Þrír voru handteknir í aðgerðum lögreglu við veitingastaðinn Gríska húsið á Laugavegi í miðbæ Reykjavíkur í dag, grunaðir um vinnumansal á staðnum.
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja upp Grindavík aftur með haustinu.
Við ræðum við áhyggjufullt foreldri í Urriðaholti sem segir öryggi barna ógnað við svokallaða Flóttamannaleið þar sem bílar aki allt of hratt, verðum í beinni útsendingu frá stórtónleikum Baggalúts og Sinfó í Hörpunni og sjáum ferðamenn sem borða lambakjöt með puttunum að hætti Víkinga.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.