Safnað fyrir gróðurskála á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júní 2024 19:59 Hér má sjá hvernig nýi gróðurskálinn við Klausturhóla mun líta út inn í garðinum við heimilið. Aðsend Það stendur mikið til á Kirkjubæjarklaustri á morgun því þá hefst formlega söfnun fyrir gróðurskála við hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla. Slíkur skáli kostar á milli 40 og 50 milljónir króna og mun nýtast öllum eldri borgurum í Skaftárhreppi. Klausturhóladagurinn er á morgun, sunnudaginn 16. júní en það er árlegur hátíðisdagur heimilis- og starfsfólks Klausturhóla þar sem verður meðal annars til sýnis og sölu handverk heimilismanna. Þennan dag hefst líka formlega söfnun á gróðurskála við heimilið. Handverk heimilisfólks verður til sýnis og sölu á Klausturhóladeginum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum að fara að setja upp gróðurskála, heljar mikla byggingu, sem verður um 60 fermetrar. Það myndi gera mikið fyrir okkur en skálinn er ekki bara hugsað fyrir okkur, heldur líka fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu að koma hér og eiga góða stund saman, pota í mold og setjast niður og fá sér kaffisopa og kannski að taka í spil,” segir Margrét Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Klausturhóla. Margrét Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Klausturhóla úti í garði við heimilið þar sem gróðurskálinn verður byggður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök gróðurskálanefnd er að störfum vegna söfnunarinnar en samkvæmt upplýsingum þaðan er talið að gróðurskálinn gæti kostað á milli 40 og 50 milljónir króna. Nú þegar hefur fengist styrkur úr framkvæmdasjóði aldraðra til að byrja á byggingunni. „Ég vona að ef söfnunin fer vel af stað núna að það verði byrjað í sumar og svo er spurning hvað það kemst langt þá áður en það verður komin vetur,” bætir Margrét við. Þeir sem vilja taka þátt í söfnunni eða leggja henni lið á einhvern hátt geta haft samband við Margréti eða aðra starfsmenn á Klausturhólum. Hér má sjá upplýsingar um Klausturhóladaginn sunnudaginn 16. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skaftárhreppur Hjúkrunarheimili Handverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Klausturhóladagurinn er á morgun, sunnudaginn 16. júní en það er árlegur hátíðisdagur heimilis- og starfsfólks Klausturhóla þar sem verður meðal annars til sýnis og sölu handverk heimilismanna. Þennan dag hefst líka formlega söfnun á gróðurskála við heimilið. Handverk heimilisfólks verður til sýnis og sölu á Klausturhóladeginum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum að fara að setja upp gróðurskála, heljar mikla byggingu, sem verður um 60 fermetrar. Það myndi gera mikið fyrir okkur en skálinn er ekki bara hugsað fyrir okkur, heldur líka fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu að koma hér og eiga góða stund saman, pota í mold og setjast niður og fá sér kaffisopa og kannski að taka í spil,” segir Margrét Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Klausturhóla. Margrét Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Klausturhóla úti í garði við heimilið þar sem gróðurskálinn verður byggður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök gróðurskálanefnd er að störfum vegna söfnunarinnar en samkvæmt upplýsingum þaðan er talið að gróðurskálinn gæti kostað á milli 40 og 50 milljónir króna. Nú þegar hefur fengist styrkur úr framkvæmdasjóði aldraðra til að byrja á byggingunni. „Ég vona að ef söfnunin fer vel af stað núna að það verði byrjað í sumar og svo er spurning hvað það kemst langt þá áður en það verður komin vetur,” bætir Margrét við. Þeir sem vilja taka þátt í söfnunni eða leggja henni lið á einhvern hátt geta haft samband við Margréti eða aðra starfsmenn á Klausturhólum. Hér má sjá upplýsingar um Klausturhóladaginn sunnudaginn 16. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skaftárhreppur Hjúkrunarheimili Handverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira