Nadal er auðvitað „konungur leirsins“ í tennis. Enginn í sögunni hefur náð jafn góðum árangri á leirvöllum og hann á sigurmetið í eftirfarandi mótum á leir; 14 sinnum unnið opna franska, 12 sinnum í Barcelona, 11 sinnum í Monte Carlo og 10 sinnum í Róm.
Það var tilkynnt í gær að hann tæki þátt á Ólympíuleikunum. Bæði í einliðaleik og svo verður hann með nýkrýndum meistara á opna franska, Carlos Alcaraz, í tvíliðaleik.
Nadal tilkynnti svo ákvörðun sína á samfélagsmiðlum í dag.
During my post match press conference at Roland Garros I was asked about my summer calendar and since then I have been practicing on clay. It was announced yesterday that I will play at the summer Olympics in Paris, my last Olympics.
— Rafa Nadal (@RafaelNadal) June 13, 2024
„Við teljum það best fyrir mig að skipta ekki um yfirborð og halda áfram að spila á leir þangað til. Þess vegna mun ég ekki taka þátt á Wimbledon. Það er leiðinlegt að missa af mótinu en ég mun spila á móti í Bastad í Svíþjóð. Mót þar sem ég hef spilað áður [og þrisvar sinnum unnið],“ skrifaði Nadal við færsluna.