Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Aron Guðmundsson skrifar 14. júní 2024 08:49 Conor McGregor átti að mæta Michael Chandler í bardagabúrinu á vegum UFC seinna í mánuðinum. Ekkert verður þó af þeim bardaga. Vísir Írski UFC bardagakappinn Conor McGregor er meiddur og mun því ekki mæta Bandaríkjamanninum Michael Chandler á bardagakvöldinu UFC 303 í lok þessa mánaðar. Þetta hefur forseti UFC, Dana White, staðfest og bindur hann um leið endahnútinn á vangaveltur síðustu vikna varðandi það hvort að McGregor myndi mæta Chandler í búrinu. Bardagaginn átti svo sannarlega að marka endurkomu McGregor, sem er þekktasta nafn bardagaíþróttaheimsins, aftur í búrið en hann hefur ekki barist síðan árið 2021 er hann mætti Dustin Poirier. McGregor fótbrotnaði í þeim bardaga. Sögusagnir fóru á kreik um að bardagi McGregor og Chandler gæti verið í uppnámi þegar að UFC aflýsti, á elleftu stundu, blaðamannafundi milli bardagamannanna tveggja sem fram átti að fara í Dyflinni á Írlandi. MMA blaðamaðurinn Ariel Helwani hefur á undanförnum dögum tjáð sig um það að UFC hafi leitað logandi ljósi að bardagamanni til þess að stíga inn fyrir McGregor og mæta Chandler í búrinu en sú leit hefur ekki borið árangur. Michael Chandler mun því heldur ekki berjast á umræddu bardagakvöldi UFC sem fara á fram í T-Mobile höllinni í Las Vegas. Þess í stað hefur UFC sett saman nýjan aðalbardaga kvöldsins. Það verður titilbardagi milli Alex Pereira og Jiri Prochazka. UFC 303 International Fight Week June 29th pic.twitter.com/P47PSsKcg0— danawhite (@danawhite) June 14, 2024 MMA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Þetta hefur forseti UFC, Dana White, staðfest og bindur hann um leið endahnútinn á vangaveltur síðustu vikna varðandi það hvort að McGregor myndi mæta Chandler í búrinu. Bardagaginn átti svo sannarlega að marka endurkomu McGregor, sem er þekktasta nafn bardagaíþróttaheimsins, aftur í búrið en hann hefur ekki barist síðan árið 2021 er hann mætti Dustin Poirier. McGregor fótbrotnaði í þeim bardaga. Sögusagnir fóru á kreik um að bardagi McGregor og Chandler gæti verið í uppnámi þegar að UFC aflýsti, á elleftu stundu, blaðamannafundi milli bardagamannanna tveggja sem fram átti að fara í Dyflinni á Írlandi. MMA blaðamaðurinn Ariel Helwani hefur á undanförnum dögum tjáð sig um það að UFC hafi leitað logandi ljósi að bardagamanni til þess að stíga inn fyrir McGregor og mæta Chandler í búrinu en sú leit hefur ekki borið árangur. Michael Chandler mun því heldur ekki berjast á umræddu bardagakvöldi UFC sem fara á fram í T-Mobile höllinni í Las Vegas. Þess í stað hefur UFC sett saman nýjan aðalbardaga kvöldsins. Það verður titilbardagi milli Alex Pereira og Jiri Prochazka. UFC 303 International Fight Week June 29th pic.twitter.com/P47PSsKcg0— danawhite (@danawhite) June 14, 2024
MMA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira