Mbappé sleppur við aðgerð vegna nefbrotsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 07:53 Kylian Mbappé varð fyrir því óláni að nefbrotna i fyrsta leik Frakka á EM 2024. Getty/Rico Brouwer Stórstjarna Frakka endaði kvöldið á sjúkrahúsi eftir fyrsta leik franska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi. Kylian Mbappé nefbrotnaði í 1-0 sigri á Austurríkismönnum í gærkvöldi. Blóðið fossaði úr nefinu á honum og óttast var að hann þyrfti að gangast undir aðgerð. Slík aðgerð hefði þýtt að hann hefði jafnvel misst af öllu Evrópumótinu eða stórum hluta mótsins. Kevin Danso was charge with looking after Kylian Mbappe in 🇦🇹 v 🇫🇷 at #EURo2024 tonight. Danso left the Frenchman needing surgery on his nose. 💉🩸 pic.twitter.com/gVIMlcxRRM— Ibrahim Sannie Daara (@SannieDaara) June 17, 2024 Philippe Diallo, forseti franska knattspyrnusambandsins, staðfesti það við ESPN að læknaliðið hefði metið það eftir frekari skoðun að Mbappé þyrfti ekki að fara í aðgerð. Mbappé yfirgaf sjúkrahúsið í Düsseldorf klukkan eitt eftir miðnætti á staðartíma og er kominn aftur til móts við franska liðið. Næst á dagskrá er að útbúa sérhannaða grímu fyrir hann sem hann spilar með næstu vikurnar. Það er samt óvíst hvort hann geti spilað næsta leik sem er á móti Hollandi á föstudaginn. Mbappé skoraði ekki í leiknum en lagði upp markið. Varnarmaður Austurríkis skallaði þá boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf frá franska framherjanum. Mbappé nefbrotnaði eftir að hafa lent í samstuði við Austurríkismanninn Kevin Danso seint í leiknum. „Nefið hans lítur illa út. Við verðum bara að bíða og sjá til. Læknaliðið okkar sér um þetta. Þetta voru samt slæmar fréttir fyrir okkur,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakka, eftir leikinn. „Augljóslega er franska landsliðið ekki það sama án hans. Ég vona að hann geti verið með okkur,“ sagði Deschamps. 🚨🇫🇷 Kylian Mbappé has just left the hospital after it was confirmed that he broke his nose.Mbappé will not undergo surgery despite initial indications, waiting to decide how to manage him for upcoming two games. pic.twitter.com/Fhbhft1OAO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 17, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira
Kylian Mbappé nefbrotnaði í 1-0 sigri á Austurríkismönnum í gærkvöldi. Blóðið fossaði úr nefinu á honum og óttast var að hann þyrfti að gangast undir aðgerð. Slík aðgerð hefði þýtt að hann hefði jafnvel misst af öllu Evrópumótinu eða stórum hluta mótsins. Kevin Danso was charge with looking after Kylian Mbappe in 🇦🇹 v 🇫🇷 at #EURo2024 tonight. Danso left the Frenchman needing surgery on his nose. 💉🩸 pic.twitter.com/gVIMlcxRRM— Ibrahim Sannie Daara (@SannieDaara) June 17, 2024 Philippe Diallo, forseti franska knattspyrnusambandsins, staðfesti það við ESPN að læknaliðið hefði metið það eftir frekari skoðun að Mbappé þyrfti ekki að fara í aðgerð. Mbappé yfirgaf sjúkrahúsið í Düsseldorf klukkan eitt eftir miðnætti á staðartíma og er kominn aftur til móts við franska liðið. Næst á dagskrá er að útbúa sérhannaða grímu fyrir hann sem hann spilar með næstu vikurnar. Það er samt óvíst hvort hann geti spilað næsta leik sem er á móti Hollandi á föstudaginn. Mbappé skoraði ekki í leiknum en lagði upp markið. Varnarmaður Austurríkis skallaði þá boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf frá franska framherjanum. Mbappé nefbrotnaði eftir að hafa lent í samstuði við Austurríkismanninn Kevin Danso seint í leiknum. „Nefið hans lítur illa út. Við verðum bara að bíða og sjá til. Læknaliðið okkar sér um þetta. Þetta voru samt slæmar fréttir fyrir okkur,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakka, eftir leikinn. „Augljóslega er franska landsliðið ekki það sama án hans. Ég vona að hann geti verið með okkur,“ sagði Deschamps. 🚨🇫🇷 Kylian Mbappé has just left the hospital after it was confirmed that he broke his nose.Mbappé will not undergo surgery despite initial indications, waiting to decide how to manage him for upcoming two games. pic.twitter.com/Fhbhft1OAO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 17, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira