Ómar Ingi: Snýst um að sækja þessa tilfinningu Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. júní 2024 22:00 Ómar Ingi Guðmundsson ræðir við Atla Hrafn Andrason. Vísir/Diego HK vann endurkomusigur gegn Fram á Lambhagavellinum í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í kvöld. Lokatölur 1-2 þar sem Framarar leiddu í hálfleik. Framarar voru töluvert betri en HK í fyrri hálfleik og fóru verðskuldað með forystuna inn í hálfleikinn. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, vissi sem var að hans menn myndu ekki bjóða upp á sömu spilamennsku í seinni hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var mjög passífur, hann var samt allt í lagi varnarlega, fáum á okkur engin dauðafæri en fáum á okkur mark. Það leit þó ekkert út fyrir að við myndum spila eins í seinni eins og við spiluðum í fyrri.“ Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, sagði í viðtali að hann og liðsfélagar sínir hafi fengið að heyra það í hálfleik. Ómar Ingi tók undir það þó það hafi ekki verið hátt að hans mati. „Þeir fengu ekki að heyra það hátt, ég er ekki vanur því, en þeir voru bara vinsamlegast beðnir um það að stíga út úr skelinni og koma með eitthvað óvænt og bara fara á þetta. Við höfðum engu að tapa eins og staðan var og allt að vinna. Þeir voru bara beðnir um það að brjótast aðeins út úr því sem við vorum búnir að gera, finna lausnir sjálfir, þora að keyra á þetta, stíga upp, spila hærra og taka dálítið stjórn á leiknum. Fullt hrós á þá hvernig þeir brugðust við og tóku stjórn, á sérstaklega fyrri hluta seinni hálfleiksins. Þetta var smá ströggl undir lokin, auðvitað mikið af hornum og löngum boltum inn fyrir eftir að við komumst yfir.“ Á 51. mínútu leiksins snéri Atli Hrafn Jónasson, framherji HK, aftur inn á völlinn eftir rúm mánaðarlöng meiðsli, en hann átti eftir að breyta leiknum. Ómar Ingi var sammála því, aðspurður hvort það hafi verið einnig hans tilfinning. „Já, hann gerði það. Hann heldur áfram að skila framlagi tengdum mörkum, hann leggur upp markið hjá Þorsteini, og bara gott að vera búnir að fá hann til baka. Það hentaði líka honum töluvert betur að spila seinni hálfleikinn heldur en fyrri. Boltinn var að drepast í loftinu og meiri möguleika á að lyfta honum í átt að honum. Hann gerði bara ótrúlega vel og vonandi er hann að verða full fær um að spila 90 mínútur sem fyrst.“ Aðspurður hvernig púlsinn hafi verið á lokamínútunum þegar Framarar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn, þá hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Það fór um mann. Hornspyrnur hjá Fred eru bara eitthvað sem maður sér ekkert í deildinni. Það er bara sentímetra spursmál hvort hann sé að fara í markið hvert einasta skipti sem hann tekur horn, sérstaklega með vindinum. Við þurftum að verjast í lokinni í uppbótatíma og þeir gerðu það vel og sáu til þess að við færum með þrjú stig héðan.“ HK hafði ekki náð í stig síðan 12. maí fyrir leikinn í kvöld, en hvað gefur sigur sem þessi liðinu? „Þetta gefur okkur þessa gleðitilfinningu og ánægju sem var inn í klefa. Það er stutt í næsta leik, þannig að þetta ætti að vera í fersku minni. Þetta snýst um að sækja þessa tilfinningu að vinna leiki, það er ástæðan af hverju við erum í þessu. Það er ekkert skemmtilegra sama hvernig við gerum það, sama þótt við höfum legið í vörn í fyrri hálfleik, við náðum að vinna. Það verður ekkert spurt að því á morgun, þá vakna menn bara með bros á vör og byrja að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Framarar voru töluvert betri en HK í fyrri hálfleik og fóru verðskuldað með forystuna inn í hálfleikinn. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, vissi sem var að hans menn myndu ekki bjóða upp á sömu spilamennsku í seinni hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var mjög passífur, hann var samt allt í lagi varnarlega, fáum á okkur engin dauðafæri en fáum á okkur mark. Það leit þó ekkert út fyrir að við myndum spila eins í seinni eins og við spiluðum í fyrri.“ Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, sagði í viðtali að hann og liðsfélagar sínir hafi fengið að heyra það í hálfleik. Ómar Ingi tók undir það þó það hafi ekki verið hátt að hans mati. „Þeir fengu ekki að heyra það hátt, ég er ekki vanur því, en þeir voru bara vinsamlegast beðnir um það að stíga út úr skelinni og koma með eitthvað óvænt og bara fara á þetta. Við höfðum engu að tapa eins og staðan var og allt að vinna. Þeir voru bara beðnir um það að brjótast aðeins út úr því sem við vorum búnir að gera, finna lausnir sjálfir, þora að keyra á þetta, stíga upp, spila hærra og taka dálítið stjórn á leiknum. Fullt hrós á þá hvernig þeir brugðust við og tóku stjórn, á sérstaklega fyrri hluta seinni hálfleiksins. Þetta var smá ströggl undir lokin, auðvitað mikið af hornum og löngum boltum inn fyrir eftir að við komumst yfir.“ Á 51. mínútu leiksins snéri Atli Hrafn Jónasson, framherji HK, aftur inn á völlinn eftir rúm mánaðarlöng meiðsli, en hann átti eftir að breyta leiknum. Ómar Ingi var sammála því, aðspurður hvort það hafi verið einnig hans tilfinning. „Já, hann gerði það. Hann heldur áfram að skila framlagi tengdum mörkum, hann leggur upp markið hjá Þorsteini, og bara gott að vera búnir að fá hann til baka. Það hentaði líka honum töluvert betur að spila seinni hálfleikinn heldur en fyrri. Boltinn var að drepast í loftinu og meiri möguleika á að lyfta honum í átt að honum. Hann gerði bara ótrúlega vel og vonandi er hann að verða full fær um að spila 90 mínútur sem fyrst.“ Aðspurður hvernig púlsinn hafi verið á lokamínútunum þegar Framarar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn, þá hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Það fór um mann. Hornspyrnur hjá Fred eru bara eitthvað sem maður sér ekkert í deildinni. Það er bara sentímetra spursmál hvort hann sé að fara í markið hvert einasta skipti sem hann tekur horn, sérstaklega með vindinum. Við þurftum að verjast í lokinni í uppbótatíma og þeir gerðu það vel og sáu til þess að við færum með þrjú stig héðan.“ HK hafði ekki náð í stig síðan 12. maí fyrir leikinn í kvöld, en hvað gefur sigur sem þessi liðinu? „Þetta gefur okkur þessa gleðitilfinningu og ánægju sem var inn í klefa. Það er stutt í næsta leik, þannig að þetta ætti að vera í fersku minni. Þetta snýst um að sækja þessa tilfinningu að vinna leiki, það er ástæðan af hverju við erum í þessu. Það er ekkert skemmtilegra sama hvernig við gerum það, sama þótt við höfum legið í vörn í fyrri hálfleik, við náðum að vinna. Það verður ekkert spurt að því á morgun, þá vakna menn bara með bros á vör og byrja að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki