90 mínútur og það var ekki í boði að hún myndi taka 90 mínútur á þungum velli á móti Breiðabliki á laugardaginn og koma svo í þennan að taka hann allan líka. Þetta var plan sem gekk fullkomlega upp og nú er bara að hvíla og ná í orku fyrir næsta leik,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður út í þetta útspil. „Sandra er eitt af þessum stóru trompum í þessum blessaða bolta og það held ég sást alveg. Það verður ekki tekið af hinum í liðinu, þó að hún eins og oft áður hirðir fyrirsagnirnar. Þetta var mjög fagmannlega gert hjá stelpunum, við gerum ein mistök og fáum víti á okkur. Það var varið og það var frábærlega gert af okkar markmanni,“ bætti Jóhann við. Þór/KA er komið í undanúrslit en það er engin óskamótherji samkvæmt Jóhanni og hann hefur aðeins eina ósk, það er að bjóða mótherjum sínum norður. „Fjarlægur draumur Þór/KA er að fá heimaleik og ég veit ekki hvenær það gerðist síðast í þessari keppni. Við tökum vel á móti öllum sem vilja gera sér ferð norður, það er ekki spurning. Ég væri til að fá heimaleik, það er bara klisja á móti,“ sagði Jóhann léttur í bragði að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira