Fyrsta trans konan til að vinna háskólatitil fær ekki að keppa á ÓL Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2024 21:45 Lia Thomas fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum í París sem hefjast í næsta mánuði. Rich von Biberstein/Icon Sportswire via Getty Images Bandaríska sundkonan Lia Thomas, sem varð á sínum tíma fyrsta trans íþróttamanneskjan til að vinna NCAA háskólatitil, fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa tapað dómsmáli gegn Alþjóðasundsambandinu, World Aquatics. Árið 2022 setti Alþjóðasundsambandið fram reglur um það að trans konur þyrftu að sýna fram á að þær hafi hafið kynleiðréttingarferlið áður en þær gengu í gegnum kynþroska til að mega keppa í kvennaflokki. Thomas reyndi að fá þeim reglum hnekkt hjá Alþjóðaíþróttadómstólnum CAS. Hún hélt því fram að reglurnar ættu að vera dæmdar „ógildar og ólöglegar“ þar sem þær stæðu á skjön við Ólympíusáttmálan og lög Alþjóðasundsambandsins. Hins vegar komst dómstóllinn að þeirri ákvörðun að Thomas hefði „einfaldlega ekki rétt á“ að taka þátt í keppnum á vegum Alþjóðasundsambandsins. Transgender swimmer Lia Thomas out of Olympics after being dealt fatal legal blow https://t.co/ehCeKHWzGT pic.twitter.com/EG3QFHbz3c— Daily Mail Online (@MailOnline) June 12, 2024 „Alþjóðasundsambandið leggur áherslu á það að búa til umhverfi sem stuðlar að sanngirni, virðingu og jöfnum tækifærum fyrir íþróttafólk af öllum kynjum,“ segir meðal annars í niðurstöðu sambandsins. Alþjóðasundsambandið kynnti breytingu á regluverki sambandsins árið 2022 eftir að Thomas tryggði sér gullið í 500 metra skriðsundi á NCAA háskólamóti gegn Emmu Weyant. Weyant hafði tryggt sér silfur á Ólympíuleikunum árið 2020, en Thomas kom í mark 1,75 sekúndum á undan Weyant. Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum Í skjali sem fylgdi ákvörðun Alþjóðaíþróttadómstólsins segir meðal annars að sundfólk eins og Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum eftir að hafa gengið í gegnum kynþroskaskeið karlmanna. Yfirburðum í úthaldi, krafti, hraða, styrk og lungnastærð, jafnvel eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. By dismissing Lia Thomas’ legal challenge against World Aquatics, CAS has denied her fundamental right to access an effective remedy for acts that violate her human rights. This is a sad day for sports and for all who believe in justice and equality. https://t.co/bEtKZAW8JA— Athlete Ally (@AthleteAlly) June 12, 2024 Þrátt fyrir að Alþjóðasundsambandið hafi verið tilbúið að færa rök fyrir máli sínu um vísindalegar hliðar málsins, fjallaði málið fyrir Aljþóðaíþróttadómstólnum aðeins um hvort Thomas hefði rétt á því að mótmæla reglum sambandsins. „Nefndin kemst að þeirri niðustöðu að þar sem að íþróttamaðurinn [Lia Thomas] hefur ekki rétt á því að taka þátt í úrvalsflokkum samkvæmt skilgreiningu bandaríska sundsambandsins, eða að keppa í greinum á vegum Alþjóðasundsambandsins, sem á sér stað við skráningu hjá sambandinu fyrir keppni eða með því að eiga frammistöðu sem leiðir til beiðni um skráningu um heimsmet, á hún einfaldlega ekki rétt á að taka þátt í keppnum á vegum sambandsins.“ Lia Thomas mun því ekki fá að keppa á Ólympíuleikunum í París sem hefjast í næsta mánuði. Ólympíuleikar 2024 í París Sund Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Árið 2022 setti Alþjóðasundsambandið fram reglur um það að trans konur þyrftu að sýna fram á að þær hafi hafið kynleiðréttingarferlið áður en þær gengu í gegnum kynþroska til að mega keppa í kvennaflokki. Thomas reyndi að fá þeim reglum hnekkt hjá Alþjóðaíþróttadómstólnum CAS. Hún hélt því fram að reglurnar ættu að vera dæmdar „ógildar og ólöglegar“ þar sem þær stæðu á skjön við Ólympíusáttmálan og lög Alþjóðasundsambandsins. Hins vegar komst dómstóllinn að þeirri ákvörðun að Thomas hefði „einfaldlega ekki rétt á“ að taka þátt í keppnum á vegum Alþjóðasundsambandsins. Transgender swimmer Lia Thomas out of Olympics after being dealt fatal legal blow https://t.co/ehCeKHWzGT pic.twitter.com/EG3QFHbz3c— Daily Mail Online (@MailOnline) June 12, 2024 „Alþjóðasundsambandið leggur áherslu á það að búa til umhverfi sem stuðlar að sanngirni, virðingu og jöfnum tækifærum fyrir íþróttafólk af öllum kynjum,“ segir meðal annars í niðurstöðu sambandsins. Alþjóðasundsambandið kynnti breytingu á regluverki sambandsins árið 2022 eftir að Thomas tryggði sér gullið í 500 metra skriðsundi á NCAA háskólamóti gegn Emmu Weyant. Weyant hafði tryggt sér silfur á Ólympíuleikunum árið 2020, en Thomas kom í mark 1,75 sekúndum á undan Weyant. Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum Í skjali sem fylgdi ákvörðun Alþjóðaíþróttadómstólsins segir meðal annars að sundfólk eins og Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum eftir að hafa gengið í gegnum kynþroskaskeið karlmanna. Yfirburðum í úthaldi, krafti, hraða, styrk og lungnastærð, jafnvel eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. By dismissing Lia Thomas’ legal challenge against World Aquatics, CAS has denied her fundamental right to access an effective remedy for acts that violate her human rights. This is a sad day for sports and for all who believe in justice and equality. https://t.co/bEtKZAW8JA— Athlete Ally (@AthleteAlly) June 12, 2024 Þrátt fyrir að Alþjóðasundsambandið hafi verið tilbúið að færa rök fyrir máli sínu um vísindalegar hliðar málsins, fjallaði málið fyrir Aljþóðaíþróttadómstólnum aðeins um hvort Thomas hefði rétt á því að mótmæla reglum sambandsins. „Nefndin kemst að þeirri niðustöðu að þar sem að íþróttamaðurinn [Lia Thomas] hefur ekki rétt á því að taka þátt í úrvalsflokkum samkvæmt skilgreiningu bandaríska sundsambandsins, eða að keppa í greinum á vegum Alþjóðasundsambandsins, sem á sér stað við skráningu hjá sambandinu fyrir keppni eða með því að eiga frammistöðu sem leiðir til beiðni um skráningu um heimsmet, á hún einfaldlega ekki rétt á að taka þátt í keppnum á vegum sambandsins.“ Lia Thomas mun því ekki fá að keppa á Ólympíuleikunum í París sem hefjast í næsta mánuði.
Ólympíuleikar 2024 í París Sund Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira