Tónleikahald á Kex hostel heyrir brátt sögunni til Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 18:00 Tónleikar á Kex árið 2016 Vísir Gistiheimilið og veitingastaðurinn Kex hostel hefur frá opnun staðarins árið 2011 verið einn vinsælasti tónleikastaður Reykjavíkur. Miklar breytingar eru í farvatninu hjá hostelinu, en til stendur að færa veitingastaðinn niður á neðri hæðina, og breyta efri hæðinni allri þannig að þar verði svefnpláss. Tónleikahald á efri hæðinni mun því leggjast af. „Framkvæmdir eru hafnar á jarðhæð, það sem við erum að fara gera er að opna nýjan veitingastað, móttöku og inngang inn á Kex hostel, sem verður Skúlagötumegin eins og hann er núna. Inngangurinn verður uppfærður aðeins,“ segir Melkorka Ragnhildardóttir, framkvæmdastjóri Kex. Verið sé að færa veitingastaðinn og móttökuna niður, og á efri hæðinni verði bara gestaherbergi. Breytingar á Skúlagötunni Hún segir jafnframt að langtímaplanið sé að vera með keilu innan af veitingastaðnum niðri. Um 1100 fermetrar séu af ónýttu húsnæði þarna undir, og það sé um að gera að nýta plássið betur. „Það sem er að gerast á Skúlagötunni, er að við hliðina á okkur er að koma sautján hæða hótel, það er verið að byggja íbúðir hinum megin við okkur, samkvæmt skipulagi á að koma kaffihús þar við hliðina, og á Skúlagötu 26 á að koma breið göngugata sem tengir Skúlagötuna við miðbæinn,“ segir Melkorka. Hún vonar að stemningin geti orðið góð þarna á Skúlagötunni, Kex muni halda áfram að reyna skapa góða stemningu og bjóða upp á súrdeigspítsur og ódýran bjór. Gestir hostelsins geti svo farið á kaffihúsið við hliðina eða farið á hótelið í kokteil. Hún segir að gatan hafi verið í hálfgerðri niðurníslu, og verið sé að byggja Skúlagötuna upp með öllum þessum framkvæmdum. Inngangurinn við Kex hostel hafi verið frekar „berlínarlegur“ síðan 2018 vegna framkvæmda. Útvarpsstöðin KEXP hefur oft tekið upp tónleika sem haldnir hafa verið á Kex hosteliVísir/Vilhelm Leiðinlegt að missa tónleikahaldið „Það kannski eina sem er leiðinlegt við þessar framkvæmdir hjá okkur, sem okkur þykir súrt, er að við munum núna í lok sumars vera kveðja tónleikastaðinn Kex í því formati sem hann hefur verið síðustu þrettán ár,“ segir Melkorka. Þeim þyki þetta mjög miður, og óska þess að rekstraraðstæður væru þannig að hægt væri að halda því áfram. Þau muni hins vegar reyna að halda rekstri útisvæðisins áfram og vera þar með sumartónleika, Kex port, og allt sem þau geta yfir sumartímann. Einnig verði minni tónleikar niðri á nýja veitingastaðnum. „En tónleikastaðurinn með stærri tónleika í því formati sem við höfum verið að gera síðastliðin ár, það mun bara líða undir lok með þessum breytingum,“ segir Melkorka. Framkvæmdir hefjast í haust við að breyta efri hæðinni í gestaherbergi.Vísir/Vilhelm Hún óskar þess að það gengi betur að reka tónleikastaði í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur sé yfirhöfuð mikil áskorun þessi misserin, að miklu leyti vegna mikils launakostnaðar. Þetta vegi þungt í ákvarðanatöku. „En ég hef samt alveg fulla trú á því, að þó að við séum að kveðja tónleikastaðinn eins og hann var, þá munum við ekkert slá slöku við í að skapa skemmtilega stemningu,“ segir Melkorka. Þar verði viðburðirnir þó minni en þeir voru uppi. Melkorka segir að stefnt sé að því að kveðja staðinn með trompi, með tónleikum og annarri stemningu í allt sumar. Það sé sorglegt að horfa á tónleikastaðinn hverfa, en það þurfi stundum að gera breytingar. Veitingastaðir Tónleikar á Íslandi Hótel á Íslandi Reykjavík Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
„Framkvæmdir eru hafnar á jarðhæð, það sem við erum að fara gera er að opna nýjan veitingastað, móttöku og inngang inn á Kex hostel, sem verður Skúlagötumegin eins og hann er núna. Inngangurinn verður uppfærður aðeins,“ segir Melkorka Ragnhildardóttir, framkvæmdastjóri Kex. Verið sé að færa veitingastaðinn og móttökuna niður, og á efri hæðinni verði bara gestaherbergi. Breytingar á Skúlagötunni Hún segir jafnframt að langtímaplanið sé að vera með keilu innan af veitingastaðnum niðri. Um 1100 fermetrar séu af ónýttu húsnæði þarna undir, og það sé um að gera að nýta plássið betur. „Það sem er að gerast á Skúlagötunni, er að við hliðina á okkur er að koma sautján hæða hótel, það er verið að byggja íbúðir hinum megin við okkur, samkvæmt skipulagi á að koma kaffihús þar við hliðina, og á Skúlagötu 26 á að koma breið göngugata sem tengir Skúlagötuna við miðbæinn,“ segir Melkorka. Hún vonar að stemningin geti orðið góð þarna á Skúlagötunni, Kex muni halda áfram að reyna skapa góða stemningu og bjóða upp á súrdeigspítsur og ódýran bjór. Gestir hostelsins geti svo farið á kaffihúsið við hliðina eða farið á hótelið í kokteil. Hún segir að gatan hafi verið í hálfgerðri niðurníslu, og verið sé að byggja Skúlagötuna upp með öllum þessum framkvæmdum. Inngangurinn við Kex hostel hafi verið frekar „berlínarlegur“ síðan 2018 vegna framkvæmda. Útvarpsstöðin KEXP hefur oft tekið upp tónleika sem haldnir hafa verið á Kex hosteliVísir/Vilhelm Leiðinlegt að missa tónleikahaldið „Það kannski eina sem er leiðinlegt við þessar framkvæmdir hjá okkur, sem okkur þykir súrt, er að við munum núna í lok sumars vera kveðja tónleikastaðinn Kex í því formati sem hann hefur verið síðustu þrettán ár,“ segir Melkorka. Þeim þyki þetta mjög miður, og óska þess að rekstraraðstæður væru þannig að hægt væri að halda því áfram. Þau muni hins vegar reyna að halda rekstri útisvæðisins áfram og vera þar með sumartónleika, Kex port, og allt sem þau geta yfir sumartímann. Einnig verði minni tónleikar niðri á nýja veitingastaðnum. „En tónleikastaðurinn með stærri tónleika í því formati sem við höfum verið að gera síðastliðin ár, það mun bara líða undir lok með þessum breytingum,“ segir Melkorka. Framkvæmdir hefjast í haust við að breyta efri hæðinni í gestaherbergi.Vísir/Vilhelm Hún óskar þess að það gengi betur að reka tónleikastaði í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur sé yfirhöfuð mikil áskorun þessi misserin, að miklu leyti vegna mikils launakostnaðar. Þetta vegi þungt í ákvarðanatöku. „En ég hef samt alveg fulla trú á því, að þó að við séum að kveðja tónleikastaðinn eins og hann var, þá munum við ekkert slá slöku við í að skapa skemmtilega stemningu,“ segir Melkorka. Þar verði viðburðirnir þó minni en þeir voru uppi. Melkorka segir að stefnt sé að því að kveðja staðinn með trompi, með tónleikum og annarri stemningu í allt sumar. Það sé sorglegt að horfa á tónleikastaðinn hverfa, en það þurfi stundum að gera breytingar.
Veitingastaðir Tónleikar á Íslandi Hótel á Íslandi Reykjavík Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira