Ólga meðal íbúa vegna fyrirhugaðra framkvæmda Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júní 2024 12:12 Horft yfir Vellina í Hafnarfirði. Verkefni Carbfix mun fara fram sunnan við álverið í Straumsvík sem sést í bakgrunni ljósmyndarinnar. Vísir/Vilhelm Ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna samkomulags Coda terminal, dótturfélags Carbfix, og bæjarstjórnar um að koma upp borteigum í hrauninu steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði. Fyrirhugaðir borteigar munu vera tíu talsins en þeir verða nýttir til að dæla koldíoxíð ofan í bergið. Mótmælahópur var stofnaður á Facebook fyrir þremur dögum til að sporna gegn þessum fyrirhuguðu framkvæmdum en hópurinn telur nú um þúsund manns. „Við förum fram á að fyrirhugaðir borteigar fái aðra staðsetningu fjær mannabústöðum. Við teljum að fyrirhugaðir borteigar og niðurdæling koldíoxið í setlög, hafi ekki fengið nægilega mikla reynslu til að það sé ásættanlegt að bora 300- 700 metra undir mannabústaði,“ segir inn á mótmælahópnum. Mótmæla ekki verkefninu sem slíku Þó nokkrir íbúar virðast vera á móti verkefninu en einn þeirra er Ragnar Þór Reynisson, stofnandi mótmælahópsins. „Maður setur spurningarmerki við þetta. Það á að dæla niður í þúsund metra dýpi við hverfið. Skoða þarf hvort það séu einhverjir neikvæðir þættir eins og jarðskjálftar og áhrif á grunnvatnið,“ segir hann og bætir við að hann og nokkrir íbúar í Hafnarfirði hafi tekið sig saman og stofnað mótmælahópinn þegar ljóst þótti að framkvæmdirnar yrðu að veruleika. „Við vorum nokkur þarna í hverfinu sem vildum staldra við. Því þetta er á þessari stærðargráðu. Þetta er mikið og tæknilegt og flókið verkefni. Við erum kannski ekki að mótmæla aðferðinni sem slíkri en að vera svona nálægt byggð.“ Hafa áhyggjur af jarðskjálftum á svæðinu Ítrekað er á mótmælahópnum að ekki sé mótmælt verkefninu í sjálfur sér heldur að það fari fram í grennd við íbúðahverfi í Hafnarfirði. Meðlimir hópsins kalla eftir frekari rannsóknum og telja að það þurfi frekari reynslu til að vita hvernig áhrif jarðskjálftavirkni á svæðinu muni hafa á verkefnið. Einn meðlimur hópsins krefst þess að það verði skilyrði fyrir verkefninu að ef skjálfti finnst við niðurdælingu að þá verði niðurdæling stoppuð í viku. Tankskip muni flytja koldíoxíð til landsins Ragnar og meðlimir hópsins gagnrýna jafnframt að stækka þurfi höfnina við Straumsvík vegna verkefnisins en það er nauðsynlegt til að taka á móti stærri tankskipum sem munu flytja koldíoxíð til landsins. Reiknað er með að stækkunin muni kosta á bilinu níu til fimmtán milljarða króna. Í hópnum er tekið fram að ljóst þyki að kostnaður við hafnarframkvæmdirnar muni leggjast á íbúa í bænum enda er stækkunin fjármögnuð af Hafnarfjarðabæ. „Hvað á síðan að gera við höfnina eftir 30 ár þegar Coda terminal lokar á þessu svæði,“ segir Ragnar. Ætla ekki að berja í potta Ragnar kallar eftir því að kosið verði um framkvæmdina meðal íbúa í Hafnarfirði og segir að skammur tími sé til stefnu því að Carbfix stefnir á að tryggja sér starfsleyfi fyrir lok ársins. „Við erum ekkert að standa upp og berja í potta. Við hefðum viljað fá að vera meiri þátttakendur í umræðunni því þetta er af þeirri stærðargráðu,“ segir hann. Hafnarfjörður Tengdar fréttir Carbfix vinnur að byltingarkenndri lausn í kolefnisbindingu Carbfix mun á næstunni hefja tilraunir með að nota sjó til að steinrenna koltvísýringi í berglögum neðanjarðar. Mikil tækifæri felast í tilraunum Carbfix fyrir lönd og landsvæði sem hafa takmarkað aðgengi að ferskvatni en eru nálægt sjó. 12. ágúst 2022 11:44 Skila öllu vatni sem þarf í kolefnisförgun aftur í jörðina Vatni sem dælt verður upp úr ferskvatnsstraumi neðanjarðar við Straumsvík fyrir kolefnisförgunarstöð Carbfix verður öllu skilað aftur ofan í jörðina og hefur ekki áhrif á vatnsból. Opinberar stofnanir segja að rannsaka verði vel umhverfisáhrif gríðarlegrar vatnsnotkunar stöðvarinnar. 22. febrúar 2023 11:02 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Fyrirhugaðir borteigar munu vera tíu talsins en þeir verða nýttir til að dæla koldíoxíð ofan í bergið. Mótmælahópur var stofnaður á Facebook fyrir þremur dögum til að sporna gegn þessum fyrirhuguðu framkvæmdum en hópurinn telur nú um þúsund manns. „Við förum fram á að fyrirhugaðir borteigar fái aðra staðsetningu fjær mannabústöðum. Við teljum að fyrirhugaðir borteigar og niðurdæling koldíoxið í setlög, hafi ekki fengið nægilega mikla reynslu til að það sé ásættanlegt að bora 300- 700 metra undir mannabústaði,“ segir inn á mótmælahópnum. Mótmæla ekki verkefninu sem slíku Þó nokkrir íbúar virðast vera á móti verkefninu en einn þeirra er Ragnar Þór Reynisson, stofnandi mótmælahópsins. „Maður setur spurningarmerki við þetta. Það á að dæla niður í þúsund metra dýpi við hverfið. Skoða þarf hvort það séu einhverjir neikvæðir þættir eins og jarðskjálftar og áhrif á grunnvatnið,“ segir hann og bætir við að hann og nokkrir íbúar í Hafnarfirði hafi tekið sig saman og stofnað mótmælahópinn þegar ljóst þótti að framkvæmdirnar yrðu að veruleika. „Við vorum nokkur þarna í hverfinu sem vildum staldra við. Því þetta er á þessari stærðargráðu. Þetta er mikið og tæknilegt og flókið verkefni. Við erum kannski ekki að mótmæla aðferðinni sem slíkri en að vera svona nálægt byggð.“ Hafa áhyggjur af jarðskjálftum á svæðinu Ítrekað er á mótmælahópnum að ekki sé mótmælt verkefninu í sjálfur sér heldur að það fari fram í grennd við íbúðahverfi í Hafnarfirði. Meðlimir hópsins kalla eftir frekari rannsóknum og telja að það þurfi frekari reynslu til að vita hvernig áhrif jarðskjálftavirkni á svæðinu muni hafa á verkefnið. Einn meðlimur hópsins krefst þess að það verði skilyrði fyrir verkefninu að ef skjálfti finnst við niðurdælingu að þá verði niðurdæling stoppuð í viku. Tankskip muni flytja koldíoxíð til landsins Ragnar og meðlimir hópsins gagnrýna jafnframt að stækka þurfi höfnina við Straumsvík vegna verkefnisins en það er nauðsynlegt til að taka á móti stærri tankskipum sem munu flytja koldíoxíð til landsins. Reiknað er með að stækkunin muni kosta á bilinu níu til fimmtán milljarða króna. Í hópnum er tekið fram að ljóst þyki að kostnaður við hafnarframkvæmdirnar muni leggjast á íbúa í bænum enda er stækkunin fjármögnuð af Hafnarfjarðabæ. „Hvað á síðan að gera við höfnina eftir 30 ár þegar Coda terminal lokar á þessu svæði,“ segir Ragnar. Ætla ekki að berja í potta Ragnar kallar eftir því að kosið verði um framkvæmdina meðal íbúa í Hafnarfirði og segir að skammur tími sé til stefnu því að Carbfix stefnir á að tryggja sér starfsleyfi fyrir lok ársins. „Við erum ekkert að standa upp og berja í potta. Við hefðum viljað fá að vera meiri þátttakendur í umræðunni því þetta er af þeirri stærðargráðu,“ segir hann.
Hafnarfjörður Tengdar fréttir Carbfix vinnur að byltingarkenndri lausn í kolefnisbindingu Carbfix mun á næstunni hefja tilraunir með að nota sjó til að steinrenna koltvísýringi í berglögum neðanjarðar. Mikil tækifæri felast í tilraunum Carbfix fyrir lönd og landsvæði sem hafa takmarkað aðgengi að ferskvatni en eru nálægt sjó. 12. ágúst 2022 11:44 Skila öllu vatni sem þarf í kolefnisförgun aftur í jörðina Vatni sem dælt verður upp úr ferskvatnsstraumi neðanjarðar við Straumsvík fyrir kolefnisförgunarstöð Carbfix verður öllu skilað aftur ofan í jörðina og hefur ekki áhrif á vatnsból. Opinberar stofnanir segja að rannsaka verði vel umhverfisáhrif gríðarlegrar vatnsnotkunar stöðvarinnar. 22. febrúar 2023 11:02 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Carbfix vinnur að byltingarkenndri lausn í kolefnisbindingu Carbfix mun á næstunni hefja tilraunir með að nota sjó til að steinrenna koltvísýringi í berglögum neðanjarðar. Mikil tækifæri felast í tilraunum Carbfix fyrir lönd og landsvæði sem hafa takmarkað aðgengi að ferskvatni en eru nálægt sjó. 12. ágúst 2022 11:44
Skila öllu vatni sem þarf í kolefnisförgun aftur í jörðina Vatni sem dælt verður upp úr ferskvatnsstraumi neðanjarðar við Straumsvík fyrir kolefnisförgunarstöð Carbfix verður öllu skilað aftur ofan í jörðina og hefur ekki áhrif á vatnsból. Opinberar stofnanir segja að rannsaka verði vel umhverfisáhrif gríðarlegrar vatnsnotkunar stöðvarinnar. 22. febrúar 2023 11:02