Festi fær að kaupa Lyfju Árni Sæberg og Jón Ísak Ragnarsson skrifa 14. júní 2024 14:51 Ásta Sigríður Fjeldsted er forstjóri Festi. Vísir/Egill Festi og Samkeppniseftirlitið hafa undirritað sátt vegna kaupa Festi á öllu hlutafé Lyfju hf. Með sáttinni samþykkir Samkeppniseftirlitið samrunann með skilyrðum sem sett eru til að efla og vernda virka samkeppni á þeim mörkuðum sem samruninn hefur áhrif á. Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar rannsókn á samkeppnislegum áhrifum kaupa Festi hf. á öllu hlutafé Lyfju hf., frá því að samrunaskrá var metin fullnægjandi þann 9. nóvember 2023. Sáttaviðræður milli Festis og Samkeppniseftirlitsins um möguleg skilyrði vegna kaupa Festis á öllu hlutafé Lyfju hf. hófust svo í apríl síðastliðnum. Fram kom í tilkynningu frá Festi í dag að sátt hefði verið undirrituð og að Festi verði nú heimilt að framkvæma samrunann, með því að taka við rekstri Lyfju og dótturfélaga þess. Í tilkynningunni segir að sátt Festi við Samkeppniseftirlitið feli í aðalatriðum í sér eftirfarandi þætti: Festi skuldbindur sig til að tryggja að ráðningarsamningar á milli Lyfju og lyfjafræðinga sem starfa hjá félaginu innihaldi ekki ákvæði um samkeppnisbann eða aðrar samkeppnishömlur. Festi skuldbindur sig til að tryggja rekstrarlegan aðskilnað vegna starfsemi Heilsu ehf. („Heilsa“). Í því felst m.a. að Heilsa skal áfram rekið sem sjálfstæður lögaðili og öll starfsemi félagsins, viðskiptaleg ákvörðunartaka og dagleg stjórnun þess verði aðskilin frá starfsemi annarra dótturfélaga Festi. Jafnframt tekur sáttin til þess að rekstur Heilsu fari fram í húsnæði sem aðskilið verður frá starfsemi tiltekinna dótturfélaga Festi og að aðgreining sé einnig tryggð með aðgangsstýringu að tölvu- og upplýsingakerfum Heilsu. Festi verður þó heimilt að veita Heilsu skilgreinda stoðþjónustu enda fari veiting slíkrar þjónustu ekki gegn markmiðum sáttarinnar. Þá er kveðið á um nánar tilgreind skilyrði varðandi skipan stjórnar Heilsu. Festi skuldbindur sig til að tryggja að Heilsa selji þeim smásöluaðilum sem eftir því leita vörur í heildsölu á viðskiptalegum grunni. Verður Heilsu skylt að gæta jafnræðis og hlutlægni gagnvart þeim smásöluaðilum sem kaupa vörur af félaginu í heildsölu. Þá er Heilsu skylt að halda trúnað um upplýsingar er varða viðskiptavini þess og gæta þess að viðkvæmar upplýsingar fari ekki til annarra félaga í samstæðu Festi eða til keppinauta viðskiptamanna Heilsu. Skilyrði varðandi Heilsu, sbr. punkta 2 og 3 að framan, falla úr gildi að fimm árum liðnum frá undirritunardegi sáttarinnar, 14. júní 2024. Nánar verði upplýst um framgang viðskiptanna um leið og tilefni er til. Kaup og sala fyrirtækja Festi Samkeppnismál Lyf Tengdar fréttir Kaupin á Lyfju krefjast að óbreyttu íhlutunar Samkeppniseftirlitsins Kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju hf mun að óbreyttu krefjast íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. 18. mars 2024 08:32 Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 13. júlí 2023 18:10 Viðræður vegna kaupa á Lyfju að hefjast Samkeppniseftirlitið hefur fallist á beiðni Festi um að hefja sáttaviðræður um möguleg skilyrði vegna kaupa félagsins á öllu hlutafé Lyfju hf. Gert er ráð fyrir að viðræður hefjist í vikunni. 15. apríl 2024 17:22 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar rannsókn á samkeppnislegum áhrifum kaupa Festi hf. á öllu hlutafé Lyfju hf., frá því að samrunaskrá var metin fullnægjandi þann 9. nóvember 2023. Sáttaviðræður milli Festis og Samkeppniseftirlitsins um möguleg skilyrði vegna kaupa Festis á öllu hlutafé Lyfju hf. hófust svo í apríl síðastliðnum. Fram kom í tilkynningu frá Festi í dag að sátt hefði verið undirrituð og að Festi verði nú heimilt að framkvæma samrunann, með því að taka við rekstri Lyfju og dótturfélaga þess. Í tilkynningunni segir að sátt Festi við Samkeppniseftirlitið feli í aðalatriðum í sér eftirfarandi þætti: Festi skuldbindur sig til að tryggja að ráðningarsamningar á milli Lyfju og lyfjafræðinga sem starfa hjá félaginu innihaldi ekki ákvæði um samkeppnisbann eða aðrar samkeppnishömlur. Festi skuldbindur sig til að tryggja rekstrarlegan aðskilnað vegna starfsemi Heilsu ehf. („Heilsa“). Í því felst m.a. að Heilsa skal áfram rekið sem sjálfstæður lögaðili og öll starfsemi félagsins, viðskiptaleg ákvörðunartaka og dagleg stjórnun þess verði aðskilin frá starfsemi annarra dótturfélaga Festi. Jafnframt tekur sáttin til þess að rekstur Heilsu fari fram í húsnæði sem aðskilið verður frá starfsemi tiltekinna dótturfélaga Festi og að aðgreining sé einnig tryggð með aðgangsstýringu að tölvu- og upplýsingakerfum Heilsu. Festi verður þó heimilt að veita Heilsu skilgreinda stoðþjónustu enda fari veiting slíkrar þjónustu ekki gegn markmiðum sáttarinnar. Þá er kveðið á um nánar tilgreind skilyrði varðandi skipan stjórnar Heilsu. Festi skuldbindur sig til að tryggja að Heilsa selji þeim smásöluaðilum sem eftir því leita vörur í heildsölu á viðskiptalegum grunni. Verður Heilsu skylt að gæta jafnræðis og hlutlægni gagnvart þeim smásöluaðilum sem kaupa vörur af félaginu í heildsölu. Þá er Heilsu skylt að halda trúnað um upplýsingar er varða viðskiptavini þess og gæta þess að viðkvæmar upplýsingar fari ekki til annarra félaga í samstæðu Festi eða til keppinauta viðskiptamanna Heilsu. Skilyrði varðandi Heilsu, sbr. punkta 2 og 3 að framan, falla úr gildi að fimm árum liðnum frá undirritunardegi sáttarinnar, 14. júní 2024. Nánar verði upplýst um framgang viðskiptanna um leið og tilefni er til.
Kaup og sala fyrirtækja Festi Samkeppnismál Lyf Tengdar fréttir Kaupin á Lyfju krefjast að óbreyttu íhlutunar Samkeppniseftirlitsins Kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju hf mun að óbreyttu krefjast íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. 18. mars 2024 08:32 Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 13. júlí 2023 18:10 Viðræður vegna kaupa á Lyfju að hefjast Samkeppniseftirlitið hefur fallist á beiðni Festi um að hefja sáttaviðræður um möguleg skilyrði vegna kaupa félagsins á öllu hlutafé Lyfju hf. Gert er ráð fyrir að viðræður hefjist í vikunni. 15. apríl 2024 17:22 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Kaupin á Lyfju krefjast að óbreyttu íhlutunar Samkeppniseftirlitsins Kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju hf mun að óbreyttu krefjast íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. 18. mars 2024 08:32
Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 13. júlí 2023 18:10
Viðræður vegna kaupa á Lyfju að hefjast Samkeppniseftirlitið hefur fallist á beiðni Festi um að hefja sáttaviðræður um möguleg skilyrði vegna kaupa félagsins á öllu hlutafé Lyfju hf. Gert er ráð fyrir að viðræður hefjist í vikunni. 15. apríl 2024 17:22