Sjáðu Real Madrid strákinn slá met Ronaldo með rosalegu marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 06:30 Arda Guler fagnar hér frábæru marki sínu í gær. Þessi ungi leikmaður fékk traustið og sýndi af hverju. Getty/ Joe Prior Það vantaði ekki glæsimörkin í sigri Tyrkja eða dramatíkina í sigri Portúgala þegar fyrsta umferð riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í Þýskalandi kláraðist í gær. Nú hafa öll liðin spilað leik á mótinu. Hér má sjá mörkin úr leikjum gærdagsins. Hinn nítján ára gamli Arda Guler var í aðalhlutverki í gær þegar Tyrkir hófu leik á Evrópumótinu. Georgíumenn léku sinn fyrsta leik á stórmóti í sögunni en þurftu að sætta sig við 3-1 tap á móti nágrönnum sínum frá Tyrklandi. Guler skoraði annað mark Tyrkja og kom þeim aftur yfir eftir að Georgíumenn höfðu jafnað. Markið kom með stórkostlegu skoti stráksins fyrir utan teig sem söng upp í fjærhorninu. Guler, sem spilar með Real Madrid, sló þarna met Cristiano Ronaldo. Þarna sýndi hann af hverju Real vildi fá hann. Hann var aðeins nítján ára og 114 daga gamall í gær og sló þar með met Ronaldo yfir að vera sá yngsti til að skora í sínum fyrsta leik á EM. Ronaldo var 19 ára og 128 daga gamall á EM 2004. Mert Muldur skoraði fyrsta mark Tyrkjanna og það var líka stórglæsilegt viðstöðulaust skot af löngu færi. Georges Mikautadze jafnaði metin en þriðja og síðasta markið skoraði Kerem Akturkoglu í tómt mark eftir að markvörður Georgíu hafði farið fram undir lok leiksins. Rosaleg mörk hjá Tyrkjum⚽️⚽️⚽️ og sögulegt mark Georgíu🇬🇪 í 3-1 sigri🇹🇷 pic.twitter.com/UKFHL5Lbdw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 18, 2024 Mikil dramatík var í leik Portúgala og Tékka. Portúgalar unnu leikinn á endanum 2-1 eftir að hafa lent undir. Varamaðurinn Francisco Conceicao skoraði sigurmarkið í uppbótatíma en áður hafði Varsjáin dæmt mark af Diogo Jota þar sem að Ronaldo var rangstæður í aðdragandanum. Lukas Provod kom Tékum yfir á 62. mínútu en Portúgalar jöfnuðu með sjálfsmarki sjö mínútum síðar. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum tveimur leikjum en EM heldur síðan áfram í dag. Dramatík í Leipzig!⚡️ Dramatískt sigurmark Portúgala eftir að Tékkar höfðu komist yfir⚽️🇵🇹🇨🇿 pic.twitter.com/KzKAZSZAil— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 18, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Arda Guler var í aðalhlutverki í gær þegar Tyrkir hófu leik á Evrópumótinu. Georgíumenn léku sinn fyrsta leik á stórmóti í sögunni en þurftu að sætta sig við 3-1 tap á móti nágrönnum sínum frá Tyrklandi. Guler skoraði annað mark Tyrkja og kom þeim aftur yfir eftir að Georgíumenn höfðu jafnað. Markið kom með stórkostlegu skoti stráksins fyrir utan teig sem söng upp í fjærhorninu. Guler, sem spilar með Real Madrid, sló þarna met Cristiano Ronaldo. Þarna sýndi hann af hverju Real vildi fá hann. Hann var aðeins nítján ára og 114 daga gamall í gær og sló þar með met Ronaldo yfir að vera sá yngsti til að skora í sínum fyrsta leik á EM. Ronaldo var 19 ára og 128 daga gamall á EM 2004. Mert Muldur skoraði fyrsta mark Tyrkjanna og það var líka stórglæsilegt viðstöðulaust skot af löngu færi. Georges Mikautadze jafnaði metin en þriðja og síðasta markið skoraði Kerem Akturkoglu í tómt mark eftir að markvörður Georgíu hafði farið fram undir lok leiksins. Rosaleg mörk hjá Tyrkjum⚽️⚽️⚽️ og sögulegt mark Georgíu🇬🇪 í 3-1 sigri🇹🇷 pic.twitter.com/UKFHL5Lbdw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 18, 2024 Mikil dramatík var í leik Portúgala og Tékka. Portúgalar unnu leikinn á endanum 2-1 eftir að hafa lent undir. Varamaðurinn Francisco Conceicao skoraði sigurmarkið í uppbótatíma en áður hafði Varsjáin dæmt mark af Diogo Jota þar sem að Ronaldo var rangstæður í aðdragandanum. Lukas Provod kom Tékum yfir á 62. mínútu en Portúgalar jöfnuðu með sjálfsmarki sjö mínútum síðar. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum tveimur leikjum en EM heldur síðan áfram í dag. Dramatík í Leipzig!⚡️ Dramatískt sigurmark Portúgala eftir að Tékkar höfðu komist yfir⚽️🇵🇹🇨🇿 pic.twitter.com/KzKAZSZAil— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 18, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira