Húsnæði B5 auglýst til leigu enn og aftur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. júní 2024 13:55 Vísir/Vilhelm Atvinnuhúsnæði við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur hefur verið auglýst til leigu eina ferðina enn. Undanfarin ár hefur skemmtistaðurinn B5 verið þar til húsa, allt þar til í lok apríl. Húsnæðið er í eigu Fasteignafélagsins Eik. Um er að ræða 460 fermetra atvinnuhúsnæði sem er á jarðhæð og kjallara hússins. Í fasteignauglýsigunni á fasteignavef Vísis kemur fram að rýmið sé innréttað sem skemmtistaður en möguleiki er að breyta því í rými fyrri verslunarrekstur. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi B5, Exit og Nýju vínbúðarinnar, sagði skilið við rekstur staðarins í byrjun maímánaðar þar sem hann ætlaði að beina sjónum sínum alfarið að skemmtistaðnum Exit. Áður höfðu skattayfirvöld yfirvöld innsiglað staðinn í lok apríl. „B5 Exit gæti maður sagt í gríni. Við höfum sem sagt ákveðið að einbeita okkur að rekstri skemmtistaðarins Exit í Reykjavík og höfum sagt skilið við Bankastrætið í góðri sátt við leigusala,“ skrifaði Sverrir Einar Eiríksson í færslu á Facebook í byrjun maí. Skrautleg viðskiptasaga Sverrir Einar keypti rekstur B5 í júní í fyrra ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni. Staðurinn hét þá Bankastræti Club og var meðal annars í eigu Birgittu Lífar Björnsdóttur markaðsstjóra World Class. Hún hóf reksturinn í júlí árið 2021, en fyrir þann tíma hafði staðurinn um árabil borið nafnið B5. Á sínum tíma sagði Birgitta að uppleggið hafi verið að opna skemmtistað sem væri nokkuð frábrugðinn þeim sem fyrir voru í miðbænum. „Mig langaði að auka fjölbreytnina hérna í miðbænum. Ég hef farið á nokkra staði úti í Miami og LA og mig langaði að fanga þá stemningu,“ sagði Birgitta Líf í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sverrir Einar á nokkuð skrautlega viðskiptasögu að baki og er nýjasta verkefni hans Nýja vínbúðin, netverslun fyrir áfengi. Talsvert hefur verið fjallað um Sverri í fjölmiðlum undanfarin ár, vegna meiðyrðamáls hans, ólöglegra auglýsinga og gjaldþrots starfsmannaleigu. Þá var hann í apríl á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik í tengslum við rekstur þriggja einkahlutafélaga. Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán - Vísir (visir.is) Næturlíf Húsnæðismál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ballið búið fyrir fullt og allt á B5 Dyrunum að skemmtistaðnum B5 hefur verið skellt í lás í hinsta sinn. Eigandi segist nú beina sjónum alfarið að rekstri skemmtistaðarins Exit, og fjörið haldi áfram þar. 6. maí 2024 21:55 Reksturinn þungur í kjölfar „yfirgangs og afskipta lögreglu“ Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðanna B5 og Exit og áfengisverslunarinnar Nýju vínbúðarinnar, segir rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. 26. apríl 2024 17:35 Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað. 26. apríl 2024 14:42 Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði af í tólf ár“ Atvinnulíf Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Um er að ræða 460 fermetra atvinnuhúsnæði sem er á jarðhæð og kjallara hússins. Í fasteignauglýsigunni á fasteignavef Vísis kemur fram að rýmið sé innréttað sem skemmtistaður en möguleiki er að breyta því í rými fyrri verslunarrekstur. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi B5, Exit og Nýju vínbúðarinnar, sagði skilið við rekstur staðarins í byrjun maímánaðar þar sem hann ætlaði að beina sjónum sínum alfarið að skemmtistaðnum Exit. Áður höfðu skattayfirvöld yfirvöld innsiglað staðinn í lok apríl. „B5 Exit gæti maður sagt í gríni. Við höfum sem sagt ákveðið að einbeita okkur að rekstri skemmtistaðarins Exit í Reykjavík og höfum sagt skilið við Bankastrætið í góðri sátt við leigusala,“ skrifaði Sverrir Einar Eiríksson í færslu á Facebook í byrjun maí. Skrautleg viðskiptasaga Sverrir Einar keypti rekstur B5 í júní í fyrra ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni. Staðurinn hét þá Bankastræti Club og var meðal annars í eigu Birgittu Lífar Björnsdóttur markaðsstjóra World Class. Hún hóf reksturinn í júlí árið 2021, en fyrir þann tíma hafði staðurinn um árabil borið nafnið B5. Á sínum tíma sagði Birgitta að uppleggið hafi verið að opna skemmtistað sem væri nokkuð frábrugðinn þeim sem fyrir voru í miðbænum. „Mig langaði að auka fjölbreytnina hérna í miðbænum. Ég hef farið á nokkra staði úti í Miami og LA og mig langaði að fanga þá stemningu,“ sagði Birgitta Líf í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sverrir Einar á nokkuð skrautlega viðskiptasögu að baki og er nýjasta verkefni hans Nýja vínbúðin, netverslun fyrir áfengi. Talsvert hefur verið fjallað um Sverri í fjölmiðlum undanfarin ár, vegna meiðyrðamáls hans, ólöglegra auglýsinga og gjaldþrots starfsmannaleigu. Þá var hann í apríl á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik í tengslum við rekstur þriggja einkahlutafélaga. Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán - Vísir (visir.is)
Næturlíf Húsnæðismál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ballið búið fyrir fullt og allt á B5 Dyrunum að skemmtistaðnum B5 hefur verið skellt í lás í hinsta sinn. Eigandi segist nú beina sjónum alfarið að rekstri skemmtistaðarins Exit, og fjörið haldi áfram þar. 6. maí 2024 21:55 Reksturinn þungur í kjölfar „yfirgangs og afskipta lögreglu“ Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðanna B5 og Exit og áfengisverslunarinnar Nýju vínbúðarinnar, segir rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. 26. apríl 2024 17:35 Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað. 26. apríl 2024 14:42 Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði af í tólf ár“ Atvinnulíf Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Ballið búið fyrir fullt og allt á B5 Dyrunum að skemmtistaðnum B5 hefur verið skellt í lás í hinsta sinn. Eigandi segist nú beina sjónum alfarið að rekstri skemmtistaðarins Exit, og fjörið haldi áfram þar. 6. maí 2024 21:55
Reksturinn þungur í kjölfar „yfirgangs og afskipta lögreglu“ Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðanna B5 og Exit og áfengisverslunarinnar Nýju vínbúðarinnar, segir rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. 26. apríl 2024 17:35
Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað. 26. apríl 2024 14:42
Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24