Þetta var leikurinn sem Ísland hefði spilað hefði liðið unnið Úkraínu í umspilsleiknun.
Nicolae Stanciu skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleik með frábæru skoti og Razvan Marin skoraði með öðru langskoti í þeim síðari.
Mark fyrirliðans Stanciu var einstaklega fallegt og er mark mótsins hingað til.
Denis Dragus skoraði síðan þriðja markið og Rúmenar voru búnir að afgreiða leikinn eftir tæpan klukkutíma.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum.
Rúmenía hefur betur gegn Úkraínu í fyrsta leik dagsins á EM, lokatölur 3-0 og mörkin ekki af verri endanum, sjáðu þau öll hér: pic.twitter.com/tqaVTBTdtH
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 17, 2024