Þá kíkjum við vestur um haf þar sem skógareldar geisa nú um Kaliforníu. Rúmlega þúsund hafa þurft að flýja heimili sín um helgina.
Landsmenn fögnuðu 17. júní og 80 ára afmæli lýðveldisins með hátíðardagskrá um allt land. Það var mikið um að vera í borginni í dag auk þess sem borgarstjóri fór í jómfrúarferðina í parísarhjólinu sem nú prýðir höfnina í Reykjavík.
Nóg var um að vera í íþróttunum í dag, þar á meðal á EM karla í knattspyrnu. Við förum yfir leikina í fréttatímanum.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.