Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 20:24 Lilja Rannveig er yngsti þingmaðurinn á þingi. Aðsend Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. „Mér hefur hlotnast sá heiður síðastliðin þrjú ár að vera yngsti kjörni alþingismaðurinn. Það er titill sem tíminn tekur af manni, en við sjáum það út um allan heim að ungu fólki er ekki treyst til þess að kjósa, til að bjóða sig fram eða til að gegna stjórnunarstöðum. Sjálfri þykir mér það gríðarlega mikilvægt að ungt fólk komi að öllum ákvarðanatökum. Það er nauðsynlegt að hópurinn á bakvið stórar ákvarðanir sýni ákveðna breidd samfélagsins þar sem mismunandi sjónarmið liggja að baki og framtíðarsýnin er til staðar á sama tíma og við höfum reynslu fortíðarinnar,“ sagði Lilja Rannveig í almennum stjórnmálaumræðum eða eldhúsdagsumræðum á þingi í kvöld. Hún segir áríðandi að taka vel utan um ungt fólk. „Því við erum að sjá það að það eru allt of margir ungir einstaklingar undir þrítugu, sem eru ekki í vinnu eða námi. Hópurinn frá 18-30 ára er á viðkvæmu stigi í sínu lífi og við eigum að koma með fleiri aðgerðir sem koma sérstaklega til móts við þann hóp, eins og hlutdeildarlánin eru til að hjálpa ungu fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn.“ Hún sagði mikilvægt að skoða hópinn og stöðu hans heildstætt og best væri ef mynduð væri sérstök ungmennastefna með aðgerðaáætlun. „Að mínu mati eru stefnur ríkisstjórna eitt besta verkfærið til framtíðarstefnumótunar því að þær standa þó að ný ríkisstjórn komi að borðinu.Í þeim felst framtíðarsýn þingsins í mismunandi málaflokkum og nú á þessu kjörtímabili hafa verið lagðar fram og samþykktar mikilvægar stefnur og aðgerðaáætlanir þeim tengdar...Þetta gefur tóninn er varðar stöðu og framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar í ótalmörgum málaflokkum.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08 „Heiti því að tryggja aftur efnahagslegan stöðugleika“ Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
„Mér hefur hlotnast sá heiður síðastliðin þrjú ár að vera yngsti kjörni alþingismaðurinn. Það er titill sem tíminn tekur af manni, en við sjáum það út um allan heim að ungu fólki er ekki treyst til þess að kjósa, til að bjóða sig fram eða til að gegna stjórnunarstöðum. Sjálfri þykir mér það gríðarlega mikilvægt að ungt fólk komi að öllum ákvarðanatökum. Það er nauðsynlegt að hópurinn á bakvið stórar ákvarðanir sýni ákveðna breidd samfélagsins þar sem mismunandi sjónarmið liggja að baki og framtíðarsýnin er til staðar á sama tíma og við höfum reynslu fortíðarinnar,“ sagði Lilja Rannveig í almennum stjórnmálaumræðum eða eldhúsdagsumræðum á þingi í kvöld. Hún segir áríðandi að taka vel utan um ungt fólk. „Því við erum að sjá það að það eru allt of margir ungir einstaklingar undir þrítugu, sem eru ekki í vinnu eða námi. Hópurinn frá 18-30 ára er á viðkvæmu stigi í sínu lífi og við eigum að koma með fleiri aðgerðir sem koma sérstaklega til móts við þann hóp, eins og hlutdeildarlánin eru til að hjálpa ungu fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn.“ Hún sagði mikilvægt að skoða hópinn og stöðu hans heildstætt og best væri ef mynduð væri sérstök ungmennastefna með aðgerðaáætlun. „Að mínu mati eru stefnur ríkisstjórna eitt besta verkfærið til framtíðarstefnumótunar því að þær standa þó að ný ríkisstjórn komi að borðinu.Í þeim felst framtíðarsýn þingsins í mismunandi málaflokkum og nú á þessu kjörtímabili hafa verið lagðar fram og samþykktar mikilvægar stefnur og aðgerðaáætlanir þeim tengdar...Þetta gefur tóninn er varðar stöðu og framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar í ótalmörgum málaflokkum.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08 „Heiti því að tryggja aftur efnahagslegan stöðugleika“ Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08
„Heiti því að tryggja aftur efnahagslegan stöðugleika“ Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59