Frammistaðan en ekki nafnið kom Ronaldo í EM-hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 10:31 Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í síðasta undirbúningslandsleik Potúgala fyrir Evrópumótið. Getty/Pedro Loureiro Cristiano Ronaldo hefur réttilega unnið sér sæti í portúgalska landsliðinu en hann hefur í kvöld leik á sínu sjötta Evrópumóti á ferlinum. Landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez var spurður á blaðamannafundi út í val sitt á hinum 39 ára gamla Ronaldo sem hefur spilað í Sádí-Arabíu síðustu ár. Fernando Santos, forveri Martinez í starfinu, tók Ronaldo út úr byrjunarliðinu á heimsmeistaramótinu í Katar í desember 2022 og einhverjir héldu þá að landsliðsferlinum væri jafnvel lokið. Ronaldo er hins vegar hvergi nærri hættur og hann skoraði fimmtíu mörk fyrir Al Nassr í öllum keppnum á síðasta tímabili. Cristiano Ronaldo is in the Portugal squad on merit not reputation, manager Roberto Martinez says, as they start their bid to win #Euro2024 on Tuesday.More from @TimSpiers ⬇️https://t.co/9RUJdC2Qk9— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 17, 2024 „Cristiano er í landsliðinu af því að hann hefur unnið sér það inn. Það kemst enginn í portúgalska landsliðið út á nafnið eitt,“ sagði Roberto Martinez. „Cristiano skoraði 50 mörk í 51 leik, var mjög stöðugur í leikjum sínum með félagsliðinu og skoraði níu mörk fyrir okkur í undankeppninni,“ sagði Martinez. „Hann er markaskorari og fyrir okkur er hann maður sem getur bundið endahnútinn á sóknir okkar. Hann getur teygt á vörnum og opnað svæði fyrir liðsfélaga sína. Hann hefur breytt aðeins sínum leikstíl á síðustu árum. Ég segi það hreint út að það var frammistaðan en ekki nafnið sem kom Ronaldo í EM-hópinn. Tölfræðin hans sýnir það og sannar,“ sagði Martinez. Ronaldo skoraði tvívegis í 3-0 sigri á Írlandi í síðasta undirbúningsleik Portúgala fyrir EM og hefur þar með skorað 130 mörk í 207 landsleikjum. Portúgal spilar við Tékkland klukkan 19.00 í kvöld en það seinni leikur dagsins á EM. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez var spurður á blaðamannafundi út í val sitt á hinum 39 ára gamla Ronaldo sem hefur spilað í Sádí-Arabíu síðustu ár. Fernando Santos, forveri Martinez í starfinu, tók Ronaldo út úr byrjunarliðinu á heimsmeistaramótinu í Katar í desember 2022 og einhverjir héldu þá að landsliðsferlinum væri jafnvel lokið. Ronaldo er hins vegar hvergi nærri hættur og hann skoraði fimmtíu mörk fyrir Al Nassr í öllum keppnum á síðasta tímabili. Cristiano Ronaldo is in the Portugal squad on merit not reputation, manager Roberto Martinez says, as they start their bid to win #Euro2024 on Tuesday.More from @TimSpiers ⬇️https://t.co/9RUJdC2Qk9— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 17, 2024 „Cristiano er í landsliðinu af því að hann hefur unnið sér það inn. Það kemst enginn í portúgalska landsliðið út á nafnið eitt,“ sagði Roberto Martinez. „Cristiano skoraði 50 mörk í 51 leik, var mjög stöðugur í leikjum sínum með félagsliðinu og skoraði níu mörk fyrir okkur í undankeppninni,“ sagði Martinez. „Hann er markaskorari og fyrir okkur er hann maður sem getur bundið endahnútinn á sóknir okkar. Hann getur teygt á vörnum og opnað svæði fyrir liðsfélaga sína. Hann hefur breytt aðeins sínum leikstíl á síðustu árum. Ég segi það hreint út að það var frammistaðan en ekki nafnið sem kom Ronaldo í EM-hópinn. Tölfræðin hans sýnir það og sannar,“ sagði Martinez. Ronaldo skoraði tvívegis í 3-0 sigri á Írlandi í síðasta undirbúningsleik Portúgala fyrir EM og hefur þar með skorað 130 mörk í 207 landsleikjum. Portúgal spilar við Tékkland klukkan 19.00 í kvöld en það seinni leikur dagsins á EM.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira