„Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 18. júní 2024 22:46 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét Hafnfirðingar gerðu slæma ferð yfir hraunið til nágranna sinna í Garðabæ. Þar tók Stjarnan á móti FH í leik þar sem bæði lið þurftu sigur til að komast á sigurbraut. Leiknum lauk með sannfærandi 4-2 sigri Stjörnunnar í markaleik. Heimir Guðjónsson viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að niðurstaðan væru klár vonbrigði. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða. Mér fannst sjást að það er langt síðan við spiluðum síðast. Einfaldar sendingar voru að klikka og vorum í vandræðum með að halda boltanum innan liðsins.“ sagði Heimir og bætti við um frammistöðuna: „Við höfum oft verið að spila vel í sumar en kannski ekki fengið þau úrslit sem við vildum. Í dag var það ekki. Í öðru markinu töpum við boltanum og sami maður (Óli Valur) hleypur með boltann frá vítateig þeirra og skorar sjálfur hinumegin. Vorum bara klaufar að láta það gerast. Á móti kemur að við þurfum bara að halda áfram.“ FH hefur fengið mikið af mörkum á sig uppá síðkastið og það er nokkuð ljóst á Heimi að varnarleikurinn er akkilesarhæll liðsins. „Þetta er þannig í fótbolta að þegar andstæðingurinn er með boltann áttu að verjast og þegar andstæðingurinn er að verjast átt þú að sækja. Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður. Erum að fá alltof mikið af mörkum á okkur. Töluðum um það í fyrra, í vetur og í sumar og það hefur ekkert lagast. Það er erfitt í dag að vinna fótboltaleiki þegar þú færð á þig alltaf 2-3 mörk. Við skorum alltaf 2-3 mörk í leik en fáum á okkur 2-4 mörk sem er mjög erfitt. Það sem við þurfum að gera er að fara í grunninn aftur og byrja að verja markið okkar. Fyrsta hugsun á að vera bara að ef við höldum hreinu þá fáum við stig.“ sagði Heimir. Liðið var án tveggja varnarmanna í dag í þeim Böðvari Böðvarssyni og Ástbirni Þórðarsyni sem tóku út leikbann í kvöld. Það getur ekki hjálpað FH að vera að leika ítrekað nýrri varnarlínu. „Nei auðvitað ekki. Það vantaði nokkra menn í dag. Það er samt engin afsökun, það eru meiðsli og leikbönn. Það koma bara aðrir menn í staðin og þeir verða bara að standa sig.“ FH hefur ekki unnið leik í deild síðan 5. maí síðastliðin. Hafnfirðinga er farið að lengja eftir sigri og samþykkti Heimir að það liðsvarnarleikinn þyrfti að bæta ef liðið ætti að ná í sigur. „Þurfum að eyða tíma fram að næsta leik að hugsa um það hvernig við ætlum að halda búrinu hreinu. Það er númer 1,2 og 3.“ sagði Heimir að lokum ákveðinn. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
Heimir Guðjónsson viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að niðurstaðan væru klár vonbrigði. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða. Mér fannst sjást að það er langt síðan við spiluðum síðast. Einfaldar sendingar voru að klikka og vorum í vandræðum með að halda boltanum innan liðsins.“ sagði Heimir og bætti við um frammistöðuna: „Við höfum oft verið að spila vel í sumar en kannski ekki fengið þau úrslit sem við vildum. Í dag var það ekki. Í öðru markinu töpum við boltanum og sami maður (Óli Valur) hleypur með boltann frá vítateig þeirra og skorar sjálfur hinumegin. Vorum bara klaufar að láta það gerast. Á móti kemur að við þurfum bara að halda áfram.“ FH hefur fengið mikið af mörkum á sig uppá síðkastið og það er nokkuð ljóst á Heimi að varnarleikurinn er akkilesarhæll liðsins. „Þetta er þannig í fótbolta að þegar andstæðingurinn er með boltann áttu að verjast og þegar andstæðingurinn er að verjast átt þú að sækja. Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður. Erum að fá alltof mikið af mörkum á okkur. Töluðum um það í fyrra, í vetur og í sumar og það hefur ekkert lagast. Það er erfitt í dag að vinna fótboltaleiki þegar þú færð á þig alltaf 2-3 mörk. Við skorum alltaf 2-3 mörk í leik en fáum á okkur 2-4 mörk sem er mjög erfitt. Það sem við þurfum að gera er að fara í grunninn aftur og byrja að verja markið okkar. Fyrsta hugsun á að vera bara að ef við höldum hreinu þá fáum við stig.“ sagði Heimir. Liðið var án tveggja varnarmanna í dag í þeim Böðvari Böðvarssyni og Ástbirni Þórðarsyni sem tóku út leikbann í kvöld. Það getur ekki hjálpað FH að vera að leika ítrekað nýrri varnarlínu. „Nei auðvitað ekki. Það vantaði nokkra menn í dag. Það er samt engin afsökun, það eru meiðsli og leikbönn. Það koma bara aðrir menn í staðin og þeir verða bara að standa sig.“ FH hefur ekki unnið leik í deild síðan 5. maí síðastliðin. Hafnfirðinga er farið að lengja eftir sigri og samþykkti Heimir að það liðsvarnarleikinn þyrfti að bæta ef liðið ætti að ná í sigur. „Þurfum að eyða tíma fram að næsta leik að hugsa um það hvernig við ætlum að halda búrinu hreinu. Það er númer 1,2 og 3.“ sagði Heimir að lokum ákveðinn.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira