Það er þó ekki ástæðan fyrir því að leikurinn ratar í fréttirnar hér á Vísi en ástæðan er sú að áhorfandi sem hljóp inn á völlinn var skotinn með rafbyssu af lögreglumanni sem sinnti öryggisgæslu á leiknum.
Leikurinn fór eins og hann fór en á einum tímapunkti leiksins ákvað hinn 19 ára gamli William Hendon, stuðningsmaður Cincinnati, að hann vildi sínar 15 sekúndur af frægð.
These photos of the fan who ran onto the field during Reds-Guardians game 😳
— Bleacher Report (@BleacherReport) June 12, 2024
He did a backflip before being tased by police
(📸: Andy Lyons) pic.twitter.com/U0TasgUUHc
Hann hljóp því inn á Great American Ball Park-völlinn, spjallaði stuttlega við Tyler Freeman – leikmann Guardians, áður en komið var að stuttri fimleika sýningu.
Eftir stutta sýningu á miðjum vellinum var komið að því að reyna stinga lögregluna af. Það gekk vægast sagt ekki upp þar sem lögreglumaðurinn tók upp rafbyssu og skaut Hendon í bakið. Féll hann til jarðar í þann mund er annar lögreglumaður kom askvaðandi.
„Stuðningsmaður hljóp inn á völlinn og reyndi að stinga lögregluna af þegar þeir reyndu að hindra frekari truflun á leiknum. Með því ögraði hann bæði öryggi leikmanna og starfsfólki vallarins. Téður einstaklingur var skotinn með rafbyssu til að hægt væri að hafa hendur í hári hans,“ sagði lögreglufulltrúinn Jonathan Cunningham í viðtali við NBC News.
Lögmaður og fjölskylda Hendons svaraði ekki fyrirspurnum NBC um málið.