Frammistaðan en ekki nafnið kom Ronaldo í EM-hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 10:31 Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í síðasta undirbúningslandsleik Potúgala fyrir Evrópumótið. Getty/Pedro Loureiro Cristiano Ronaldo hefur réttilega unnið sér sæti í portúgalska landsliðinu en hann hefur í kvöld leik á sínu sjötta Evrópumóti á ferlinum. Landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez var spurður á blaðamannafundi út í val sitt á hinum 39 ára gamla Ronaldo sem hefur spilað í Sádí-Arabíu síðustu ár. Fernando Santos, forveri Martinez í starfinu, tók Ronaldo út úr byrjunarliðinu á heimsmeistaramótinu í Katar í desember 2022 og einhverjir héldu þá að landsliðsferlinum væri jafnvel lokið. Ronaldo er hins vegar hvergi nærri hættur og hann skoraði fimmtíu mörk fyrir Al Nassr í öllum keppnum á síðasta tímabili. Cristiano Ronaldo is in the Portugal squad on merit not reputation, manager Roberto Martinez says, as they start their bid to win #Euro2024 on Tuesday.More from @TimSpiers ⬇️https://t.co/9RUJdC2Qk9— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 17, 2024 „Cristiano er í landsliðinu af því að hann hefur unnið sér það inn. Það kemst enginn í portúgalska landsliðið út á nafnið eitt,“ sagði Roberto Martinez. „Cristiano skoraði 50 mörk í 51 leik, var mjög stöðugur í leikjum sínum með félagsliðinu og skoraði níu mörk fyrir okkur í undankeppninni,“ sagði Martinez. „Hann er markaskorari og fyrir okkur er hann maður sem getur bundið endahnútinn á sóknir okkar. Hann getur teygt á vörnum og opnað svæði fyrir liðsfélaga sína. Hann hefur breytt aðeins sínum leikstíl á síðustu árum. Ég segi það hreint út að það var frammistaðan en ekki nafnið sem kom Ronaldo í EM-hópinn. Tölfræðin hans sýnir það og sannar,“ sagði Martinez. Ronaldo skoraði tvívegis í 3-0 sigri á Írlandi í síðasta undirbúningsleik Portúgala fyrir EM og hefur þar með skorað 130 mörk í 207 landsleikjum. Portúgal spilar við Tékkland klukkan 19.00 í kvöld en það seinni leikur dagsins á EM. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez var spurður á blaðamannafundi út í val sitt á hinum 39 ára gamla Ronaldo sem hefur spilað í Sádí-Arabíu síðustu ár. Fernando Santos, forveri Martinez í starfinu, tók Ronaldo út úr byrjunarliðinu á heimsmeistaramótinu í Katar í desember 2022 og einhverjir héldu þá að landsliðsferlinum væri jafnvel lokið. Ronaldo er hins vegar hvergi nærri hættur og hann skoraði fimmtíu mörk fyrir Al Nassr í öllum keppnum á síðasta tímabili. Cristiano Ronaldo is in the Portugal squad on merit not reputation, manager Roberto Martinez says, as they start their bid to win #Euro2024 on Tuesday.More from @TimSpiers ⬇️https://t.co/9RUJdC2Qk9— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 17, 2024 „Cristiano er í landsliðinu af því að hann hefur unnið sér það inn. Það kemst enginn í portúgalska landsliðið út á nafnið eitt,“ sagði Roberto Martinez. „Cristiano skoraði 50 mörk í 51 leik, var mjög stöðugur í leikjum sínum með félagsliðinu og skoraði níu mörk fyrir okkur í undankeppninni,“ sagði Martinez. „Hann er markaskorari og fyrir okkur er hann maður sem getur bundið endahnútinn á sóknir okkar. Hann getur teygt á vörnum og opnað svæði fyrir liðsfélaga sína. Hann hefur breytt aðeins sínum leikstíl á síðustu árum. Ég segi það hreint út að það var frammistaðan en ekki nafnið sem kom Ronaldo í EM-hópinn. Tölfræðin hans sýnir það og sannar,“ sagði Martinez. Ronaldo skoraði tvívegis í 3-0 sigri á Írlandi í síðasta undirbúningsleik Portúgala fyrir EM og hefur þar með skorað 130 mörk í 207 landsleikjum. Portúgal spilar við Tékkland klukkan 19.00 í kvöld en það seinni leikur dagsins á EM.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira