Innlent

Al­var­legt rútuslys og kona sem á níu­tíu þúsund servíettur

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les fréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les fréttir í kvöld. vísir

Rúta fór út af veginum yfir Öxnadalsheiði á sjötta tímanum. Tuttugu og tveir farþegar voru í rútunni auk ökumanns. Hópslysaáætlun og samhæfingarmiðstöð Almannavarna hafa verið virkjaðar. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og tvær sjúkraflugvélar hafa verið sendar á staðinn og er byrjað að flytja slasaða frá vettvangi.

Það kæmi ekki á óvart að einhverjir þingmenn stjórnarflokkanna myndu styðja vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Þetta segir þingmaður Miðflokksins sem hefur tillögu þess efnis í undirbúningi. Matvælaráðherra segist ekki óttast vantraust

Íþróttafélögunum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið.

Hundrað og fimmtíu aðgerðir voru kynntar í nýrri áætlun í loftslagsmálum í dag. Hún felur í sér grundvallarbreytingu í nálgun stjórnvalda hvað varðar samtal við atvinnulíf og sveitarfélög um loftslagsmál

Þá förum við yfir aðgerðir Europol sem beindust meðal annars að Íslandi, verðum í beinum útsendingum frá listahátíð í Reykjavík og víkingahátíð í Hafnarfirði og hittum konu sem á níutíu þúsund servíettur.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×