„Maður finnur aðeins til með liðinu að þurfa að spila á þessum velli” Árni Gísli Magnússon skrifar 12. júní 2024 21:41 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Anton Brink Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í lund þegar blaðamann bar að garði eftir 1-0 sigur á Þór á Akureyri í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með marki á lokaandartökum leiksins. Hvernig eru tilfinningarnar eftir, hvað eigum við að segja, ljótan sigur? Jökull skellti upp úr, sem gefur til kynna að sigurinn hafi kannski ekki verið mjög fallegur, áður en hann tók til máls: „Já, þetta eru bara góðar tilfinningar og okkur fannst þessi leikur svo sem vera fara í framlengingu og mér fannst bara Þórsarar eiga skilið að fara í framlengingu eins og þeir spiluðu, þeir spiluðu frábæran leik, gott lið, vel þjálfað og maður finnur aðeins til með liðinu að þurfa að spila á þessum velli. Þetta eru góðir fótboltamenn og ég veit að Siggi (Sigurður Höskuldsson) og þeir vilji spila góðan fótbolta en bara mjög ánægjulegt.” Það var ýmislegt í spilamennsku Lengjudeildar liði Þórs sem heillaði Jökul. „Þeir eru náttúrulega bara vel drillaðir og svo eru góðir leikmenn þarna inni á milli. Nokkrir mjög öflugir í dag og auðvitað voru þeir í því hlutverki í dag að hafa stjórn á leiknum í dag með því að liggja aðeins og það er mjög eðiliegt, ég held að þeim hafi liðið vel, leikurinn var það hægur og í raun fyrirsjáanlegur að ég held að við höfum aldrei náð að láta þeim líða neitt sérstaklega illa þannig að góðir leikmenn og góður þjálfari.” Það er erfitt að halda því fram að Stjarnan hafi spilað fótbolta í dag á þann hátt sem þeir vilja og spilar völlurinn þar hlutverk en Stjarnan spilar alla jafna á gervigrasi. „Hann spilaði inn í, það var eiginlega ekkert hægt að spila inn á milli, og alltaf þegar við reyndum það misheppnaðist það eða að við fengum ekkert út úr því en það breytti samt ekkert sérstaklega leikskipulaginu því að þeir hafa verið brothættir í boltum aftur fyrir vörnina þannig þó hann hefði verið á gervigrasi hefðum við leitað meira aftur fyrir. Við hefðum hins vegar átt fleiri öðruvísi móment inn á milli á betri velli en bara sterkt að koma hingað og vinna.” Bikarleikir þessara liða á Þórsvellinum hafa verið dramatískir en 2013 vann Stjarnan í vítaspyrnukeppni og 2018 í framlengingu með tveimur mörkum í blálokin eftir að hafa lent undir. Jökull segist ekki hafa verið meðvitaður um þetta. „Nei nei, við erum búnir að skoða síðustu leiki hjá þeim og höfðum góða hugmynd um styrkleika og veikleika og tækifæri en svo auðvitað kemur þetta og það er lokaður leikur og náðum svo sem ekkert að nýta það fyrr en rétt í restina þar sem við erum aggressívir í fyrirgjöf og við ætluðum meira í fyrirgjafir og vel gert að klára það.” Stjarnan hefur tapað síðustu tveimur deildarleikjum nokkuð sannfærandi og sigurinn í dag því kærkominn. „Já já, líka bara menn eru búnir að vinna mikið frá síðasta leik og leggja rosalega mikið á sig inni á æfingum og utan æfinga og bara rýna mikið í ansi margt frá öllu tímabilinu og þar af leiðandi er gott að menn uppskeri líka bara eftir mikla vinnu og nú taka menn sér tveggja daga frí og gera sig klára í næsta deildarleik.” Mjólkurbikar karla Stjarnan Þór Akureyri Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira
Hvernig eru tilfinningarnar eftir, hvað eigum við að segja, ljótan sigur? Jökull skellti upp úr, sem gefur til kynna að sigurinn hafi kannski ekki verið mjög fallegur, áður en hann tók til máls: „Já, þetta eru bara góðar tilfinningar og okkur fannst þessi leikur svo sem vera fara í framlengingu og mér fannst bara Þórsarar eiga skilið að fara í framlengingu eins og þeir spiluðu, þeir spiluðu frábæran leik, gott lið, vel þjálfað og maður finnur aðeins til með liðinu að þurfa að spila á þessum velli. Þetta eru góðir fótboltamenn og ég veit að Siggi (Sigurður Höskuldsson) og þeir vilji spila góðan fótbolta en bara mjög ánægjulegt.” Það var ýmislegt í spilamennsku Lengjudeildar liði Þórs sem heillaði Jökul. „Þeir eru náttúrulega bara vel drillaðir og svo eru góðir leikmenn þarna inni á milli. Nokkrir mjög öflugir í dag og auðvitað voru þeir í því hlutverki í dag að hafa stjórn á leiknum í dag með því að liggja aðeins og það er mjög eðiliegt, ég held að þeim hafi liðið vel, leikurinn var það hægur og í raun fyrirsjáanlegur að ég held að við höfum aldrei náð að láta þeim líða neitt sérstaklega illa þannig að góðir leikmenn og góður þjálfari.” Það er erfitt að halda því fram að Stjarnan hafi spilað fótbolta í dag á þann hátt sem þeir vilja og spilar völlurinn þar hlutverk en Stjarnan spilar alla jafna á gervigrasi. „Hann spilaði inn í, það var eiginlega ekkert hægt að spila inn á milli, og alltaf þegar við reyndum það misheppnaðist það eða að við fengum ekkert út úr því en það breytti samt ekkert sérstaklega leikskipulaginu því að þeir hafa verið brothættir í boltum aftur fyrir vörnina þannig þó hann hefði verið á gervigrasi hefðum við leitað meira aftur fyrir. Við hefðum hins vegar átt fleiri öðruvísi móment inn á milli á betri velli en bara sterkt að koma hingað og vinna.” Bikarleikir þessara liða á Þórsvellinum hafa verið dramatískir en 2013 vann Stjarnan í vítaspyrnukeppni og 2018 í framlengingu með tveimur mörkum í blálokin eftir að hafa lent undir. Jökull segist ekki hafa verið meðvitaður um þetta. „Nei nei, við erum búnir að skoða síðustu leiki hjá þeim og höfðum góða hugmynd um styrkleika og veikleika og tækifæri en svo auðvitað kemur þetta og það er lokaður leikur og náðum svo sem ekkert að nýta það fyrr en rétt í restina þar sem við erum aggressívir í fyrirgjöf og við ætluðum meira í fyrirgjafir og vel gert að klára það.” Stjarnan hefur tapað síðustu tveimur deildarleikjum nokkuð sannfærandi og sigurinn í dag því kærkominn. „Já já, líka bara menn eru búnir að vinna mikið frá síðasta leik og leggja rosalega mikið á sig inni á æfingum og utan æfinga og bara rýna mikið í ansi margt frá öllu tímabilinu og þar af leiðandi er gott að menn uppskeri líka bara eftir mikla vinnu og nú taka menn sér tveggja daga frí og gera sig klára í næsta deildarleik.”
Mjólkurbikar karla Stjarnan Þór Akureyri Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira